Málefni fatlaðra

Sveitarfélög í Austur - Húnavatnssýslu hafa gert með sér samkomulag um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra og ber framkvæmdastjóri fjárhagslega og faglega ábyrgð á starfseminni. Mikil gróska hefur verið í málefnum fatlaðra og mikið vatn runnið til sjávar síðustu ár. Komið hefur verið á skilvirku samvinnukerfi á milli þjónustukerfa sem þjónar börnum á leik- og grunnskólaaldri.

Fötluðum börnum er fylgt eftir með góðum upplýsingum á milli skólastiga. Fagfólk vinnur í teymi í góðu samstarfi við foreldra og aðra er tengjast barninu. Teyminu er ætlað að tryggja yfirsýn yfir þjónustuúrræði, gæta samræmingar og markvissra vinnubragða. Góð samvinna er á milli stofnana og sameinast fólk um að gera þjónustuþegum sem auðveldast fyrir.

Á Blönduósi er starfrækt heimili fyrir fatlað fólk auk þess sem íbúar svæðsins hafa aðgang að þjónustu skammtímavistunar, stuðningsfjölskyldna, liðveislu og ráðgjafa.

Ráðgjafi í málefnum fatlaðra barna er Sigrún Líndal, iðjuþjálfi, með aðsetur á Blönduósi. Netfang: sigrun.lindal@skagafjordur.is

Ráðgjafi í málefnum fullorðins fatlað fólks er Sigþrúður Jóna Harðardóttir, með aðsetur á Sauðárkróki. Netfang: sigthrudurh@skagafjordur.is

Framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks er Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með aðsetur á Sauðárkróki. Netfang: gretasjofn@skagafjordur.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?