
Rauð viðvörun og skólahald fellt niður í tvo daga
10. desember 2019
ATHUGIÐ: RAUÐ VIÐVÖRUN
Almannavarnarnefndir Skagafjarðar og Húnavatnssýslna hefur lokið fundi vegna yfirvofandi óveðurs og lítur málið alvarlegum augum, enda er í fyrsta skipti hérlendis gefin út rauð viðvörun vegna veðurs. Allt skólahald fellur niður og einnig er fundi sveitarstjórnar frestað um viku.