Textílsetur

Heimilisfang: Árbraut 31, 540 Blönduós
Sími: 452-4030
Netfang: textilmidstod@textilmidstod.is

Saga, hlutverk og markmið

Textílmiðstöð Íslands er staðsett í fögru umhverfi við ósa Blöndu á Blönduósi í sögufrægri byggingu, Kvennaskólanum á Blönduósi

Textílmiðstöðin varð til vegna samþættingar Textílseturs Íslands (stofnað 2005) og Þekkingarsetursins á Blönduósi (stofnað 2012). Samþættingin felst í því að fulltrúaráð og stjórnir beggja stofnana eru sameinaðar og var ný stjórn kosin samkvæmt nýjum skipulagsskrám 8. janúar 2019. 

Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Jafnframt sinnir Textílmiðstöðin því hlutverki að bjóða upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu með aðgengi að fjarfundabúnaði og próftöku í samstarfi við aðila háskóla og símenntunarstöðva. 

Í starfsemi Textílmiðstöðvarinnar er lögð áhersla á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. Í Kvennaskólanum er einnig rekin alþjóðleg Textíllistamiðstöð í samstarfi við Textílmiðstöðina.

Starfsemi Textílmiðstöðvar byggir á samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þann 22. apríl 2020 voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Textílmiðstöð Íslands er aðili að. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar

 

Um listamiðstöðina

 

Alþjóðleg textíllistamiðstöð hefur verið starfrækt í Kvennaskólanum síðan 2013. Listamiðstöðin er ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum sem vinna með textíl. 

Hægt er að senda inn umsóknir allt árið (open call). Dvölin í listamiðstöðinni er að lágmarki einn mánuður en geta verið fleiri. Boðið er upp á gisti- og vinnuaðstöðu fyrir 8 - 10 einstaklinga.  Þar að auki er boðið upp á húsnæði með aðgangi að TC2 rafrænum vefstól í húsnæði við hliðina á Kvennaskólanum. 

Listafólkið greiðir fyrir dvölina. Innifalið er öll gisti- og vinnuaðstaða: eigið svefnherbergi, aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, baðherbergi, stofu, þvottahúsi, sameiginlegu stúdíórými, vefnaðarlofti, litunarstúdiói og gallerí (sjá einnig vinnuaðstöðu og gjaldskrá). Listafólkið fær einnig kynningu á Minjastofu KvennaskólansHeimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og útsaumsverkefni Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, þar sem Vatnsdæla er sögð á refli. Árið 2016 gerðum við nokkrar skemmtilegar stuttmyndir um listamiðstöðina, starfsemi í Kvennaskólanum og svæðið. 

Hægt er að sækja um dvöl í listamiðstöðinni á netinu. Við samþykkjum umsóknir sem byggðar eru á reynslu, menntun og verkefnalýsingu frá umsækjendum. Hér á heimasíðu má finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um gögn sem þarf að senda með. Mikilvægt er að sækja um með góðum fyrirvara, t.d. 6 - 8 mánuðum. Vinsamlegast athugið að sérstök umsókn er fyrir TC2 rafrænan vefstól. 

SÝNINGAR UM ALLAN HEIM 

Þegar listafólk sem dvalið hefur í listamiðstöðinni yfirgefur Blönduós tekur oft við annarsamur tími við sýningarhald og áframhaldandi skapandi vinnu. Margir textíllistamenn eru menntaðir sem fatahönnuðir og vinna við eigin fatalínur. Hægt er að fylgjast með listamönnum sem hafa dvalið í listamiðstöðinni á Instagram, á heimasíðum þeirra eða í ,,Art Residency Catalogue". 

Getum við bætt efni þessarar síðu?