5. fundur 08. maí 2023 kl. 15:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Sigfús Benediktsson varamaður
    Aðalmaður: Steinunn Hulda Magnúsdóttir
  • Kamila Czyzynska aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Snorri Snorrason
Fundargerð ritaði: Grímur Rúnar Lárusson
Dagskrá
Snorri Snorrason mætti á fundinn sem staðgengill forstöðumans íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.

1.Uppbygging íþróttamannvirkja í Húnabyggð

2305011

Uppbygging íþróttamannvirkja í Húnabyggð
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti samþykkta fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 þar sem fram kemur að 4 milljónir verði lagðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu á árinu 2023. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, kynnti að 2,5 milljónum verði varið í vatnslögn upp á skotsvæði Markviss en að 1,5 milljón af framangreindum fjármunum væri óráðstafað. Umræður urðu um skýrslur íþróttafélaganna og hvar ráðstafa ætti þessum fjármunum á árinu 2023. Að loknum umræðum var það tillaga nefndarinnar að leggja til við sveitarstjórn að veita Golfklúbbnum Ós 1,5 milljónir til uppbyggingar á íþróttasvæði sínu í samræmi við samþykkta fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.

2.Sumarfjör 2023

2305012

Sumarfjör 2023 - Kynning á drögum að dagskrá og fyrirkomulagi
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrstu drög að frístundastarfi sumarsins í Húnabyggð. Fyrirhugað er að Sumarfjör 2023 verði með sama sniði og á árinu 2022 og standi yfir frá 5. júní til 14. júlí fyrir krakka fædda á árunum 2011-2016. Krakkar fæddir á árinu 2017 fái að vera með í Sumarfjöri síðustu tvær vikurnar.

Lagt fram til kynningar.

3.Íþróttamiðstöðin á Blönduósi

2305013

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi - Aðsóknartölu kynntar
Snorri Snorrason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi í fjarveru Róberts Daníels Jónssonar, kom fyrir fundinn og kynnti aðsóknartölur fyrir árið 2022 og það sem af er ári 2023. Þá fór Snorri yfir þær framkvæmdir sem staðið hafa yfir við sundlaugina, m.v. við vaðlaug og gufu. Umræður urðu um málefnið og þær framkvæmdir sem standa fyrir í íþróttamiðstöðinni á næstu árum, þ.m.t. endurnýjun á gólfi í íþróttasal. Nefndin þakkar Snorra fyrir veittar upplýsingar og fagnar þeirri miklu aðsókn sem virðist vera í sundlaugina á ári hverju.

Lagt fram til kynningar.

4.Eldhugar

2305010

Erindi frá Þorgími Þráinssyni er varðar Eldhuga
Arnrún Bára Finnsdóttir kynnti kynningarblað frá Þorgrími Þráinssyni um hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd í hverju sveitarfélagi og aukið gætu fjölbreytni er varðar hreyfingu, félagslíf, menntun, skemmtun og úrræði fyrir þá sem minna mega sín. Nefndin fór yfir hugmyndirnar og felur Kristínu Ingibjörgu, íþrótta-, tómstunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins að vinna nokkrar hugmyndir áfram. Þá vill nefndin hvetja sveitarfélagið til þess að skipuleggja umhverfisdag sveitarfélagsins þar sem íbúar þess verði hvattir til að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

Lagt fram til kynningar.

5.Ungbarnaleikvöllur á Blönduósi

2305014

Ungbarnaleikvöllur á Blönduósi
Arnrún Bára Finnsdóttir vakti athygli nefndinnar á því að til væri ungbarnaleikvöllur í geymslu sveitarfélagsins sem ætti eftir að setja upp. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd fyrrum sveitarfélagsins Blönduósbæjar hafði þá samþykkt staðsetningu leikvallarins en af einhverjum orsökum hefði hann ekki farið upp. Umræður urðu á meðal nefndarmanna um staðsetningu á leikvellinum. Að umræðum loknum var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur í grasbalanum á skólalóðinni við Þjóðveg 1. Tveir voru samþykkir (ALE og ABF) og þrír sátu hjá (ÓSB, KC og GRL)

Þá var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur á grasbalanum á milli Húnabrautar 2 og Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Einn samþykkti (ABF), einn var á móti (GRL) og þrír sátu hjá (ÓSB, KC, ALE)

Þá var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur á Þríhyrnunni. Tveir voru samþykkir (ÓSB og KC) og þrír sátu hjá (ABF, ALE og GRL). ÓSB óskaði eftir því að bóka eftirfarandi með afstöðu sinni til þessa:
“ÓSB leggur til að unnið verði að skipulagningu á Þríhyrnunni sem útivistarsvæði í sveitarfélaginu?.

Að lokum var lögð fram tillaga um að leikvöllurinn yrði staðsettur við suðurhlið Íþróttamiðstöðvarinnar. Einn var samþykkur (GRL), tveir voru á móti (ÓSB og ABF) og tveir sátu hjá (KC og ALE).

Að kosningum um framangreindar tillögur loknum lagði nefndin til að sveitarstjórn taki endanlega ákvörðun um staðsetningu leikvallarins og lagði jafnframt til að sveitarstjórn samþykkti að Pétri Arasyni, sveitarstjóra, yrði falið að vinna málið áfram, helst með þeim hætti að ungbarnaleikvöllurinn myndi rísa eigi síðar en í sumar.

Bókun borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

6.Róla fyrir fatlaða

2305015

Róla fyrir fatlaða
Arnrún Bára Finnsdóttir vakti athygli nefndinnar á því að til væri róla fyrir fatlaða í geymslu sveitarfélagsins sem ætti eftir að setja upp. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd fyrrum sveitarfélagsins Blönduósbæjar hafði þá samþykkt staðsetningu rólunnar en af einhverjum orsökum hefði hún ekki farið upp. Umræður urðu á meðal nefndarmanna um staðsetningu rólunnar. Að umræðum loknum lagði nefndin til að rólan yrði staðsett við suðurhlið Húnaskóla (gamla skóla) á Blönduósi og lagði jafnframt til að sveitarstjórn samþykkti að Pétri Arasyni, sveitarstjóra, yrði falið að vinna málið áfram, helst með þeim hætti að rólan myndi rísa á framangreindri staðsetningu í sumar. Nefndin vill þó leggja áherslu á að samhliða verði unnið að því að nægjanlegt skjól sé á framangreindri staðsetningu.

Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða

7.Félagsmiðstöðin Skjólið 2023-2024

2305017

Félagsmiðstöðin Skjólið 2023-2024
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrirhugað starf félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins veturinn 2023-2024. Umræður urðu á meðal nefndarmanna um starfið, aðsókn, húsnæði o.fl. Fyrirhugað er að lögð verði fram könnun á meðal foreldra núna í maí um hug þeirra til dagopnunar í félagsmiðstöðinni.
Lagt fram til kynningar.

8.Heilsuvika í Húnabyggð 2023

2305016

Heilsuvika í Húnabyggð 2023
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrstu drög að dagskrá Heilsuviku í Húnabyggð. Fyrirhugað er að heilsuvikan verði í september 2023 en sveitarfélagið fékk styrk frá lýðheilsusjóði vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 500.000. Nefndin fagnar framtakinu.
Lagt fram til kynningar

9.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?