32. fundur 12. mars 2024 kl. 15:00 - 18:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarstjórnar að bæta þremur málum á dagskrá .
Fundargerð 56. fundar Byggðarráðs og verði liður 10.
Fundargerð 8. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar og verði liður 11.
Kjarasamningar - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar og verði liður 12.
Samþykkt samhljóða.

1.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Breyting á samþykktum Húnabyggðar
Breytingar á 47. grein og 54. grein samþykkta Húnabyggðar
47. grein
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir fyrirhugaðar breytingar 47. Grein samþykkta Húnabyggðar sem snúa að því að breyta nafni Skipulags- og byggingarnefndar í Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar sem felur í sér breytingar á hlutverki nefndarinnar. Með þessu breytist hlutverk Atvinnu- og menningarnefndar á þann hátt að hlutverk nefndarinnar um að fjalla um samgöngur, sbr. vegalög nr. 80/2007 og mál sem varða innviði, s.s. orkuflutnings- og samskiptanet flyst til Skipulags- og samgöngunefndar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og Skipulags- og byggingarnefnd að klára uppfærslu nýs erindisbréf Skipulags- og samgöngunefndar þannig að hægt sé að staðfesta breytingarnar á næsta fundi sveitarstjórnar. Ennfremur felur sveitarstjórn sveitarstjóra og Atvinnu- og menningarnefnd að uppfæra erindisbréf nefndarinnar í samræmi við þessar breytingar.
Samkvæmt samþykktum Húnabyggðar 47. grein er þetta núverandi skilgreining:
Skipulags- og byggingarnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fjallar um skipulagsmál í sveitarfélaginu. Nefndin fer með verkefni sem varða verksvið sveitarfélagsins samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 sem og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem kunna að varða störf nefndarinnar hverju sinni. Nefndin hefur jafnframt eftirlit með störfum byggingarfulltrúa fyrir hönd sveitarstjórnar samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010.
Með breytingum nefndarinnar í Skipulags- og samgöngunefnd verður þetta textinn í samþykktunum:
Skipulags- og samgöngunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fjallar um skipulags- og samgöngumál í sveitarfélaginu. Nefndin fer með verkefni sem varða verksvið sveitarfélagsins samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 sem og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem kunna að varða störf nefndarinnar hverju sinni. Nefndin hefur jafnframt eftirlit með störfum byggingarfulltrúa fyrir hönd sveitarstjórnar samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og verkefni er lúta að samgöngumálum sbr. vegalög nr. 80/2007.
54. grein
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á 54. gr. samþykkta Húnabyggðar þannig að sérstakt vald er framselt til skipulags- og byggingarfulltrúa um afgreiðslu mála á afgreiðslufundum um framkvæmdir sem eru innan gildandi skipulags Húnabyggðar, sem hér segir:
Á grundvelli heimildar 2.mgr. 42.gr. sveitarstjórnarlaga er byggingarfulltrúa falið að afgreiða án staðfestingar sveitarstjórnar, mál sem falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 með síðari breytingum og skilgreind eru sem verkefni byggingarnefnda í lögunum. Undanskildar frá slíkum afgreiðslum eru nafngiftir á götum, vegum og torgum. Byggingarfulltrúa er falið að taka ákvörðun um að grenndarkynna mál í neðangreindum málstilvikum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Við ákvörðun sína skal byggingarfulltrúi gæta þess að uppfylla ákvæði laga og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra, úthlutunar- og skipulagsskilmála sem og samþykktir sveitarfélagsins um byggingarmál, enda sé tryggt að byggingarnar séu innan nýtingarhlutfalls sveitarfélagsins skv. aðalskipulagi og skerði ekki hagsmuni aðliggjandi lóðarhafa. Ef athugasemdir berast við grenndarkynningu skal málinu vísað til skipulags- og samgöngunefndar til afgreiðslu að grenndarkynningartíma loknum en ef engar athugasemdir berast er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi án frekari aðkomu skipulags- og samgöngunefndar eða sveitarstjórnar:
a. Viðbyggingar við sumarhús þar sem útliti er ekki breytt og sama hæð eða lægri er á viðbyggingu og því húsi sem fyrir er. Viðbygging er innan byggingarreits og að lágmarki 10 metrar eru frá útvegg viðbyggingar að lóðarmörkum. Ef vafi leikur á lóðarmörkum skal byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og samgöngunefndar.
b. Viðbyggingar við íbúðarhús þar sem útliti er ekki breytt og sama hæð eða lægri er á viðbyggingu og því húsi sem fyrir er. Viðbygging er innan byggingarreits og að lágmarki 10 metrar eru frá útvegg viðbyggingar að lóðarmörkum. Ef vafi leikur á lóðarmörkum skal byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulagsnefndar- og samgöngunefndar.
c. Viðbyggingar við landbúnaðarbyggingar þar sem útliti er ekki breytt og sama hæð eða lægri er á viðbyggingu og því húsi sem fyrir er. Ef vafi leikur á lóðarmörkum eða landamörkum skal byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulagsnefndar- og samgöngunefndar.
d. Eitt lítið hús, s.s. gestahús, bílskúr (viðbygging eða stakstæður), vinnustofa o.þ.h. á lóð þar sem þegar er til staðar íbúðar- eða frístundahús, enda sé um að ræða hús sem er hluti þeirrar eignar sem fyrir er á lóðinni og eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
1. Húsið er innan byggingarreits eða innan 10 metra frá lóðarmörkum.
2. Flatarmál hússins sé að hámarki 40m² eða skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins.
3. Mesta hæð á þaki húss sé 3,5 metrar, mælt frá yfirborði jarðvegs.
Byggingarfulltrúi getur ávallt vísað máli til skipulags- og samgöngunefndar til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög, reglur, skipulag eða stefna eru ekki skýr eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi. Ef ætla má að aðili máls muni ekki sæta niðurstöðu byggingarfulltrúa skal byggingarfulltrúi vísa málinu til afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingum á samþykktum Húnabyggðar til síðari umræðu

2.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Breytingar á nefndarskipan
Forseti sveitarstjórnar, Guðmundur Haukur Jakobsson, lagði fram breytingatillögur á nefndarskipan hjá Húnabyggð sem fela í sér annars vegar að í Atvinnu- og menningarnefnd komi Guðjón Ebbi Guðjónsson inn sem aðalmaður í stað Magnúsar Vals Ómarssonar sem hefur beðist lausnar og hins vegar að varamenn B-lista í sveitarstjórn verði Elín Ósk Gísladóttir sem 2. varamaður B-lista og Agnar Logi Eiríksson sem 3. varamaður B-lista
Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (JG)

3.Félagsheimilið ehf.

2403016

Félagsheimilið ehf. Fundargerð stjórnar.
Lagt fram til kynningar

4.Fundargerð stjórnar Húnanets

2403015

Fundargerð stjórnar Húnanets.
Stjórn Húnanets leggur til við sveitarstjórn Húnabyggðar sem eiganda félagsins að sveitarfélagið leggi félaginu til 130.000.000kr. þannig að rekstrargrundvöllur þess verði tryggður. Að öðrum kosti skoði sveitarfélagið að selja félagið. Húnanet hefur um árabil ekki staðið undir þeim kostnaði sem liggur á félaginu og rekstrarhagnaður dugar ekki til að greiða af lánum félagsins

Grímur óskaði eftir fundarhléi klukkan 15:29, fundurinn hélt áfram 15:38

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að láta gera þriggja ára rekstraráætlun fyrir Húnanet og leggja fyrir sveitarstjórn áður en afstaða er tekin um framtíð félagsins.
Einnig séu skoðaðir valkostir fyrir fjármögnun félagsins til framtíðar.

5.Fundargerðir Fasteignafélags Húnabyggðar

2403014

Fundargerðir stjórnar Fasteignafélags Húnabyggðar
Fundargerð stjórnar Fasteignafélags Húnabyggðar frá 19.12.2023 lögð fram tilkynningar.

Fundargerð stjórnar Fasteignafélags Húnabyggðar frá 7. mars 2024
Birgir Þór, Ragnhildur og Jón véku af fundi undir þessum lið.

Greinargerð frá Stefáni Ólafssyni hrl. sem lögð var fyrir fundinn, málinu vísað til sveitarstjórnar.

Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Þann 12. desember 2023 var lögð fram stefna í héraðsdómi Norðurlands vestra af hálfu Húnavalla ehf. gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. vegna kröfu að fjárhæð kr. 12.788.107 ásamt dráttarvöxtum frá 2. janúar 2023 til greiðsludags. Krafan er sögð byggð 13. gr. leigusamnings frá 12. september 2019. Samningnum var þinglýst þann 23. maí 2022. Stefndi lagði fram greinargerð þann 13. febrúar 2024. Þar kemur m.a. fram að þinglýsti samningurinn var ekki sá sami og lagður var fyrir stjórn Fasteignafélags Húnavatnshrepps ehf. og síðar sveitarstjórn Húnavatnshrepps og virðist sem efni samningsins hafi verið breytt án nokkurrar heimildar eða vitundar stjórnar Fasteignafélags Húnavatnshrepps ehf. eða sveitarstjórnar Húnavatnshrepps.

Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

6.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11

2402004F

Fundargerð 11. fundar Atvinnu- og menningarnefndar lögð fram til staðfestingar á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

  • 6.1 2402012 Viðburðir 2024
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11 Farið var yfir helstu viðburði ársins sem vanalega eru haldnir og/eða hafa verið haldnir eins og Prjónagleði, Húnavaka, Smábæjaleikar og Vatnsdalshátíð. Þá voru einnig ræddar hugmyndir um nýja viðburði eins og Rabbarahátíð, Kartöflukæti, Sumarhátíð um verslunarmannahelgi , Slátur í Húnabyggð o.fl.
    Stofnaður hefur verið stýrihópur um skipulagningu þessara viðburða og af gefnu tilefni þá er bent á að áhugasömu fólki er velkomið að taka þátt í þeim undirbúningi
  • 6.2 2402013 Styrkir
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11 Eftirfarandi styrkveitingar hafa borist:
    -Vatnsdæluhátið 900.000kr.
    -Húnavaka 600.000kr.
    -Haust í Húnabyggð 500.000kr.
    -Rathlaupaverkefni tengt Vatnsdalshátíð 300.000kr.
    Enn hefur ekki öllum styrkumsóknum verið svarað og þá er vert að minnast á að félagið Sýndarveruleiki ehf. á Sauðárkróki fékk 2.500.000kr. styrk til gerðar lausnar til að miðla upplýsingum um Þrístapa í gegnum snjalltæki.
  • 6.3 2211005 Þrístapar
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11 Farið var yfir stöðu verkefnisins sem er að emstu lokið og minniháttar frágangur eftir sem kláraður verður í vor. Klósettið er opið og allt virðist virka samkvæmt áætlun. Ákveðið að halda formlega opnunarhátíð á Húnavökunni.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11 Rætt vítt og breytt um atvinnumál og stefnumótun í þeim málaflokki sem nú er í vinnslu. Húnabyggð er með metnaðarfulla fjárfestingaáætlun og ýmiskonar verkefni eru í farvatninu. Gott væri ef áætlunin væri sýnileg öllum og það er ekkert sem mælir á móti því, en framkvæmdaáætlun er í vinnslu og hún tekur sífelldum breytingum t.d. vegna ytri aðstæðna og því ekki hægt að leggja hana fram í byrjun árs sem fastmótaða áætlun sem ekki tekur breytingum.
  • 6.5 2402005 Handverkshópur
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11 Formlegt erindi ekki komið frá hópnum og því ekki hægt að svara formlega. Sveitarstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni.
  • 6.6 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 11 Engin önnur mál rædd

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 55

2402007F

Fundargerð 55. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,3 og 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagðar fram nýjar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir nýjar akstursreglur fyrir fólk með fötlun, en reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Samþykkt samhljóða.
  • 7.2 2211012 Sorpmál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Húnabyggð starfar í úrgangsmálum samkvæmt gildandi útboði og á meðan nýtt útboð hefur ekki farið fram fer gjaldtaka eftir forsendum gildandi útboðs. Um þetta hafa komið upp ágreiningsefni í fleiri sveitarfélögum og úrskurðarnefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga hefur ályktað um slík deiluefni þar sem staðfest er að sveitarfélögum er heimilt að haga gjaldtöku vegna sorphirðu með þeim hætti að um væri að ræða jafnaðargjald á hverja gjaldskylda fasteign. Samantekt úrskurðunarnefndarinnar um þjónustugjöld má sjá hér https://www.samband.is/wp-content/uploads/2023/01/jonustugjold-almenn-umfjollun-lokautgafa.pdf.
    Húnabyggð vinnu að því að breyta skipulagi í úrgangsmálum og eitt af því sem tekið verður til skoðunar eru nýjar áherslur um að þeir borga sem henda þ.e. að magn skipti máli í gjaldtöku. Vonast er til að nýjar reglur í úrgangsmálum taki gildi í byrjun árs 2025.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta áætlunum um sölu á félagsheimilum en fyrir liggja verðmöt á öllum félagsheimilum sveitarfélagsins sem skoðuð verða á næstu mánuðum og endanlegar ákvarðanir um framhald þessa máls verða teknar fyrir vinnu að fjárhagsáætlun 2025 sem hefst á haustmánuðum. Samþykkt samhljóða.
  • 7.4 2402005 Handverkshópur
    Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Erindinu vísað til Menningar- og atvinnunefndar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 5.2. 2024, stílað á Húnabyggð og sveitarfélagið Skagafjörð, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna við hugmyndum Samgöngufélagsins um styttingu þjóðvegar 1 um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Sérstaklega er kallað eftir afstöðu til þess að gerð veganna verði fjármögnuð með veggjöldum þannig að hún taki ekki til sín fjármuni til annarra brýnna vegframkvæmda.

    Hugmyndir um svokallaða Húnavallaleið eru settar fram af einkaaðilum sem enga hagsmuni hafa á því svæði sem um ræðir og hafa ekkert samráð haft við sveitarfélagið um útfærslu eða skilgreiningu á forsendum verkefnisins.Fullyrðingar um aukið öryggi eru rangar og byggja ekki á haldbærum gögnum. Byggðarráð bendir á að vegir eru í boði á þessum kafla en þarfnast lagfæringar eins og fjölda vega í héraðinu.


    Byggðarráð hafnar hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 um svonefnda Húnavallaleið og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Þar sem gengið hefur verið frá sölu Húnabyggðar á hæðinni að Hnjúkabyggð 33, þarf að finna skrifstofu sveitarfélagsins nýja staðsetningu til framtíðar. Byggðarráð leggur til að skrifstofa sveitarfélagins færist að Húnabraut 5, sem sveitarfélagið festi nýlega kaup á, þegar starfsemi Skjólsins lýkur í lok núverandi skólaárs. Starfsemi Skjólsins verði færð á efri hæð að Húnabraut 6 og opni þar í upphafi skólaárs 2024-2025. Flutningar þessir eru þó háðir þeim fyrirvara að gagngerar endurbætur verði gerðar á húsnæðinu að Húnabraut 6, sett verður upp lyfta á milli hæða svo það verði gott aðgengi fyrir alla auk þess að innra byrði húsnæðisins verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi. Bókun fundar Samþykkt með 8 atkvæðum en einn sat hjá (GRL)
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagt fram til kynningar. Grímur Rúnar Lárusson er í kjöri sem varamaður í stjórn Lánasjóðs sveitarfélagana.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Byggðarráð fer fram á það við deiluaðila að þeir komi sér saman um nýja útfærslu á þeim samningi sem deilt er um og fái til þess aðstoð sveitarfélagsins ef með þarf. Þá felur Byggðarráð sveitarstjóra að fá lögfræðiálit á réttarstöðu sveitarfélagins í umræddum samningi og mögulegri deilu áður en ákvörðun er tekin af hálfu sveitarfélagins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með samningsaðilum. Bókun fundar Jón Gíslason og Sverrir Þór Sverrisson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

    Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun Byggðaráðs um að fela sveitastjóra að fá lögfræðiálit á réttarstöðu sveitarfélagsins vegna samnings um smölun á Sauðadal á meðan látið er á það reyna hvort aðilar nái samkomulagi um nýjan samning.

    Ragnhildur óskaði eftir fundarhléi klukkan 16:08, fundurinn hélt áfram 16:18.

    Samþykkt af sveitarstjórn með fimm atkvæðum (JG,SÞS,BÞH,RH og EA) á móti voru (ZAL,GHJ,ASS,GRL)

    Zophonías Ari óskaði eftur fundarhléi klukkan 16:22, fundurinn hélt áfram 16:29

    ZAL,GHJ,ASS og GRL lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Ósk um lögfræðiálit er eingöngu ætlað til að skýra aðkomu sveitarfélagsins að málinu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Fyrir fundinum lá kynning á fyrirhugaðar forsetakosningar, en kosningar utankjörfundar skulu byrja 2. maí og kjördagur er 1. júní. Byggðarráð samþykkir að kjörstaður sveitarfélagsins verði í Norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 55 Lagt fram til kynningar

8.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13

2402008F

Fundargerð 13. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Lagt fram til undirritunar
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Þórhalla skólastjóri fór yfir nokkur atriði skólastarfsins. Nú séu yfirstandi árhátíðardagar hjá unglingadeild og mikið um uppbrot.Árshátíðin sjálf verður svo 29. febrúar.
    Vinna við skólastefnu stendur yfir, hún byggist á Aðalnámskrá og skólastefnu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið vinnur að stefnumótun og í framhaldi verður haldið skólaþing þar sem haldið verður áfram með framtíðarsýn og gildin og byrjað að móta skólastefnu Húnaskóla.
    Árið 2023 sóttu skólastjórnendur um styrki úr Sprotasjóði og fékkst ágæt upphæð til starfsþróunar fyrir starfsfólk. Áhersla var lögð á samskipti, góðan bekkjaranda og læsi eins og skólastjóri hefur áður sagt að séu helstu áhersluatriði í nýstofnuðum Húnaskóla.
    Kennarar hafa sótt námskeið um bekkjarfundi sem miða að vinnu við betri samskipti og bekkjaranda. Þá hafa þeir einnig sótt námskeið um byrjendalæsi og Orð af orði.
    Lestrarömmu og -afa verkefnið hefur verið í allan vetur.
    Vinna við skóladagatal næsta árs er hafið.
    Skólaakstur gengur vel en skólastjóri og sveitarstjóri munu funda í vikunni með fulltrúa Vegagerðarinnar vegna snjómokstur.
    Skólamaturinn gengur vel og eru langflestir nemendur skráðir í mat.
    Þórhalla fór að lokum yfir framkvæmdir í og við skólann.
  • 8.3 2207026 Starfsmannamál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Í skólanum nú eru 182 nemendur. Þórhalla fór yfir þau stöðugildi sem nú eru í skólanum og hvaða þörf er á kennurum og starfsfólki í haust.

    Nú þegar er ljóst að auglýsa þarf nokkur störf fyrir næsta skólaár. Fræðslunefnd beinir því til skólastjórnenda að auglýsa þau störf sem allra fyrst. Ef frekari breytingar verða á starfsmannahópi skal auglýsa það um leið og hægt er.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Erindinu frestað til næsta fundar nenfdarinnar
  • 8.5 2402032 Vinnuskólinn 2024
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Pétur sveitarstjóri fór yfir málefni Vinnuskólans. Húnabyggð og Landsvirkjun ætla að vera í samstarfi varðandi elsta hópinn. Umræður urðu um Vinnuskólann og nemendur hans. Einnig rætt um áframhaldandi samstarf við leikskólann. Sveitartjóri mun vinna áfram að málinu.

    Fulltrúar grunnskólans véku af fundi 16:23
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Sigríður leikskólastjóri fór yfir nokkur mál er varða leikskólann:
    Flutningur yngstu deildar í húsnæði við Félagsheimilið á Blönduósi fór fram í nóvember. Deildin heitir Vallaból en við tilkomu deildarinnar lokaði Vallaból á Húnavöllum og tókst flutningurinn vel. Nemendafjöldi á Vallabóli er 10.
    Viðhald og endurbætur innan sem utandyra á starfstöðvum.
    Niðurstöður foreldrakönnunar er að vænta í apríl og verður hún kynnt starfsfólki, fulltrúum foreldra og Fræðslunefnd. Í kjölfarið verður unnin áætlun um hvernig og hvenær á að laga og bæta það sem þarf.
    Stofnað hefur verið teymi innan leikskólans til að endurvekja verkefnið Vinátta, verkefnið hefur það að markmiði að þjálfa félagsfærni, samskipti og stuðlar að góðum skólabrag.
    Stafsfólk hafa hlotið kynningu á farasældarlögum og er Jenný Lind Gunnarsdóttir tengiliður farsældar í leikskólanum. (farsaeldbarna.is)
    Í vinnslu nú er endurskoðun á áætlunum, námskrá og handbókum.
    Að lokum undir þessum lið fór Sigríður yfir náms- og kynnisferð starfsfólks skólanna til Finnlands sem farin var í nóvember sl.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Lagt fram til kynningar
  • 8.8 2207026 Starfsmannamál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Í skólanum nú eru 80 nemendur. Sigríður fór yfir þau stöðugildi sem nú eru í skólanum.

    Nú þegar er ljóst að auglýsa þarf nokkur störf fyrir næsta skólaár til að uppfylla viðmið reglugerðar um menntunarstig. Fræðslunefnd beinir því til skólastjórnenda að auglýsa þau störf sem allra fyrst. Ef frekari breytingar verða á starfsmannahópi skal auglýsa það um leið og hægt er.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 13 Farið var yfir stöðu mála á undirbúningi byggingar nýs 685 fm. leikskóla sem staðsettur yrði norðan við Barnabæ. Kynnt var breyting á deiliskipulagi og teikningu í vinnslu af nýjum leikskóla. Núverandi húsnæði Barnabæjar verði áfram nýtt fyrir elstu árgangana (3 deildir) og breytingar gerðar á því í samræmi við breytt skipulag m.a verður eldhúsi breytt í listasmiðju og starfsmannaaðstaða nýtist fyrir þá starfsmenn sem vinna í húsinu. Í nýbyggingunni verða yngri árgangar (4 deildir) ásamt móttökueldhúsi og matsal sem nýtist leikskólanum í heild ásamt starfsmannarými. Skólalóð verði breytt í tengslum við nýbygginguna og gert er ráð fyrir ungbarnaleiksvæði. Gert er ráð fyrir stækkunarmöguleika við nýju bygginguna. Unnið er að gerð útboðsgagna verkefnisins en endanlega ákvörðun um framkvæmd verkefnisins bíður meðferðar sveitarstjórnar.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 21

2403001F

Fundargerð 21. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,4 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir og leiðrétta hverjir eru skráðir fundarritarar á fundum skipulags- og byggingarnefndar en svo virðist sem formaður nefndarinnar sé skráður sem fundarritari sem er ekki rétt.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

  • Skipulags- og byggingarnefnd - 21 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að gengið verði frá skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og áherslur nefnarinnar og hún lögð fyrir sveitarstjórn. Lýsingin verði síðan kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag gamla bæjarins en áréttar að ákvæði um lóðamál verði nákvæmari í lokáútgáfu skipulagslýsingarinnar. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að ljúka gerð skipulagslýsingarinnar sem efnislega er samþykkt og koma henni í auglýsingu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 21 Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
    Nefndin fagnar fyrirhuguðum vegabótum í sveitarfélaginu, en óskar eftir frekari gögnum um fyrirhugaðar framkvæmdir og leyfi landeigenda.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 21 Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna um snjómokstur í dreif-og þéttbýli sveitarfélagsins. Stefnt er að útboði á snjómokstri í sveitarfélaginu sem tæki gildi næstkomandi vetur.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 21 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags-og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið samkvæmt 1. mgr. 55. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Grennarkynningin skal ná til eftirtaldra aðila.
    Flúðabakka 1,3 og 4.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir Flúðabakka ehf. við Flúðabakka samkvæmt 1.mgr.44 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 21 Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu.
    Grenndarkynningin skál ná til eftirfarandi húseigenda:
    Hlíðabraut 16,17 og 18.
    Heiðarbraut 14.
    Bókun fundar GHJ vék af fundi undir þessum lið.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir við Hlíðarbraut 15

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 56

2403003F

Fundargerð 56. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,2,5,11,12 og 13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

    Byggðarráð samþykkir að breyta skipulagi í Brautarhvammi þannig að götur svæðisins falli undir gatnakerfi sveitarfélagins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að breyta lóðaskipulagi í samræmi við þessa ákvörðun og tilkynna breytt fyrirkomulag til þeirra er málið varðar.
    Bókun fundar GHJ,GRL og ZAL véku af fundi undir þessum lið.
    Fyrir fundinum lá minnisblað Skipulag- og byggingafulltrúa varðandi forssögu gatnagerðar í Brautahvammi.
    Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun Byggðarráðs með 4 atkvæðum en tveir sátu hjá(JG,SÞS)
  • 10.2 2402010 Snjómokstur
    Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

    Byggðarráð samþykkir að breyta skipulagi við Skúlabraut þannig að gata við Skúlabraut 1-9 falli undir gatnakerfi sveitarfélagins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að breyta lóðaskipulagi í samræmi við þessa ákvörðun og tilkynna breytt fyrirkomulag til þeirra er málið varðar.
    Bókun fundar GHJ,GRL og ZAL véku af fundi undir þessum lið.
    Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun Byggðarráðs samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðarráð samþykkir viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við verktaka þessa samkomulags og kynna nýtt verklag fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun Byggðarráðs
  • 10.6 2310014 Dreifnám FNV
    Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðaráð samþykkir drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun á dreifnámi á Hvammstanga og Blönduósi og skipar Auðun Stein Sigurðsson sem fulltrúa Húnabyggðar í starfshópinn.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðaráð hafnar beiðni Rarik um strenglögn í landi sveitarfélagsins við Enni þar sem fyrirhuguð lagnaleið fer um vatnsverndarsvæði og framtíðar skógræktar- og útivistarsvæði Húnabyggðar. Byggðaráð óskar eftir því að önnur leið verði skilgreind t.d. meðfram nýjum Þverárfjallsvegi. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að fá teikningu af legu strengsins yfir allt landssvæði sem tilheyrir Enni.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðarráð samþykkir beiðni um strenglögn um land Húnavalla fyrir sitt leiti, en lega strengsins sunnan Reykjabrautar tilheyrir landi Reykja.
  • 10.9 2403008 Umsókn
    Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðarráð fagnar ákvörðun Náttúrfræðistofnunnar um að ísbjörninn Snædís Karen fái að koma aftur heim og bindur vonir við að af þessu geti orðið sem fyrst.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðaráð samþykkir framlagðar reglur um tímabundna niðurfellingu gatnargerðagjalda af byggingum par- eða raðhúsa á lóðum við Flúðabakka við þegar tilbúna götu við Flúðabakka. Niðurfellingin gildi til desember 2024. Bókun fundar Sveitarsjórn staðfestir bókun Byggðarráðs
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðaráð samþykkir framlagðan samning við Flúðabakka ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram þannig að framkvæmdir geti hafst sem fyrst. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun Byggðarráðs
  • 10.13 2301003 Byggðakvóti
    Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Byggðarráð samþykkir uppfærðar sérreglur Húnabyggðar um úthlutun byggðarkvóta. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi en undirbúningur framkvæmda við Íþróttamiðstöð, Skjólins og nýs stjórnsýsluhúss eru í undirbúningi og framkvæmdir sumra þeirra þegar hafnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.

11.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 8

2402009F

Fundargerð 8. fundar Íþrótta- tómstunda- og lýðheilsunefndar lögð fram til staðfestingar á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 8 Katrín Benediktsdóttir,fór yfir aðsóknartölur í sundlaugina og íþróttamiðstöðina á árinu 2023. Umræður urðu um opnunartíma og stundatöflu í Íþróttamiðstöðinni. Pétur Arason fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2024 en m.a. er ráðgert að infrarauð sauna verði sett upp sem og að skipt verði um gólf í íþróttasalnum.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 8 Vísað er til 6. liðar á 55. fundi Byggðaráðs Húnabyggðar frá 22. febrúar 2024 þar
    sem eftirfarandi var bókað:

    Húsnæðismál sveitarfélagsins

    Þar sem gengið hefur verið frá sölu Húnabyggðar á hæðinni að Hnjúkabyggð 33, þarf að finna skrifstofu sveitarfélagsins nýja staðsetningu til framtíðar. Byggðarráð leggur til að skrifstofa sveitarfélagins færist að Húnabraut 5, sem sveitarfélagið festi nýlega kaup á, þegar starfsemi Skjólsins lýkur í lok núverandi skólaárs. Starfsemi Skjólsins verði færð á efri hæð að Húnabraut 6 og opni þar í upphafi skólaárs 2024-2025. Flutningar þessir eru þó háðir þeim fyrirvara að gagngerar endurbætur verði gerðar á húsnæðinu að Húnabraut 6, sett
    verður upp lyfta á milli hæða svo það verði gott aðgengi fyrir alla auk þess að innra byrði húsnæðisins verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.

    Umræður urðu í nefndinni um endurbætur á húsnæðinu að Húnabraut 6. Nefndin vill ítreka að húsnæðið verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.
  • 11.3 2402034 Skjólið - starfið
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 8 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, fór yfir mætingu í dagopnun á árinu 2023. Umræður urðu um það hvort 4. bekkur ætti að hafa aðgang að dagopnun Skjólsins og Skóladagheimilið verði bara fyrir 1.-3. bekk. Nefndin felur formanni að bjóða formanni fræðslunefndar á næsta fund nefndarinnar þar sem skörun dagopnunar Skjólsins
    og Skóladagheimilisins verður rædd fyrir næsta skólaár.
  • 11.4 2402035 Blönduósvöllur
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 8 Umræður urðu um fyrirkomulag reksturs á Blönduósvelli sumarið 2024. Nefndin vill leggja áherslu á að vallarsvæðið verði vel hirt í sumar og að undirbúningur svæðisins fyrir sumarið hefjist í tíma.
  • 11.5 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 8 Arnrún Bára Finnsdóttir lagði fram tillögu um að sveitarfélagið myndi gefa starfsfólki sínu einn klukkutíma á viku í hreyfingu til að stuðla að heilsueflandi lífsstíl. Nefndin tekur undir þetta og hvetur sveitarstjórn til að taka umræðuna um þetta. Bókun fundar Sveitarstjórn hafnar erindinu en er sammála um að stuðla þurfi að heilsueflandi lífsstíl starfsmanna sveitarfélagsins.

12.Kjarasamningar - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar

2403022

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar yfirlýsingu vegna nýrra kjarasamninga
Elín óskaði eftir fundarhléi 17:51, fundurinn hélt áfram 18:02

Sveitarstjórn fagnar því að samningar hafi náðst á vinnumarkaði og lýsir sig tilbúna til að leggjast á árarnar þannig að samstaða náist um þau mál er varða aðkomu sveitarfélaga að samningunum. Sveitarstjórn vill þó minna á að umræðan um gjaldskrárhækkanir er mjög einhæf og stundum villandi. Gjaldskrár sveitarfélaga eru mjög mismunandi og prósentuhækkanir segja ekki alla söguna um hvernig sveitarfélög veita og þróa þjónustu við íbúana. Það eru grunngjaldið (upphæð í krónutölu) sem verið er að hækka sem skiptir mestu máli. Sveitarstjórn Húnabyggðar mun bregðast við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans með þeim fyrirvara að ríkið komi að málum eins og lagt er upp með. Sveitarstjórn leggur áherslu á að tryggja þarf aðkomu ríkisins til framtíðar að málaflokknum svo kostnaður hafni ekki í fanginu á sveitarfélögum að samningstímanum loknum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?