Um skipulagsmál fer samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006

Um byggingarmál fer samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010, skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og byggingarreglugerð nr. 112/2012

Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

Í mannvirkjalögum er kveðið á um að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.

Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja. Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði. Að tryggja aðgengi fyrir alla. Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Húnabyggðar veitir nánari upplýsingar í tölvupósti á byggingarfulltrui@hunabyggd.is.

Skipulags- og byggingarnefnd er sveitarstjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.

Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030

Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum 25. maí 2010 að auglýsa til kynningar tillögu að aðalskipulagi Blönduósbæjar fyrir tímabilið 2010-2030, samkv. 1. málsgrein 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu verða til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33. Ennfremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.blonduos.is þar sem jafnframt er skýrsla vegna fornleifaskráningar. 

Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030
Aðalskipulagsuppdættir
Greinargerð aðalskipulags
Forsendur og umhverfisskýrsla

Athugasemdir og svör - fylgiskjal

Fornleifaskráning Blönduósbæjar
Fornleifaskráning Blönduósbæjar - Á Blönduósi
Fornleifaskráning Blönduósbæjar II - Enni, Hnjúkar, Sölvabakki og Breiðavað
Fornleifaskráning Blönduósbæjar III - Fremstagil, Geitaskarð, Holtastaðir og Móberg

Samþykkt skipulag af bæjarstjórn Blönduósbæjar á fundi þann 16. september 2010

  1. Sveitarfélagsjarðir
  2. Vegir
  3. Vernd
  4. Fornleifar
  5. Landbúnaður
  6. Hæðabelti
  7. Bújarðir
Getum við bætt efni þessarar síðu?