33. fundur 09. apríl 2024 kl. 15:00 - 15:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Byggðarráð Húnabyggðar - 57

2403005F

Fundargerð 57. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,3 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Byggðarráð Húnabyggðar fagnar þessu samkomulagi og felur sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga frá samningum við Landsvirkjun. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með Byggðarráði og fagnar samningi þessum
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum af því að ekki komi til sérstök framlög til mögulegrar sameiningar vegna uppbyggingu grunninnviða í sveitarfélaginu en bindur vonir við að möguleg skuldarjöfnunarframlög verði til þess að brúa það bil þannig að uppbygging grunninnviða svo sem bygging nýs leikskóla og stækkun grunnskóla verði möguleg á næstu árum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Lagt er fyrir fundinn minnisblað er varðar viðauka 1 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024. Viðauki 1 er byggður á breyttum forsendum vegna styrkingar sjóvarna en verkið var samþykkt árið 2021 en tafðist.
    Viðaukinn er vegna:

    - Styrkingar á sjóvörnum um 3,2 milljónir sem er 12,5% af heildarkostnaði verksins.

    Byggarráð samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Húnabyggðar að samþykkja viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2024
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024 að upphæð 3.200.000 að viðaukanum er mætt með lækkuna á handbæru fé.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Sveitarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir sem hafnar eru en fyrstu framkvæmdir ársins eru þegar hafnar og miðar ágætlega.
  • 1.5 2403020 Prjónagleði 2024
    Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt er fyrir fundinn samning um verkefnastjóra Prjónagleðinnar Svanhildi Pálsdóttur, sveitarstjórn samþykkir samning þennan. Lagður er fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024. Viðauki 2 er byggður á breyttum forsendum vegna samnings þessa. Viðaukinn er vegna: - Samnings um Prjónagleði um 1 milljón króna. Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024, viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Lagt fram til kynningar, óskað eftir frekari upplýsingum frá Skipulags- og byggingafulltrúa.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 57 Lagt fram til kynningar

2.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12

2403006F

Fundargerð 12. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12 Magnús greindi nefndarmönnun að vinna standi yfir á lokaskýrslum er varðar Þrístapar - Salerni og Þrístapar - lok og hafa verið sendar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
  • 2.2 2402012 Viðburðir 2024
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12 Elfa Þöll fór yfir þá helstu viðburði sem fyrirhugaðir eru á árinu 2024. Umræður urðu um viðburðina en þeir verða birtir á viðburðadagatali Húnabyggðar
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12 Elfa Þöll fór yfir skýrslu sem SSNV lét vinna fyrir sig er varðar stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra en í henni er tillaga að svæðið verði markaðsett sem ævintýra- og söguferðamennska.
  • 2.4 2402005 Handverkshópur
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12 Umræður sköpuðust um málið. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
  • 2.5 2403026 Tjaldstæði
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12 Erindinu frestað til næsta fundar nefndarinnar
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 12 Erindinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

3.Byggðarráð Húnabyggðar - 58

2403007F

Fundargerð 58. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • 3.1 2403028 Hópslysaæfing
    Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Byggðarráð samþykkir erindi lögreglunnar fyrir sitt leyti
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Byggðarráð samþykkir að Íþróttamiðstöðin verði skilgreind sem fjöldahjálpastöð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þess efnis við Rauða krossinn
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Byggðarráð samþykkir tilboð í Ólafshús og fagnar því að aðilar hafi áhuga á að gera upp hús í gamla bænum en með tilboðinu fylgja metnaðarfullar fyrirætlanir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við kaupendur Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Byggðarráðs
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsskilmála og felur sveitartjóra að semja við að hámarki fjóra fasteignasala um að selja fasteignirnar á Húnavöllum
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Lagt fram til kynningar, erindinu vísað til fræðslunefndar Húnabyggðar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 58 Lagt fram til kynningar

4.Skipulags- og byggingarnefnd - 22

2403009F

Fundargerð 22. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2,3 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingafulltrúa verði falið að ganga frá landamerkjalýsingunni. Bókun fundar Sveitarstjórn felur Byggingafulltrúa að ganga frá landamerkjalýsingunni
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar á uppdrætti þar sem aðkoma verður færð um 50-100 m til suðurs til þess að koma til móts við athugasemd Vegagerðarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar á uppdrætti þar sem aðkoma verður færð um 50-100 m til suðurs til þess að koma til móts við athugasemd Vegagerðarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að skipulagsráðgjafa verði falið að vinna úr og taka tillit til innkominna umsagna við deiliskipulagsvinnuna.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna legu Blöndulínu 3. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna legu Blöndulínu 3
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að eitt rými af þremur uppfylli algilda hönnun.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið stöðueyfi. Bókun fundar Guðmundur Haukur vék af fundi undir umræðum um þennan lið
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.
  • 4.9 2211009 Erindisbréf
    Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Lagt fram til kynningar og verður sett á dagskrá nefndarinnar á næsta fundi til staðfestingar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 22 Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

5.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 14

2403010F

Fundargerð 14. fundar Fræðslunenfndar lögð fram til staðfestingar á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 14 Sigríður leikskólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2024-2025. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
    Tillagan gerir ráð fyrir áþekku skipulagi og skólaárið 2023-2024 og eru starfsdögum skipt bæði í heila daga og dagsparta, sem eru samtals af mjög sambærilegu magni og núverandi skólaár. Undantekning á þessu er sú að ekki er gert ráð fyrir sérstökum starfsdögum vegna þátttöku í stefnumótun fyrir sveitarfélagið líkt og á núverandi skólaári enda liggja dagsetningar ekki fyrir.

    Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Leikskóla Húnabyggðar 2024-2025.

    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Fræðslunefndar
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 14 Þórhalla skólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2024-2025. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
    Tillagan gerir ráð fyrir áþekku skipulagi og skólaárið 2023-2024. Skóli verði settur 21. ágúst 2024 og slitið 30. maí 2025. Fyrirkomulag starfsdaga er með áþekkum hætti og á núverandi skólaári. Undantekning á þessu er sú að ekki er gert ráð fyrir sérstökum starfsdögum vegna þátttöku í stefnumótun fyrir sveitarfélagið líkt og á núverandi skólaári. Auk skipulagsdaga er gert ráð fyrir sérstökum frídögum 6. sept. (réttarfrí), 7. nóv. og 8. nóv.(vetrarfrí).


    Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Húnaskóla 2024-2025 með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Fræðslunefndar
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 14 Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna dags. 18. mars 2024, sem vísað hafði verið til nefndarinnar af Byggðarráði. Í erindi þessu skorar Umboðsmaður barna á sveitarfélög landsins til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
    Fræðslunefnd Húnabyggðar þakkar Umboðsmanni barna brýninguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur nýverið skilað skýrslum um húsnæði skólastofnanna sveitarfélagsins, þar sem m.a. er fjallað um hljóðvist. Fræðslunefnd hvetur Byggðarráð og stjórnendur Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins til að leggja viðkomandi skýrslur til grundvallar við forgangsröðun viðhaldsverkefna á næstu mánuðum.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 14 Lagðar voru fram til kynningar tvær skýrslur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um húsnæði skólastofnanna sveitarfélagsins, dagsettar 20. og 21. mars 2024.
    Umræða um einstök efnisatriði.
    Fræðslunefnd hvetur Byggðarráð og stjórnendur Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins til að leggja viðkomandi skýrslur til grundvallar við forgangsröðun viðhaldsverkefna á næstu mánuðum og leggja sérstaka áherslu á öryggi skólalóða.

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 59

2404012F

Fundargerð 59. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Húnabyggð hefur hlotið tvo styrki frá Húsfriðunarsjóði til lagfæringar á Kúlukvíslarskála og gamla sæluhúsið á Hveravöllum. Byggðarráð felur Skipulags- og byggingafulltrúa að vinna málið áfram. Bókun fundar Lagt er fyrir fundinn minnisblað er varðar viðauka 3 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024. Viðauki 3 er byggður á breyttum forsendum vegna styrks úr Húsfriðunarsjóði. Viðaukinn er vegna: - Styrks frá Húsfriðunarsjóði 2,3 milljónir.
    Sveitarstjórn samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024 að upphæð 2.300.000 og sem færist til hækkunar á handbæru fé.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Samstarfsyfirlýsingin felur í sér svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til þess að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa.

    Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Byggðarráð hafnar erindinu og vill skoða möguleika að útvega húsnæði fyrir starf Félags eldri borgara.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Samningur um rekstur umdæmisráð landsbyggða. Umdæmisráð barnaverndar, aðild, lagagrundvöllur, valnefnd og umsýslusveitarfélag.

    Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Sveitarstjóra falið að sækja um fyrir hönd sveitarfélagsins
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Farið var yfir þær íbúðir sem sveitarfélagið á og línurnar lagðar varðandi útleigu og sölu. Kanna skal einnig möguleika á skammtímaleigu á Húnavöllum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Lagt fram til kynningar.
  • 6.8 2211004 Fjármál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 59 Byggðarráð samþykkir að veita tímabundin lán til Fasteigna Húnabyggðar ehf. og Húnanets ehf. en bæði félögin eru í 100% eigu sveitarfélagsins.

    Lánið til Fasteigna Húnabyggðar er 3.000.000kr. til greiðslu afborganna af lánum á gjalddaga 5.04.2024.

    Lánið til Húnanets er 4.500.000kr. til greiðslu afborganna af lánum á gjalddaga 5.04.2024.

    Bæði lánin eru hluti ef fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna sem nú stendur yfir.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Byggðarráðs

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?