6. fundur 30. maí 2023 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Davíð Kr. Guðmundsson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason
Dagskrá

1.Þrístapar

2211005

Þrístapar - Ólafslundur - Skólahús
Farið var yfir hugmyndavinnu hóps sem samanstóð af landeigendum, ferðaþjónustuaðilum í Vatnsdal og stjórnsýslunni sem vann tvær megin hugmyndir sem valið stóð á milli. Nefndin samþykkti með þremur atkvæðum á móti einu að fela sveitarstjóra að koma nýju salerni fyrir við Ólafslund ásamt því að ljúka við frágang við Þrístapa. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að vinnu við framtíðarþróun svæðisins verði haldið áfram í samstarfi við landeigendur og hagsmunaaðila á svæðinu

2.Húnaver

2212002

Húnaver
Nefndin lýsir ánægju sinni yfir því að svæðið í Húnaveri sé komið í tímabundna útleigu og bindur vonir við að hægt verði að ná samkomulagi um samstarfssamning til lengri tíma þannig að svæðið geti haldið áfram að þróast. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að gengið verði frá því sem fyrst að skilgreina aðkomu félaganna á svæðinu um félagsheimilið í Húnaveri.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?