
Lausar stöður í leikskólanum Barnabæ
02. maí 2019
Leikskólinn Barnabær, Blönduósi auglýsir eftir deildarstjórum með leikskólakennaramenntun og leikskólakennurum í 100 % stöður frá og með 8. ágúst 2019.
Barnabær er fjögurra deilda leikskóli og verða nemendur 64 næsta haust frá 8 mánaða aldri til 6 ára aldurs. Deildirnar eru aldursskiptar og er elsti hópurinn staðsettur í öðru húsnæði. Mjög gott samstarf er við Blönduskóla en elsti hópurinn fer í kennslustundir einu sinni í viku allan veturinn. Einkunnarorð skólans eru: Leikur, gleði, virðing.