Hrútey

Hrútey varð opinn skógur árið 2003. 

Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1. Góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Þá er stutt til sjávar frá Hrútey eftir göngustíg meðfram ánni. Gestum er bent á að fara um með sérstakri gát við árbakkana. Tjaldsvæði eru skammt frá Hrútey og stutt í fjölbreytta þjónustu í Blönduósbæ.

Hrútey var friðuð sem fólkvangur árið 1975. Svæðið er opið öllum almenningi en fylgja ber reglum um umferð og afnot.

Nánari upplýsingar um Hrútey má finna inn á www.skog.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?