12. fundur 13. mars 2024 kl. 16:00 - 17:22 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð Ragnhildur Haraldsdóttir formaður nýjan nefndarmann velkominn en Guðjón Ebbi Guðjónsson kemur nýr inn í nefndina fyrir Magnús Val Ómarsson

Elfa Þöll Grétarsdóttir ferðamálafulltrúi sat fundinn undir lið 1-4

1.Lokaskýrslur verkefna

2403024

Lokaskýrslur verkefna
Magnús greindi nefndarmönnun að vinna standi yfir á lokaskýrslum er varðar Þrístapar - Salerni og Þrístapar - lok og hafa verið sendar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

2.Viðburðir 2024

2402012

Viðburðir í Húnabyggð 2024
Elfa Þöll fór yfir þá helstu viðburði sem fyrirhugaðir eru á árinu 2024. Umræður urðu um viðburðina en þeir verða birtir á viðburðadagatali Húnabyggðar

3.Stefna í ferðamálum

2403025

Stefna Húnabyggðar í ferðamálum
Elfa Þöll fór yfir skýrslu sem SSNV lét vinna fyrir sig er varðar stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra en í henni er tillaga að svæðið verði markaðsett sem ævintýra- og söguferðamennska.

4.Handverkshópur

2402005

Erindi frá Handverkshópnum á Blönduósi
Umræður sköpuðust um málið. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

5.Tjaldstæði

2403026

Tjaldstæði
Erindinu frestað til næsta fundar nefndarinnar

6.Upplýsingamiðstöð 2024

2403027

Upplýsingamiðstöð 2024
Erindinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:22.

Getum við bætt efni þessarar síðu?