Saman gegn ofbeldi
04. desember 2018
Átaksverkefni félagsþjónustu Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ýtt úr vör 4. desember 2018. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.