Bólstaðarhlíðarkirkja
Byggingarár 1888

 BólhlíðBólstaðarhlíð er vel í sveit sett og þaðan liggja fjölfarnar leiðir í allar áttir. Bæjarstæðið er fallegt þar sem Þverárdalur mætir Svartárdal. Snarbrött fjöll eru umhverfis bæinn sem er á sléttri grund skammt norðan Hlíðarár. Ekki er ljóst hvenær kirkja reis í Bólstaðarhlíð. Fyrst er getið um hana í Auðunarmáldaga frá um 1318. Var hún helguð helguð Mikael erkiengli í kaþólskum sið. Bólstaðarhlíðarkirkja er timburhús. Kirkjan stendur á steinssteyptum sökkli og er  leðslumunstur dregið upp í grófa múrhúðun. Altaristafla, lítil olíumáluð mynd í umgerð, erlend, merkt C.R., en ekki ljóst hver málað hefur. Myndin er nokkuð óvenjuleg, sýnir hún Jesúm Krist við hægri hönd Guðs föður á himnum og sitja þeir í þrepum. Hennar er fyrst getið í úttekt 1874. Aðrir dýrmætir forngripir eru í kirkjunni.

Getum við bætt efni þessarar síðu?