21. fundur 06. mars 2024 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Agnar Logi Eiríksson boðaði forföll og í hans stað mætti Grímur RúnarLárusson

1.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311019

Tekin var fyrir skipulagslýsing vegna deiliskipulags gamla bæjarins. Þar er gerð grein fyrir viðfangsefnum skipulagsvinnunnar, áherslum sveitarstjórnar, helstu forsendum og fyrirhugðu skipulagsferli.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að gengið verði frá skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og áherslur nefnarinnar og hún lögð fyrir sveitarstjórn. Lýsingin verði síðan kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna fimm efnistökusvæða

2402037

Magnús Björnsson fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sem felur í sér að fimm ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.

Ný efnistökusvæði eru: Nautabúsnáma (200.000 m3, gömul náma), Hjalli Syðri-Löngumýri (200.000 m3, ný náma), Leitiás (300.000 m3, gömul náma), Ás gengt Tindum ( 350.000 m3, ný náma) og Suðurás ( 200.000 m2, ný náma). Þá er lýsingu á efnistölusvæðinu Hnjúksnáma breytt og magn skilgreint sem 200.000 m3.
Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Nefndin fagnar fyrirhuguðum vegabótum í sveitarfélaginu, en óskar eftir frekari gögnum um fyrirhugaðar framkvæmdir og leyfi landeigenda.

3.Reglur um snjómokstur í sveitarfélaginu

2301002

Á 54 fundi byggðarráðs þann 8. febrúar 2024 var skipulags-og byggingarnefnd falin endurskoðun á snjómokstursreglum Húnabyggðar.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna um snjómokstur í dreif-og þéttbýli sveitarfélagsins. Stefnt er að útboði á snjómokstri í sveitarfélaginu sem tæki gildi næstkomandi vetur.

4.Húnabyggð - Úthlutun lóða

2303035

Á 43. fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 9. nóvember 2023 var eftirfarandi bókan.



Umsókn um lóð við Flúðabakka

Sigurður Örn Ágústsson fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um lóð á Flúðabakka.

Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf. Vilyrði þetta gildir í þrjá mánuði.



Byggingaáform þarf að leggja fyrir Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags-og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið samkvæmt 1. mgr. 55. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grennarkynningin skal ná til eftirtaldra aðila.
Flúðabakka 1,3 og 4.

5.Umsókn um byggingarleyfi vegna endurbóta

2402031

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi frá Guðbjarti Ólafssyni fyrir hönd eigenda Hlíðarbrautar 15.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu.
Grenndarkynningin skál ná til eftirfarandi húseigenda:
Hlíðabraut 16,17 og 18.
Heiðarbraut 14.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?