Undirfellskirkja
Byggingarár 1915

Undirfellskirkja

Undirfell stendur í miðjum Vatnsdal vestan árinnar, en á vallendisbökkum með ánni hefur lengi verið skilarétt fyrir Grímstunguheiði. Suðvestur af bænum sést til fells (358 m.y.s.) sem er helsta kennileiti á hálsinum vestanverðum. Hafa sumir talið að staðarheitið sé dregið af því. Ekki er ljóst hvenær kirkja reis á Undirfelli. Fyrst er getið um hana í Auðunarmáldaga frá um 1318. Var hún helguð heilögum Nikulási erkiengli í kaþólskum sið.
Undirfellskirkja er steinsteypt hús. Í norðvestur horni rís ferstrendur turn, sem setur mikinn svip á kirkjuna. Altaristafla er olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, listmálara, sem sýnir Krist er situr og talar til fólks. Aðrir dýrmætir forngripir eru í kirkjunni.
Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og fram til 1906 prestssetur.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?