Húnabyggð tekur á móti rafrænum gögnum og trúnaðarupplýsingum í gegnum Signet transfer.
Til þess að skila gögnum í gegnum Signet transfer þarf að fara á Signet transfer síðu og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Valið er að senda á fyrirtæki og Húnabyggð valin úr fellilista. Þar er svo hægt að velja hvaða hópur fær gögnin. Hægt er að velja um eftirfarandi hópa:
- Barnavernd og þá fara gögn til starfsfólk í barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
- Bókhalds- og launadeild og þá fara gögn til skrifstofu Húnabyggðar
- Félagsþjónusta og málefni fatlaðra og þá fara gögn til starfsfólks velferðarsviðs Húnabyggðar
- Húnaskóli og þá fara gögn til stjórnenda og stoðþjónustu í Húnaskóla
- Leikskóli Húnabyggðar og þá fara gögn til stjórnenda og stoðþjónustu í leikskóla Húnabyggðar
- Málstjórar farsældar og þá fara gögn til málstjóra á velferðarsviði Húnabyggðar
- Skólaþjónusta og þá fara gögn til starfsfólks skólaþjónustu Húnabyggðar
Frekari leiðbeiningar veitir starfsfólk velferðarsviðs í síma 455 4170, starfsfólk Húnabyggðar í síma 455 4700 eða í tölvupósti hunabyggd@hunabyggd.is
