11. fundur 12. febrúar 2024 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Þóra Sverrisdóttir varamaður
    Aðalmaður: Kristófer Kristjánsson
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viðburðir 2024

2402012

Viðburðir ársins
Farið var yfir helstu viðburði ársins sem vanalega eru haldnir og/eða hafa verið haldnir eins og Prjónagleði, Húnavaka, Smábæjaleikar og Vatnsdalshátíð. Þá voru einnig ræddar hugmyndir um nýja viðburði eins og Rabbarahátíð, Kartöflukæti, Sumarhátíð um verslunarmannahelgi , Slátur í Húnabyggð o.fl.
Stofnaður hefur verið stýrihópur um skipulagningu þessara viðburða og af gefnu tilefni þá er bent á að áhugasömu fólki er velkomið að taka þátt í þeim undirbúningi

2.Styrkir

2402013

Styrkveitingar
Eftirfarandi styrkveitingar hafa borist:
-Vatnsdæluhátið 900.000kr.
-Húnavaka 600.000kr.
-Haust í Húnabyggð 500.000kr.
-Rathlaupaverkefni tengt Vatnsdalshátíð 300.000kr.
Enn hefur ekki öllum styrkumsóknum verið svarað og þá er vert að minnast á að félagið Sýndarveruleiki ehf. á Sauðárkróki fékk 2.500.000kr. styrk til gerðar lausnar til að miðla upplýsingum um Þrístapa í gegnum snjalltæki.

3.Þrístapar

2211005

Þrístapar
Farið var yfir stöðu verkefnisins sem er að emstu lokið og minniháttar frágangur eftir sem kláraður verður í vor. Klósettið er opið og allt virðist virka samkvæmt áætlun. Ákveðið að halda formlega opnunarhátíð á Húnavökunni.

4.Húnabyggð - Atvinnumál

2308030

Atvinnumál
Rætt vítt og breytt um atvinnumál og stefnumótun í þeim málaflokki sem nú er í vinnslu. Húnabyggð er með metnaðarfulla fjárfestingaáætlun og ýmiskonar verkefni eru í farvatninu. Gott væri ef áætlunin væri sýnileg öllum og það er ekkert sem mælir á móti því, en framkvæmdaáætlun er í vinnslu og hún tekur sífelldum breytingum t.d. vegna ytri aðstæðna og því ekki hægt að leggja hana fram í byrjun árs sem fastmótaða áætlun sem ekki tekur breytingum.

5.Handverkshópur

2402005

Erindi frá Handverkshóp - úrvinnslu vísað til Atvinnu- og menningarnefndar af Byggðárráði
Formlegt erindi ekki komið frá hópnum og því ekki hægt að svara formlega. Sveitarstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni.

6.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Engin önnur mál rædd

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?