20. fundur 13. júní 2023 kl. 16:00 - 20:06 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því í byrjun fundar að bæta við tveimur málum.
Aðalfundarboð Ámundarkinnar ehf. og yrði það liður 12
Kosningar samkvæmt samþykktum Húnabyggðar og yrði það liður 13

Samþykkt samhljóða

1.Vegagerðin - Svarbréf

2306002

Svarbréf frá Vegagerðinni vegna girðingar við Þverárfjallsveg
Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir óánægju sinni með það að Vegagerðin taki ekki undir óskir um girðingar meðfram Þverárfjallsveginum. Óánægjan snýst ekki síst um röksemdafærsluna sem byggir annars vegar á kostnaðarmati en hins vegar á því að á þessum vegarkafla séu tiltölulega fá slys eða 1,5 á ári vegna lausagöngu fjár. Tekið er sérstaklega fram að á vegarkaflanum frá Gljúfrá inn á Blönduós sem eru um 22km séu að jafnaði fjögur slys á ári vegna lausagöngu fjár. Það er mat sveitarstjórnar að 1,5 slys á ári sé of mikið og fjögur slys á ári sé allt of mikið. Þetta er tjón sem ómögulegt er að sjá fyrir hversu alvarlegt er og getur í verstu tilfellum þýtt alvarleg slys á fólki svo ekki sé talað um bifreiðar og búfénað. Í þessu samhengi skýtur skökku við að Vegagerðin sjái í sumum sveitarfélögum um girðingar meðfram þjóðvegi 1 en öðrum ekki. Sveitarstjórn Húnabyggðar telur þetta mögulega brot á jafnræðisreglu og þetta þurfi að laga sem fyrst.

2.Erindi til Skipulagsstofnunar vegna breytingar á deilliskipulagi við leikskóla

2306003

Erindi til Skipulagsstofnunar vegna breytinga á deiliskipulagi við leikskólann Barnabæ
Sveitarstjórn hefur kynnt sér málið sem er mikilvægt vegna uppbyggingu grunninnviða sveitarfélagsins og ályktar að breyting á skipulagi sé óveruleg miðað við þau viðmið sem notuð eru í gátlista Skipulagsstofnunar um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Sveitarstjórn Húnabyggðar óskar eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði beiðnina sem óverulega breytingu á aðalskipulagi þannig að tryggja megi uppbyggingu nýs leikskóla.

3.Erindi til Skipulagsstofnunar vegna Blöndulundar

2306004

Erindi til Skipulagsstofnunar vegna Blöndulundar.
Núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu á Íslandi er þannig útfærð að takmarkaður ábati skilar sér til nærumhverfis vindorkuframleiðslu og áhrifin geta í sumum tilfellum verið verulega neikvæð. Ekki er hægt að heimila slíka uppbyggingu í núverandi lagaumgjörð. Á meðan ekki liggja fyrir samþykkt lög um vindorkuframleiðslu hefur sveitarfélagið engar forsendur til að meta möguleg áhrif vindorkuuppbyggingar á nærumhverfið. Sveitarstjórn Húnabyggðar er hlynnt ábyrgri nýtingu auðlinda, en til þess að hún sé samfélaginu til hagsbóta þarf laga- og skattaumgjörð að vera þannig að hún sé sanngjörn á milli nærumhverfis orkuframleiðslu og notenda orkunnar. Á grundvelli 7. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 óskar sveitarstjórn Húnabyggðar eftir því við Skipulagsstofnun að fresta ákvörðun um landnotkun fyrir Blöndulund samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætlun í allt að tíu ár. Skal á meðan fresturinn stendur fara með þann kost eins og kosti í biðflokki. Sveitarstjórn Húnabyggðar fagnar því að búið sé að skipa starfshóp um breytingar á orkulögum og hvetur yfirvöld til að hraða vinnu starfshópsins sem frekast er kostur þannig að ná megi samkomulagi við sveitarfélög landsins í þessu máli og tryggja þannig örugga og skilvirka uppbyggingu orkukerfisins.

4.Húnabyggð - Verkefnastaða sveitarfélagsins

2306005

Verkefnastaða sveitarfélagsins
Sveitarstjóri fór yfir stöðu helstu verkefna sveitarfélagsins sem er mörg og mismunandi í stærð, umfangi og flækjustigi. Töluverðar breytingar hafa verið í kjölfar sameiningarinnar og vinna sem tengist sameiningunni er ennþá í gangi og mun vera að minnsta kosti út þetta ár.

5.Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar 12. fundar frá 7. júní

2306006

Fundargerð 12. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Allir liðir þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
1 - Steiná 3 lóð 1, umsókn um niðurrif
2305004

Sótt er um niðurrif á geymslu matshluta 03, sem stendur við íbúðarhúsið að Steiná III lóð 1.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á geymslu mhl 03 í landi Steiná III lóð 1, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðulands vestra. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Sveitarstjórn samþykkir niðurrif með 9 atkvæðum samhljóða

2. HB - Húnabraut 29, umsókn um byggingarheimild.
2305002

Sótt er um leyfi fyrir 201,7 m² nýbyggingu við suð/vestur hlið núverandi iðnaðarhúss Trésmiðjunnar Stíganda ehf. kt. 550793-2459. Nýbygging yrði matshluti 07 á lóðinni miða við fasteignaskrá og skráist sem þrjár einingar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimild með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir aðliggjandi nágranna við Húnabraut 27.

Sveitarstjórn samþykkir byggingarheimildina með fyrirvara um grenndarkynningu.

3.Hólabær-fjósbygging
2205001

Unmsókn um byggingarleyfi fyrir 770m² fjósbyggingu í landi Hólabæjar. Fyrirhuguð er að byggja neðan þjóðvegar á móts við núverandi fjárhús. Fjósið verður með steyptum haugkjallara, yfirbygging verður úr límtré og klædd með yleiningum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita byggingarleyfi fyrir 770m² fjósbyggingu í landi Hólabæjar með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.

Sveitarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum byggingarheimild fjósbyggingar í landi Hólabæjar með fyrirara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands

4.HB - Stekkjarvík, umsókn um framkvæmdarleyfi.
2305003

F.h Norðurás bs. er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á urðunarhólfi í Stekkjarvík í landi Sölvabakka í Húnabyggð eins og fyrri áætlanir hafa gert ráð fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið með 9 atkvæðum

5.HB - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara.
2303002

Míla óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á eftirfarandi svæðum, Efstabraut, Heiðarbraut, Hlíðarbraut, Holtabraut, Hólabraut, Melabraut, Urðarbraut, Mýrarbraut að austanverðu frá Sunnubraut að félagsheimili, frá Blöndubyggð 10 til Aðalgötu 6.

Míla óskar einnig eftir að fá aðstöðu fyrir geymslu á efni og tækjum á meðan framkvæmd stendur.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara og að verkefnið verði unnið í samráði við þjónustumiðstöð Húnabyggðar.
Nefndin leggur til að aðstaða fyrir geymslu á efni og tækjum á meðan framkvæmd stendur yfir verði unnið í samráði við sveitarstjóra.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið með 9 atkvæðum

6.HB - Melabraut 2 - Rafhleðslustöðvar.
2302008

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila uppsetningu á þremur rafhleðslustöðvum á bílastæði við Melabraut 2.

Sveitarstjórn heimilar uppsetningu þriggja rafhleðslustöðva við Melabraut 2 með 9 atkvæðum

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 30

2305005F

Fundargerð 30. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Gísli og Inga Elsa fóru yfir þróun viðskiptamódels síns og hvernig framtíðaráhorf þeirra um uppbyggingu eru. Þau óska eftir því að lóðamál verði kláruð sem fyrst í nýju deiliskipulagi. Bókun fundar ZAL vék af fundi þegar umræða fór fram undir þessum lið. Taka skal fram að ZAL var ekki viðstaddur þennan lið á fundi Byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Erindinu vísað til mótunar auðlindastefnu og sveitarstjóra falið að sjá um samskipti vegna fyrirspurnarinnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Sveitarstjóri kynnti áhuga tveggja mismunandi aðila á því að byggja búsetuúrræði fyrir eldri borgara. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með að áhugi skuli vera á því hjá ólíkum aðilum að byggja úrræði fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með aðilunum og koma framkvæmdum af stað sem fyrst.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Byggðaráð samþykkir svæðisáætlun um úrgang á Norðulandi en vekur athygli á því að sjálfbærni í úrgangsmálum sveitarfélaga fær lítið sem ekkert pláss sem er alvarlegt mál. Án sterkrar áherslu á sjálfbærni mun núverandi urðun í Stekkjarvík ekki minnka og í raun verður ekki séð fyrir endann á urðun nema að til komi stefnubreyting í þessum málum hjá sveitarfélögum á Norðulandi. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Byggðarráð samþykkir að þróa sameiginlegt leiksvæði allra barna á skólalóð grunnskólans og búa þannig um hnútana að öll börn óháð getu, færni eða aldri og fjölskyldur þeirra geti verið á sama svæðinu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara í viðræður við Yggdrasil um skógrækt í landi Ennis og innan Kúagirðingar sem verði mögulega framtíðar útivistarsvæði sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 30 Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja inn umsögn Húnabyggðar inn í samráðsgátt vegna vindorkuskýrslunnar.

7.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10

2305006F

Fundargerð 10. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,4,5 og 6þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10 Alda Stefánsdóttir, verkefnisstýra fagháskólanáms við Kennaradeild HA og Rannveig Oddsdóttir lektor við Kennaradeild HA mættu til fundarins á Teams. Þær kynntu fyrirhugaða námslínu sem ætlað er að efla fagmenntun í leikskólum með því að fjölga kennurum og að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf. Námslínan verður skipulögð sem fjarnám á vinnutíma auk kennslulota á Akureyri. Þátttaka starfsfólks Leikskóla Húnabyggðar er því háð samþykki stjórnenda leikskóla og sveitarstjórnar. A.m.k. tveir núverandi starfsmenn Leikskóla Húnabyggðar hafa lýst áhuga á að taka þátt í náminu. Fræðslunefnd telur málið þarft og líklegt til að efla mannauð leikskólans. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún gefi starfsfólki leikskólans færi á að taka þátt í umræddu námi. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samstarfið og felur sveitarstjóra og leikskólastjóra að vinna að útfærslu. Sveitarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar að málið sé þarft og líklegt til að efla mannauð leikskólans. Samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (BÞH-GRL)
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10 Á 15. fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar þann 14. febrúar var skipaður starfshópur, undir forystu sveitarstjóra, sem falið var að koma með tillögu að framtíðarskipulagi húsnæðismála leikskóla. Í hópnum eru auk sveitarstjóra, Sigríður B. Aadnegard leikskólastjóri, Elín Aradóttir fyrir hönd fræðslunefndar, Zophonías Ari Lárusson fyrir hönd skipulags- og bygginganefndar og Elvar I. Jóhannesson fyrir hönd Foreldrafélags leikskóla.
    Sveitarstjóri greindi frá vinnu hópsins, sem hefur hist reglulega á undanförnum mánuðum. Hópurinn vinnur nú að hugmyndum um byggingu nýs leikskólahúsnæðis við hlið núverandi lóðar Barnabæjar, en með þeirri byggingu og nýtingu eldra húsnæðis verður hægt að hýsa alla nemendur leikskólans á einum stað. Verið er að skoða byggingu einingahúss í samstarfi við Terra, en hluti hópsins heimsótti í apríl leikskólann Mánahvol í Garðabæ sem byggður var 2022 með sama hætti. Unnið er að þarfagreiningu vegna útfærslu byggingarinnar og einnig hafa verið grafnar prufuholur á skólalóðinni til undirbúnings jarðvegsskipta fyrir grunn. Hópurinn stefnir að því að skila af sér sinni vinnu fyrir sumarleyfi, en ákvörðun um framkvæmdir og tímaramma verður á höndum sveitarstjórnar.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10 Sigríður leikskólastjóri greindi frá áformum um skipulag starfsstöðva leikskólans á næsta skólaári. Leikskólinn verður líkt og á yfirstandandi skólaári rekinn á þremur stöðum, þ.e. 4 deildir á Barnabæ á Blönduósi, ein deild (Stóri-Fjallabær) verður áfram á efri hæð íþróttamiðstöðvar og ein deild á Vallabóli á Húnavöllum. Nemendur á Vallabóli verða nokkru færri en á núverandi skólaári, en nemendur á Stóra Fjallabæ nokkru fleiri. Gerðar verða ákveðnar skipulagsbreytingar á starfsstöðvum skólans á Blönduósi til að koma í veg fyrir að biðlistar myndist á komandi vetri.
    Ráðningar vegna sumarafleysinga ganga nokkuð vel. Einhverjar breytingar á starfsmannahópnum, sem er í föstu starfi eru fyrirsjáanlegar, en verið er að vinna í ráðningarmálum til að tryggja að leikskólinn verði fullmannaður að sumarlokun liðinni.

    Búið er að auglýsa þær deildarstjórastöður sem ekki eru mannaðar starfsmanni með kennsluréttindi.

    Unnið er að úrbótum á aðgengismálum á Stóra-Fjallabæ og verður nauðsynlegum framkvæmdum á þeim vettvangi lokið fyrir opnun eftir sumarfrí.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10 Sigríður leikskólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2023-2024.
    Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Húnaskóla 2023-2024.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framlagt skóladagatal
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10 Elín Aradóttir lagði fram tillögu að breytingu á reglum um styrki vegna aksturs leikskólabarna, þ.e. að aftast í fyrstu grein reglanna (gildissvið) bætist eftirfarandi texti:

    „Heimilt er að víkja frá ákvæði þessu ef nemandi á þess ekki kost að sækja þá leikskólastarfsstöð sem er næst lögheimili hans vegna aðstæðna á starfsstöðvum leikskóla, t.d. vegna plássleysis eða manneklu. Ef foreldri óskar þess að barn sæki þá starfsstöð sem er fjær lögheimili skal þó miða útreikninga við þá starfsstöð sem um stystan veg er að fara.“

    Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

    Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að fyrstu grein reglna um styrki vegna aksturs leikskólabarna verði breytt í samræmi við tillögu fræðslunefndar.
    Fræðslunefnd beinir því jafnframt til sveitarstjórnar að uppfæra kílómetragjöld sem miðað er við í útreikningi styrkupphæða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir reglur um styrki vegna akstur leikskólabarna fyrir skólaárið 2023-2024
  • 7.6 2305033 Bréf
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 10 Jenný Lind vék af fundi undir þessum lið.
    Umræður urðu bréfið. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun fræðslunefndar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.

8.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 6

2305007F

Fundargerð 6. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 8 atkvæðum og einn sat hjá (EB).
  • 8.1 2211005 Þrístapar
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 6 Farið var yfir hugmyndavinnu hóps sem samanstóð af landeigendum, ferðaþjónustuaðilum í Vatnsdal og stjórnsýslunni sem vann tvær megin hugmyndir sem valið stóð á milli. Nefndin samþykkti með þremur atkvæðum á móti einu að fela sveitarstjóra að koma nýju salerni fyrir við Ólafslund ásamt því að ljúka við frágang við Þrístapa. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að vinnu við framtíðarþróun svæðisins verði haldið áfram í samstarfi við landeigendur og hagsmunaaðila á svæðinu Bókun fundar Elín Aradóttir leggur fram eftirfarandi bókun

    Þrístapar eru áfangastaður sem byggður hefur verið upp af myndarskap. Fremstu sýningarhönnuðir landsins komu að verkefninu og Húnavatnshreppur lagði umtalsverða fjármuni í uppbyggingu svæðisins. Einnig fengust myndarlegir ríkisstyrkir í verkefnið. Áfangastaðurinn hefur alla burði til að verða Húnabyggð til mikils sóma til framtíðar.
    Nú vantar aðeins herslumuninn upp á lokafrágang Þrístapasvæðisins. Í uppbyggingaráætlun verkefnisins var gert ráð fyrir að komið yrði upp snyrtihúsi við bílastæðið og var sú framkvæmd fjármögnuð fyrir sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Mikil umferð ferðamanna er bæði á Þrístöpum og Ólafslundi og líklegt að hún muni vaxa á næstu misserum. Full þörf er á því á snyrtiaðstöðu á báðum stöðum.

    Elín Aradóttir lagði fram eftirfarndi tillögu:
    Lagt er til að fylgt verði fyrri áætlunum og nýju snyrtihúsi komið upp á Þrístöpum hið fyrsta, enda muni það auka aðdráttarafl staðarins og auka líkur á góðri umgengni. Frágangi og hellulögn við bílastæðið á Þrístöpum verði lokið eins fljótt og kostur er.

    Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkir voru sex (EA-ZAL-GRL-JG-BÞH-ASS) á móti var einn (RH) og tveir sátu hjá (GHJ-EB) og telst því tillagan því samþykkt.
  • 8.2 2212002 Húnaver
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 6 Nefndin lýsir ánægju sinni yfir því að svæðið í Húnaveri sé komið í tímabundna útleigu og bindur vonir við að hægt verði að ná samkomulagi um samstarfssamning til lengri tíma þannig að svæðið geti haldið áfram að þróast. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að gengið verði frá því sem fyrst að skilgreina aðkomu félaganna á svæðinu um félagsheimilið í Húnaveri.

    Bókun fundar Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa Húnaver í opinberum fjölmiðlum til langtímaleigu frá og með þeim tíma sem skamtímaleigusamningi sem í gildi er líkur.

    Tillagan lögð fram til atkvæða. Samþykkir voru einn (JG) sex voru á móti(ZAL-GRL-GHJ-RH-BÞH-ASS) og tveir sátu hjá (EA-EB)

    ZAL óskaði eftir fundarhléi klukkan 18:33.

    Fundur hélt áfram klukkan 18:47

    Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:

    Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta að ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag á nýtingu Húnavers að skammtímaleigusamningi liðnum. Meirihlutinn lýsir yfir ánægju sinni með að náðst hafi samningur um skammtímaleigu húsnæðisins í sumar og óskar rekstraraðilanum Heimafengið ehf.góðs gengis


9.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5

2305003F

Fundargerð 5. fundar Íþrótta- tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti samþykkta fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 þar sem fram kemur að 4 milljónir verði lagðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu á árinu 2023. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, kynnti að 2,5 milljónum verði varið í vatnslögn upp á skotsvæði Markviss en að 1,5 milljón af framangreindum fjármunum væri óráðstafað. Umræður urðu um skýrslur íþróttafélaganna og hvar ráðstafa ætti þessum fjármunum á árinu 2023. Að loknum umræðum var það tillaga nefndarinnar að leggja til við sveitarstjórn að veita Golfklúbbnum Ós 1,5 milljónir til uppbyggingar á íþróttasvæði sínu í samræmi við samþykkta fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar
  • 9.2 2305012 Sumarfjör 2023
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrstu drög að frístundastarfi sumarsins í Húnabyggð. Fyrirhugað er að Sumarfjör 2023 verði með sama sniði og á árinu 2022 og standi yfir frá 5. júní til 14. júlí fyrir krakka fædda á árunum 2011-2016. Krakkar fæddir á árinu 2017 fái að vera með í Sumarfjöri síðustu tvær vikurnar.

    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Snorri Snorrason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi í fjarveru Róberts Daníels Jónssonar, kom fyrir fundinn og kynnti aðsóknartölur fyrir árið 2022 og það sem af er ári 2023. Þá fór Snorri yfir þær framkvæmdir sem staðið hafa yfir við sundlaugina, m.v. við vaðlaug og gufu. Umræður urðu um málefnið og þær framkvæmdir sem standa fyrir í íþróttamiðstöðinni á næstu árum, þ.m.t. endurnýjun á gólfi í íþróttasal. Nefndin þakkar Snorra fyrir veittar upplýsingar og fagnar þeirri miklu aðsókn sem virðist vera í sundlaugina á ári hverju.

    Lagt fram til kynningar.
  • 9.4 2305010 Eldhugar
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Arnrún Bára Finnsdóttir kynnti kynningarblað frá Þorgrími Þráinssyni um hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd í hverju sveitarfélagi og aukið gætu fjölbreytni er varðar hreyfingu, félagslíf, menntun, skemmtun og úrræði fyrir þá sem minna mega sín. Nefndin fór yfir hugmyndirnar og felur Kristínu Ingibjörgu, íþrótta-, tómstunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins að vinna nokkrar hugmyndir áfram. Þá vill nefndin hvetja sveitarfélagið til þess að skipuleggja umhverfisdag sveitarfélagsins þar sem íbúar þess verði hvattir til að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Arnrún Bára Finnsdóttir vakti athygli nefndinnar á því að til væri ungbarnaleikvöllur í geymslu sveitarfélagsins sem ætti eftir að setja upp. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd fyrrum sveitarfélagsins Blönduósbæjar hafði þá samþykkt staðsetningu leikvallarins en af einhverjum orsökum hefði hann ekki farið upp. Umræður urðu á meðal nefndarmanna um staðsetningu á leikvellinum. Að umræðum loknum var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur í grasbalanum á skólalóðinni við Þjóðveg 1. Tveir voru samþykkir (ALE og ABF) og þrír sátu hjá (ÓSB, KC og GRL)

    Þá var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur á grasbalanum á milli Húnabrautar 2 og Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Einn samþykkti (ABF), einn var á móti (GRL) og þrír sátu hjá (ÓSB, KC, ALE)

    Þá var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur á Þríhyrnunni. Tveir voru samþykkir (ÓSB og KC) og þrír sátu hjá (ABF, ALE og GRL). ÓSB óskaði eftir því að bóka eftirfarandi með afstöðu sinni til þessa:
    “ÓSB leggur til að unnið verði að skipulagningu á Þríhyrnunni sem útivistarsvæði í sveitarfélaginu?.

    Að lokum var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur við suðurhlið Íþróttamiðstöðvarinnar. Einn var samþykkur (GRL), tveir voru á móti (ÓSB og ABF) og tveir sátu hjá (KC og ALE).

    Að kosningum um framangreindar tillögur loknum lagði nefndin til að sveitarstjórn taki endanlega ákvörðun um staðsetningu leikvallarins og lagði jafnframt til að sveitarstjórn samþykkti að Pétri Arasyni, sveitarstjóra, yrði falið að vinna málið áfram, helst með þeim hætti að ungbarnaleikvöllurinn myndi rísa eigi síðar en í sumar.

    Bókun borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ákveða staðsetningu innan skólalóðar grunnskólans.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Arnrún Bára Finnsdóttir vakti athygli nefndinnar á því að til væri róla fyrir fatlaða í geymslu sveitarfélagsins sem ætti eftir að setja upp. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd fyrrum sveitarfélagsins Blönduósbæjar hafði þá samþykkt staðsetningu rólunnar en af einhverjum orsökum hefði hún ekki farið upp. Umræður urðu á meðal nefndarmanna um staðsetningu rólunnar. Að umræðum loknum lagði nefndin til að rólan yrði staðsett við suðurhlið Húnaskóla (gamla skóla) á Blönduósi og lagði jafnframt til að sveitarstjórn samþykkti að Pétri Arasyni, sveitarstjóra, yrði falið að vinna málið áfram, helst með þeim hætti að rólan myndi rísa á framangreindri staðsetningu í sumar. Nefndin vill þó leggja áherslu á að samhliða verði unnið að því að nægjanlegt skjól sé á framangreindri staðsetningu.

    Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða
    Bókun fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ákveða staðsetningu innan skólalóðar grunnskólans.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrirhugað starf félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins veturinn 2023-2024. Umræður urðu á meðal nefndarmanna um starfið, aðsókn, húsnæði o.fl. Fyrirhugað er að lögð verði fram könnun á meðal foreldra núna í maí um hug þeirra til dagopnunar í félagsmiðstöðinni.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrstu drög að dagskrá Heilsuviku í Húnabyggð. Fyrirhugað er að heilsuvikan verði í september 2023 en sveitarfélagið fékk styrk frá lýðheilsusjóði vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 500.000. Nefndin fagnar framtakinu.
    Lagt fram til kynningar
  • 9.9 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 5 Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 31

2305008F

Fundargerð 31. fundar Byggrráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31 Alma Dögg Guðmundsdóttir kom á fundinn og ræddi um ýmis málefni er varðar heimilið að Skúlabraut t.d varðandi lóðina og kom með hugmyndir að samstarfi, uppsetningu hleðslustöðvar og akstursuppbót fyrir íbúa heimilisins. Miklar umræður urðu og vill byggðarráð ítreka mikilvægi þess að byggt verði viðeigandi húsnæði sem allra fyrst. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna lausn er varðar lóðina á Skúlabraut 22. Sveitarstjóra falið að ræða við Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi ýmis mál er varðar heimilið. Alma vék af fundi 15:51.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31 Farið var yfir þau verkefni sem eru á forgangslista sveitarfélagsins er varðar gatnagerð.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31 Húnabyggð tilnefnir Elínu Aradóttur í stjórn Farskólans
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31 Fundargerð lögð fram til kynningar og þjónustusamningi vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir þjónustusamningur Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 31

11.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7

2306001F

Fundargerð 7. fundar Landbúnaðarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 11.1 2211022 Girðingamál í heiðarlöndum sveitarfélagsins
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7 Pétur Arason fór yfir stöðu mála hvað varðar girðingamál og þær hugmyndir að sem hafa verið ræddar á fundum landbúnaðarnefndar og með fjallskilanefndum og fjallskilastjórum. Búið er að kortleggja þær girðingar sem þarf að fara með nú í vor og sumar.

    Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Landbúnaðarnefnd telur að ákvörðun sveitarstjórans ,að ráða ekki aðila til að sjá um viðhald afréttargirðinga nú í sumar heldur ætla eingöngu starfsmönnum sveitarfélagsins að sinna því meðfram öðrum störfum sé óábyrg og verði að öllum líkindum til þess að girðingar sem aðskilja byggð og afréttir verði ekki fjárheldar þegar fé fer á afrétt.
    Því telur landbúnaðarnefnd nauðsynlegt að bregðast við með því að reyna til þrautar að ráða menn til starfa nú þegar til girðingar viðhalds , jafnframt því að leita eftir því við landeigendur sem lönd eiga að afréttar girðingum að taka að sér girðingarviðhald fyrir sínum löndum.



    Tillagan borin upp, samþykkir henni voru tveir (JG-SF) á móti voru tveir (JÁM HSJ) og einn sat hjá (ÞH) og er hún því felld á jöfnu.

    Sveitarstjóri lagði eftirfarandi fram:
    Girðingamál hafa verið reglulega á dagskrá frá því að fastanefndir tóku til starfa síðasta haust. Á fundum landbúnaðarnefndar og fjallskilanefnda hefur ítrekað verið rætt um girðingamál ekki síst vegna óánægju fjallskilastjóra Auðkúluheiðar og fjallskilastjóra Grímstungu- og Haukagilsheiða með ástand girðinga í göngum síðasta haust. Lekar girðingar kostuðu tafir og aukavinnu beggja fjallskiladeilda í göngum og sköpuðu töluverða óánægju þeirra sem sinntu smalamennsku. Sömuleiðis hafa á fundum í vetur verið reyfaðar ýmsar hugmyndir um framtíðaruppbyggingu þessa málaflokks þar sem útséð er að sameining sveitarfélagsins kallar á endurskipulagningu girðingamála. Tvö dæmi um nýjar hugmyndir eru girðingamál á Laxárdal og Þvérárfjalli og þvergirðing yfir hálendi sveitarfélagsins. Þá hefur lausaganga búfjár einnig verið mikið rætt og sú staðreynd að Vegagerðin fjármagnar ekki girðingarvinnu meðfram þjóðveginum í okkar sveitarfélagi. Síðan er ljóst að þau gögn sem notuð hafa verið til að bjóða út girðingavinnu eru engan vegin fullnægjandi og skilgreina t.d. ekki legu girðinga, lengd þeirra né ástand. Eins eru ekki til neinar gjaldskrár sem styðjast má við í útboði. Ítrekað hefur verið leitað eftir frekari upplýsingum sem ekki hafa fengist og því einsýnt að hefðbundið útboð var ekki mögulegt. Sveitarfélagið verður því að taka að sér það verkefni að kortleggja allar girðingar sem halda þarf við og skrásetja nauðsynlegar upplýsingar um þær sem síðan verða notaðar til að gera útboð mögulegt. Sveitarfélagið mun tryggja að farið verði yfir allar girðingar eins og venjulega, enda viðhald girðinga á fjárhaldsáætlun og notar til þess starfsmenn sveitarfélagsins, verktaka og bændur eftir atvikum.

    Jón Árni Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að gengið sé hratt og örugglega til verks á næstu dögum, nefndin leggur áherslu á að sveitarstjóri fundi nú þegar með formönnum fjallskilanefnda og saman leggi þeir línurnar með þær girðingar sem skulu mæta forgangi svo að fé gangi ekki jafnharðan til byggða. Í framhaldi skipuleggja tímalínu fyrir sumarið í öðru viðhaldi. Einnig leggur nefndin áherslu á að þar sem að tíminn er naumur bjóði sveitarstjóri eigendum þeirra jarða sem eiga lönd að afréttinum að sinna viðhaldi fyrir sínu landi.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi tillögu:

    Sveitarstjórn er sammála um að sveitarfélagið sjái um og kosti girðingarviðhald afréttargirðinga í svipuðum mæli og var fyrir sameiningu sveitarfélaganna.

    Birgir Þór Haraldsson óskaði eftir fundarhléi klukkan 19:22

    Fundurinn hélt áfram klukkan 19:42

    Zophonías Ari Lárusson óskaði eftir fundarhléi klukkan 19:43

    Fundurinn hélt áfram 19:45

    Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt með 8 atkvæðum og einn sat hjá (EB)

    Meirihluti sveitarstjórnar og sveitarstjóri leggja fram eftirfarandi bókun:
    Það hefur aldrei staðið annað til en að viðhalda girðingum eins og verið hefur af hálfu meirihluta sveitarstjórnar og sveitarstjóra. Gert er ráð fyrir samsvarandi upphæð í girðingarviðhald á þessu ári eins og verið hefur og leitast verður við að tryggja sem besta nýtingu fjármuna.

    Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar með eftirfarandi áorðnum breytingum:
    Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að gengið sé hratt og örugglega til verks á næstu dögum, nefndin leggur áherslu á að sveitarstjóri fundi nú þegar með formönnum fjallskilanefnda og saman leggi þeir línurnar með þær girðingar sem skulu mæta forgangi svo að fé gangi ekki jafnharðan til byggða. Í framhaldi skipuleggja tímalínu fyrir sumarið í öðru viðhaldi.

    Samþykkt með sjö atkvæðum. Tveir sátu hjá (JG-EB)
  • 11.2 2306001 Hlutverk landbúnaðarnefndar og fjallskilanefnda
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7 Sveitarstjóri fór yfir verkaskiptingu milli fjallskilanefnda og landbúnaðarnefndar.

    Landbúnaðarnefnd vill vísa því til byggðarráðs að fjallskilastjórar fái greitt fyrir þá fundi sem þeir eru kallaðir á.

  • 11.3 2206034 Önnur mál
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7 Anna Margrét Jónsdóttir lagði eftirfarandi fram til kynningar:
    Fjallskildadeild Engihlíðarhrepps vill beina því til landbúnaðarnefndar að gera gangskör í girðingum afréttar Enghlíðinga. Eins og staðan er, er engin afréttargirðing fyrir afrétt Enghlíðinga, utan hrossheldrar girðingar við Kirkjuskarð. Sauðfé á því greiða leið úr afrétt niður í byggð. Stjórn fjallskiladeildar Engihlíðarhrepps hvetur landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn til að beita sér fyrir því að girt verði fyrir ofan þá bæi sem liggja að afrétt og einnig með Þverárfjallsvegi. Stjórn fjallskiladeildar Enghlíðinga er tilbúin í samtal við landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn um tillögur að verkferlum og forgangsröðun hvað þetta vandamál varðar.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar landbúnaðarnefndar.

12.Ámundakinn - aðalfundarboð

2306008

Aðalfundarboð Ámundarkinnar ehf. Fundurinn fer fram 14.júní.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Guðmundur Haukur Jakobsson, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

13.Kosningar

2306007

Kosningar samkvæmt samþykktum Húnabyggðar
Kosningar samkvæmt samþykktum Húnabyggðar

Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í Byggðarráð Húnabyggðar.

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Ragnhildur Haraldsdóttir af D-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum
Zophonías Ari Lárusson af D-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum
Auðunn Steinn Sigurðsson af B-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamenn:
Birgir Þór Haraldsson af D-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum
Guðmundur Haukur Jakobsson af D-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum
Elín Aradóttir af B-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum

Áheyrnarfulltrúi G-lista í Byggðarráði Húnabyggðar er Edda Brynleifsdóttir
Áheyrnarfulltrúi H-lista í Byggðarráði Húnabyggðar er Jón Gíslason

Samþykkt samhljóða

Tillaga að formanni Byggðarráðs: Auðunn Steinn Sigurðsson B-lista. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum

Tillaga að varaformanni Byggðarráðs: Ragnhildur Haraldsdóttiir D-lista. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 9 atkvæðum

Fundi slitið - kl. 20:06.

Getum við bætt efni þessarar síðu?