Nú hefur www.husbot.is tekið við afgreiðslu húsnæðisbóta sem áður voru kallaðar húsaleigubætur.

Sveitarfélagið greiðir sérstakan húsnæðisstuðning fyrir fullorðna sem eru á leigumarkaði og sérstakan húsnæðisstuðning fyrir börn 15 - 17 ára sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.

Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir fullorðna er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbóta sem veittar eru á grundvelli laga um húsaleigubætur nr. 75/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa og þungrar framfærslubyrðar og félagslegrar aðstæðna.

Skilyrði fyrir samþykki umsóknar:

  • Réttur til húsnæðisbóta á grundvelli laga nr. 75/2016
  • Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára og eiga lögheimili í Húnabyggð.
  • Leiguhúsnæði skal vera í Húnabyggð. 
  • Samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna eldri en 18 ára skulu vera undir eftir tekjumörkum skv. 5. gr. reglna Húnabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning
  • Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna eldri en 18 ára skulu ekki vera hærri en kr. 5.126.000 

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning Blönduósbæjar 

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir fullorðna 

Með umsókninni um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir börn 15 - 17 ára þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

 a) Húsaleigusamningur
 b) Staðfesting menntastofnunar á námi barns

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir börn 15-17 ára

Getum við bætt efni þessarar síðu?