Blöndustöð er á margan hátt einstætt mannvirki en stöðvarhús hennar stendur á rúm­lega 200 metra dýpi niðri í jörðinni. Þar stendur húsið og hverflar hennar í mann­gerðri hellishvelfingu en aðgengi að stöðinni er um lyftu og 800 metra löng aðkomugöng sem eru bílfær. Þá er stöðin sérstæð fyrir þær sakir að hún er fyrsta virkjunin sem alfarið er hönnuð af Íslendingum. Í stað þess gróðurs sem fór undir miðlunarlón Blöndustöðvar hafa verið græddir upp meira en 3000 hektarar lands frá árinu 1981 og er þeim haldið við með áburðargjöf. Þá er áhugavert að eftir virkjun Blöndu er áin orðin ein allra besta laxveiðiá landsins. Að staðaldri starfa um 15 manns við Blöndu. Framkvæmdir við virkjunina hófust árið 1984, 1992 var virkjunin síðan kominn í fullan rekstur.

Blanda var stífluð við Refjatjarnarbungu, um miðja vegu milli upptaka og árósa. Jafnframt var reist stífla við upptök Kolkukvíslar nokkru vestar, en hún rennur til Vatnsdalsár. Með þessum stíflum myndaðist miðlunarlón sem er um 57 km² að flata-rmáli og hefur um 400 GL miðlunarrými.

Frá Kolkustíflu er vatni veitt um veituskurði og vötn, samtals um 25 km leið að inn-takslóni virkjunarinnar.

Gróður þakti stóran hluta þess lands sem fór undir miðlunarlón og inntakslón Blöndustöðvar. Um það samið við heimamenn að virkjunaraðili bætti gróðurtapið með uppgræðslu örfoka lands á heiðunum beggja vegna Blöndu, Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði.
Landsvirkjun hefur því ræktað upp meira en 3000 hektara lands frá árinu 1981 og heldur þeim við með áburðargjöf. Eru þetta einhverjar umfangsmestu uppgræðsluaðgerðir sem ráðist hefur verið í á hálendi landsins.

(Vatnsdalur Hveravellir, Elsa Gunnarsdóttir Þurðíður Helga Jónasdóttir, Leiðsöguskólinn Gönguleiðsögn, vorið 2006)

Getum við bætt efni þessarar síðu?