Sunnan undir Vatnsdalshólum, vestan vegar, er Þórdísarlundur, skógarreitur sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur ræktað og girt. Í Þórdísarlundi er minnisvarði um fyrsta innfædda Húnvetninginn, Þórdísi, dóttur Ingimundar gamla að Hofi. Enn þekkjast örnefni sem við hana eru kennd, Þórdísarholt þar sem hún fæddist að sögn Vatnsdæla sögu og Þórdísarlækur.

Vestan við Þórdísarlund er veiðiskálinn Flóðvangur sem Veiðifélag Vatnsdalsár hefur reist, jafnframt notaður til félagsstarfa, fundahalda ofl.

(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson, 1980)

Getum við bætt efni þessarar síðu?