55. fundur 22. febrúar 2024 kl. 15:00 - 17:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Reglur um akstur fatlaðra einstaklinga

2301020

Akstursmál fatlaðra
Lagðar fram nýjar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Sorpmál

2211012

Minnsblað Byggingafulltrúa er varðar vísuðum erindum til hans eftir síðasta fund Byggðarráðs
Húnabyggð starfar í úrgangsmálum samkvæmt gildandi útboði og á meðan nýtt útboð hefur ekki farið fram fer gjaldtaka eftir forsendum gildandi útboðs. Um þetta hafa komið upp ágreiningsefni í fleiri sveitarfélögum og úrskurðarnefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga hefur ályktað um slík deiluefni þar sem staðfest er að sveitarfélögum er heimilt að haga gjaldtöku vegna sorphirðu með þeim hætti að um væri að ræða jafnaðargjald á hverja gjaldskylda fasteign. Samantekt úrskurðunarnefndarinnar um þjónustugjöld má sjá hér https://www.samband.is/wp-content/uploads/2023/01/jonustugjold-almenn-umfjollun-lokautgafa.pdf.
Húnabyggð vinnu að því að breyta skipulagi í úrgangsmálum og eitt af því sem tekið verður til skoðunar eru nýjar áherslur um að þeir borga sem henda þ.e. að magn skipti máli í gjaldtöku. Vonast er til að nýjar reglur í úrgangsmálum taki gildi í byrjun árs 2025.

3.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Dalsmynni
Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Handverkshópur

2402005

Erindi frá Handverkshópnum er varðar húsnæðismál
Erindinu vísað til Menningar- og atvinnunefndar

5.Skoðanakönnun um svonefnda Húnavallaleið

2402021

Erindi frá Samgöngufélaginu um gerð skoðunarkönnunar um Húnavallaleið
Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 5.2. 2024, stílað á Húnabyggð og sveitarfélagið Skagafjörð, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna við hugmyndum Samgöngufélagsins um styttingu þjóðvegar 1 um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Sérstaklega er kallað eftir afstöðu til þess að gerð veganna verði fjármögnuð með veggjöldum þannig að hún taki ekki til sín fjármuni til annarra brýnna vegframkvæmda.

Hugmyndir um svokallaða Húnavallaleið eru settar fram af einkaaðilum sem enga hagsmuni hafa á því svæði sem um ræðir og hafa ekkert samráð haft við sveitarfélagið um útfærslu eða skilgreiningu á forsendum verkefnisins.Fullyrðingar um aukið öryggi eru rangar og byggja ekki á haldbærum gögnum. Byggðarráð bendir á að vegir eru í boði á þessum kafla en þarfnast lagfæringar eins og fjölda vega í héraðinu.


Byggðarráð hafnar hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 um svonefnda Húnavallaleið og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Húsnæðismál sveitarfélagsins

2402019

Húsnæðismál sveitarfélagsins
Þar sem gengið hefur verið frá sölu Húnabyggðar á hæðinni að Hnjúkabyggð 33, þarf að finna skrifstofu sveitarfélagsins nýja staðsetningu til framtíðar. Byggðarráð leggur til að skrifstofa sveitarfélagins færist að Húnabraut 5, sem sveitarfélagið festi nýlega kaup á, þegar starfsemi Skjólsins lýkur í lok núverandi skólaárs. Starfsemi Skjólsins verði færð á efri hæð að Húnabraut 6 og opni þar í upphafi skólaárs 2024-2025. Flutningar þessir eru þó háðir þeim fyrirvara að gagngerar endurbætur verði gerðar á húsnæðinu að Húnabraut 6, sett verður upp lyfta á milli hæða svo það verði gott aðgengi fyrir alla auk þess að innra byrði húsnæðisins verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.

7.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

2202017

Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar. Grímur Rúnar Lárusson er í kjöri sem varamaður í stjórn Lánasjóðs sveitarfélagana.

8.Fjallskiladeildir Auðkúluheiðar og Grímstungu- og Haukagilsheiða

2312005

Umbeðið minnisblað vegna uppsagnar á samningi um Sauðadal
Byggðarráð fer fram á það við deiluaðila að þeir komi sér saman um nýja útfærslu á þeim samningi sem deilt er um og fái til þess aðstoð sveitarfélagsins ef með þarf. Þá felur Byggðarráð sveitarstjóra að fá lögfræðiálit á réttarstöðu sveitarfélagins í umræddum samningi og mögulegri deilu áður en ákvörðun er tekin af hálfu sveitarfélagins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með samningsaðilum.

9.Forsetakosningar 2024

2402029

Forsetakosningar 2024
Fyrir fundinum lá kynning á fyrirhugaðar forsetakosningar, en kosningar utankjörfundar skulu byrja 2. maí og kjördagur er 1. júní. Byggðarráð samþykkir að kjörstaður sveitarfélagsins verði í Norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.

10.Fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2402026

Fundargerð 942. fundar stjórnar SÍS
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerð 103. fundar stjórnar SSNV

2402025

Fundargerð 103. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerð 16. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks

2402024

Fundargerð 16. fundar fagráðs
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerð 45. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

2402023

Fundargerð 45. fundar fagráðs
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?