57. fundur 13. mars 2024 kl. 14:00 - 15:17 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Samstarfssamningur Brunavarna A-Hún og Landsvirkjunar

2403018

Samstarfssamningur Brunavarna A Hún og Landsvirkjunar um æfingar til handa starfsmönnum Landsvirkjunar og búnaðarkaup Landsvirkjunar fyrir Brunarvarnir A Hún.
Byggðarráð Húnabyggðar fagnar þessu samkomulagi og felur sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga frá samningum við Landsvirkjun.

2.Svar Jöfnunarsjóðs

2403019

Svar Jöfnunarsjóðs við beiðni Húna- og Skagabyggðar
Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum af því að ekki komi til sérstök framlög til mögulegrar sameiningar vegna uppbyggingu grunninnviða í sveitarfélaginu en bindur vonir við að möguleg skuldarjöfnunarframlög verði til þess að brúa það bil þannig að uppbygging grunninnviða svo sem bygging nýs leikskóla og stækkun grunnskóla verði möguleg á næstu árum.

3.HB - Ósk um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna á Blönduósi

2311043

Sjóvarnir - viðauki
Lagt er fyrir fundinn minnisblað er varðar viðauka 1 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024. Viðauki 1 er byggður á breyttum forsendum vegna styrkingar sjóvarna en verkið var samþykkt árið 2021 en tafðist.
Viðaukinn er vegna:

- Styrkingar á sjóvörnum um 3,2 milljónir sem er 12,5% af heildarkostnaði verksins.

Byggarráð samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Húnabyggðar að samþykkja viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2024

4.Húnabyggð - Staða verkefna

2308017

Framkvæmdir
Sveitarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir sem hafnar eru en fyrstu framkvæmdir ársins eru þegar hafnar og miðar ágætlega.

5.Prjónagleði 2024

2403020

Prjónagleði 2024 - Samningur um starfsmann
Lagt fram til kynningar

6.Samningur um meindýraeftirlit 2024

2402030

Til kynningar samningur um meindýravarnir í Húnabyggð 2024
Lagt fram til kynningar, óskað eftir frekari upplýsingum frá Skipulags- og byggingafulltrúa.

7.Fundargerð 104. fundar stjórnar SSNV

2403021

Fundargerð 104. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:17.

Getum við bætt efni þessarar síðu?