
“Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ”.
27. ágúst 2019
Undirritaður hefur verið samningur um að frá og með 1. september 2019 muni Blönduósbær taka yfir götulýsingarkerfi sveitarfélagsins, og allt sem því tilheyrir.
RARIK hefur í áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin kaflaskil urðu þegar raförkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim þá fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja.