14. fundur 02. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Elín Aradóttir formaður
 • Magnús Sigurjónsson ritari
 • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
 • Atli Einarsson aðalmaður
 • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
Starfsmenn
 • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
 • Kristín Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
 • Ragnheiður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Sigríður Bjarney Aadnegard leikskólastjóri
 • Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar 2024-2025

2403037

Skóladagatal Leikskóla Húnabyggðar skólaárið 2024-2025
Sigríður leikskólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2024-2025. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
Tillagan gerir ráð fyrir áþekku skipulagi og skólaárið 2023-2024 og eru starfsdögum skipt bæði í heila daga og dagsparta, sem eru samtals af mjög sambærilegu magni og núverandi skólaár. Undantekning á þessu er sú að ekki er gert ráð fyrir sérstökum starfsdögum vegna þátttöku í stefnumótun fyrir sveitarfélagið líkt og á núverandi skólaári enda liggja dagsetningar ekki fyrir.

Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Leikskóla Húnabyggðar 2024-2025.

2.Skóladagatal Húnaskóla skólaárið 2024-2025

2403038

Skóladagatal Húnaskóla skólaárið 2024-2025
Þórhalla skólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2024-2025. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla hafa haft nokkurt samráð um útfærslu dagatals fyrir skólastofnanir Húnabyggðar sem m.a. tekur til niðurröðunar hluta skipulags- og endurmenntunardaga.
Tillagan gerir ráð fyrir áþekku skipulagi og skólaárið 2023-2024. Skóli verði settur 21. ágúst 2024 og slitið 30. maí 2025. Fyrirkomulag starfsdaga er með áþekkum hætti og á núverandi skólaári. Undantekning á þessu er sú að ekki er gert ráð fyrir sérstökum starfsdögum vegna þátttöku í stefnumótun fyrir sveitarfélagið líkt og á núverandi skólaári. Auk skipulagsdaga er gert ráð fyrir sérstökum frídögum 6. sept. (réttarfrí), 7. nóv. og 8. nóv.(vetrarfrí).


Fræðslunefnd samþykkir tillögu að skóladagatali Húnaskóla 2024-2025 með áorðnum breytingum.

3.Hljóðvist í skólum

2403030

Erindi frá Umboðsmanni barna sem vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði er varðar hljóðvist í skólum
Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna dags. 18. mars 2024, sem vísað hafði verið til nefndarinnar af Byggðarráði. Í erindi þessu skorar Umboðsmaður barna á sveitarfélög landsins til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Fræðslunefnd Húnabyggðar þakkar Umboðsmanni barna brýninguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur nýverið skilað skýrslum um húsnæði skólastofnanna sveitarfélagsins, þar sem m.a. er fjallað um hljóðvist. Fræðslunefnd hvetur Byggðarráð og stjórnendur Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins til að leggja viðkomandi skýrslur til grundvallar við forgangsröðun viðhaldsverkefna á næstu mánuðum.

4.Heilbrigðiseftirlit Norðurland vestra - Eftirlitsskýrslur

2403036

Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er varðar annars vegar starfstöðvar Leikskóla Húnabyggðar Barnabæ, Vallaból og Stóra-Fjallabæ og hins vegar Húnaskóla og skóladagheimili.
Lagðar voru fram til kynningar tvær skýrslur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um húsnæði skólastofnanna sveitarfélagsins, dagsettar 20. og 21. mars 2024.
Umræða um einstök efnisatriði.
Fræðslunefnd hvetur Byggðarráð og stjórnendur Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins til að leggja viðkomandi skýrslur til grundvallar við forgangsröðun viðhaldsverkefna á næstu mánuðum og leggja sérstaka áherslu á öryggi skólalóða.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?