Húnabyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur 2023/2024, 2024/2025 og 2025/2026. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og eru afhent þar. Í útboðsgögnunum eru skilgreind þau aksturskerfi sem áætlað er að aka eftir á framangreindum skólaárum.
Í upphafi skólaárs 2023/2024 er gert ráð fyrir sex akstursleiðum. Tilboðum ásamt þeim gögnum sem beðið er um í útboðslýsingu skal skilað á skrifstofu Húnabyggðar eigi síðar en kl. 11:00, 15. júní 2023 og verða tilboðin þá opnuð. Húnabyggð áskilur sér tveggja daga frest til að vinna úr tilboðunum. Einnig áskilur Húnabyggð sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar eru gefnar á netfanginu hunabyggd@hunabyggd.is
Neðangreind auglýsing birtist á heimasíðu Húnabyggðar þann 8. maí 2023.