
Starf í þjónustumiðstöð Blönduósbæjar
21. janúar 2019
Blönduósbær leitar að aðila í framtíðarstarf í þjónustumiðstöð. Við leitum að metnaðarfullum einstakling með áherslu á vinnu við veitur og þjónustu við stofnanir sveitarfélagsins. Aðilinn verður að vera stundvís, sýna sjálfstæð vinnubrögð og búa yfir góðum mannlegum samskiptum.