Hvað er farsæld barna?

Upplýsingamyndbönd um farsældarlögin á íslensku, pólsku og ensku

   

Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Með lögunum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið og/eða málstjóra í nærumhverfi barnsins. 

Unnið er að innleiðingu farsældar í Húnabyggð og ef einhverjar spurningar vakna má senda póst á farsaeld@hunabyggd.is

Frekari upplýsingar má líka finna inni á Farsæld barna og Barna- og fjölskyldustofu.

Stigskipt þjónusta við börn

Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt.
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta o.fl.

Annað stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns.
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun o.fl.

Þriðja stig: Einstaklingsbundinn og sértækari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns.
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta o.fl.

Upplýsingamyndbönd um stigskipta þjónustu á íslensku, pólsku og ensku:

Tengiliður

Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára og sams konar þjónusta er í boði fyrir foreldra á meðgöngu. Öll börn og foreldrar hafa því aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur og geta þau snúið sér beint til hans.

Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið.

Tengiliðir farsældar hjá Húnabyggð eru:
Leikskóli Húnabyggðar, Jenný Lind Gunnarsdóttir jennylg@hunabyggd.is
Húnaskóli, Sonja Dröfn Helgadóttir sonjad@hunaskoli.is
HSN Blönduósi, Ásdís Arinbjarnardóttir asdis.arinbjarnardottir@hsn.is
Dreifnám FNV, Hrafnhildur Guðjónsdóttir hrafnhildurg@fnv.is

 

 Málstjóri

Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd. Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og leiða samþættingu þjónustu. Málstjóri ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við áætlun.

Málstjórar farsældar hjá Húnabyggð og Skagaströnd eru starfsfólk velferðarsviðs:

Ingiríður Ásta Þórisdóttir, asta@hunabyggd.is
Sara Lind Kristjánsdóttir, sara@hunabyggd.is
Sigrún Líndal, sigrun@hunabyggd.is
Valgerður Hilmarsdóttir, vala@hunabyggd.is

Upplýsingamyndbönd um málstjóra á íslensku, pólsku og ensku:

Samþætt þjónusta

Beiðni um samþættingu þjónustu er ekki samþykki fyrir samþættingu heldur umsókn sem er metin með viðtali við forráðamenn/barn. Í því viðtali fer fram mat um það hvort þörf er á samþættri þjónustu og ef svo er undirrita forráðamenn/barn samþykki fyrir því.

Hér má nálgast verklag um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna í Húnabyggð (í vinnslu).

Ráð og teymi sem geta komið að málum nemenda í samþættingu:

  • Nemendaverndarráð leikskóla: Deildarstjóri stoðþjónustu, stjórnendur, fræðslustjóri og sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Nemendaverndarráð Húnaskóla: Skólastjórnendur, fræðslustjóri, sviðsstjóri velferðarsviðs,  skólahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri stoðþjónustu
  • Framhaldsskólinn: Félagsráðgjafi
  • Farsældarteymi: Sviðsstjóri velferðarsviðs, fræðslustjóri og málstjórar af velferðarsviði
  • Málstjórateymi: Málstjórar á Velferðasviði Húnabyggðar
  • Teymi tengiliða: Tengiliðir, sviðsstjóri velferðarsviðs og fræðslustjóri
  • Fjölskylduteymi: Sviðsstjóri velferðarsviðs, fræðslustjóri, skólahjúkrunarfræðingar, læknir heilsugæslu HSN, yfirsálfræðingur HSN, hjúkrunarfræðingur og barnalæknir frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala og fulltrúar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis
  • Eftirtaldir aðilar geta verið í stuðningsteymi auk foreldra og barns (ekki tæmandi listi): Málstjóri/tengiliður, umsjónarkennari, almennur kennari, skólastjórnandi, deildarstjóri stoðþjónustu, ráðgjafi af velferðarsviði, fulltrúar frá heilsugæslu, lögreglu, íþróttafélagi, skóladagheimili og félagsmiðstöð.

 Eyðublöð og leiðbeiningar í samþættri þjónustu

Beiðni um miðlun upplýsinga

Skýringarmynd um miðlun upplýsinga

Ferill samþættrar þjónustu

Beiðni um samþætta þjónustu

Aðkoma barns að vinnu stuðningsteymis

Lög og reglugerðir er varða samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

 

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Lög um Barna- og fjölskyldustofu
Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Barnaverndarlög
Lög um breytingar á barnaverndarlögum, nr 80/2002 (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.)
Lög um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

 

Reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna
Reglugerð um framlög til að mæta kostnaðisveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022

Getum við bætt efni þessarar síðu?