28. fundur 12. desember 2023 kl. 15:00 - 19:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson ráðgjafi mættu á fundinn undir lið 1-4.

Í upphaf fundar lögðu fulltrúar H og G lista fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar H-lista og G-lista vilja taka fram að við óskuðum skriflega eftir að starfsmannamál annarsvegar og málefni Húnavalla hinsvegar yrðu sett á dagsskrá sem sérstakir dagskrárliðir en við því hefur ekki verið orðið í stað þess hefur okkur verið tilkynnt að sveitarstjóri taki þessi mál fyrir í sinni skýrslu.

Forseti vill upplýsa um það að hann hafði móttekið umrædd erindi,fyrri beiðni sem móttekin var þann 26.nóvember varðandi starfsmannamál svaraði hann Jóni Gíslasyni með símtali á mánudag 27. nóvember og var það skilningur forseta að í lagi væri að taka málið fyrir í skýrslu sveitarstjóra. Seinna erindið varðandi Húnavelli var móttekið fimmtudaginn 7. desember og var því svarað með tölvupósti föstudaginn 8.desember um að málefnið yrði tekið fyrir í skýrslu sveitarstjóra og barst ekki athugasemd við þeirri ákvörðun.

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2312009

Húnabyggð - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023
Jón Ari Stefánsson kynnti og fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2023.

Viðauki nr. 1, hækkun á fjárfestingu vegna slökkviliðs og lækkun á öðrum fjárfestingum á móti
Samþykktur viðauki vegna framkvæmda við nýja slökkvistöð að fjárhæð 31,3 millj. kr. sem verður mætt með lækkun á öðrum framkvæmdum um sömu fjárhæð.

Viðauki nr. 2, aukið framlag til Félags- og skólaþjónustu.
Samþykktur viðauki vegna hækkunar á framlagi til Félags- og skólaþjónustu A-Hún. að fjárhæð 1.250 þús. kr. sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Viðauki nr. 3, kaup á eignarhlutum í Ámundakinn ehf.
Samþykktur viðauki vegna kaupa á eignarhlutum í Ámundakinn ehf. fyrir 5.250 þús. kr. sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Fulltrúar H-lista og G-lista fordæma þá forgangsröðun í fjárfestingum Húnabyggðar 2023 að settur hafi verið upp saunaklefi í slökkvistöðinni án þess að það væri búið að leggja að fullu í þann lokakostnað við slökkvistöðina sem þurfti til þess að öryggisúttekt á stöðinni gæti farið fram og fara með því freklega fram úr áætlun sveitarstjórnar um útgjöld til slökkvistöðvarinnar á árinu 2023.

Forseti óskaði eftir fundarhléi 15:24.
Fundi haldið áfram 15:28.

Viðaukar staðfestir af sveitarstjórn Húnabyggðar með 7 atkvæðum samhljóða, tveir sátu hjá (JG-SÞS)

2.Gjaldskrár 2024

2312007

Gjaldskrá Húnabyggðar 2024
Gjaldskrár hækka almennt um 10% að frátöldum sorpgjöldum sem hækka um 20%. Koma þar til breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs og bann við niðurgreiðslu sorphirðugjalda. Nokkuð var tekið til í gjaldskrám sveitarfélagsins til einföldunar og einstaka liðir lagfærðir. Nýjir liðir eins og t.d. gjald fyrir malarnám taka gildi um áramótin 2023-2024.

Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2023 verður óbreytt eða 14,74%.

Gjaldskrár Húnabyggðar voru bornar upp með áorðnum breytingum og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða

3.Gjaldskrá fasteignagjalda 2024

2312008

Gjaldskrá Húnabyggðar 2024- Fasteignagjöld
Álagningarprósenta fasteignaskatts verður óbreytt. Að loknum umræðum um gjaldskrá fasteignagjalda var hún borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2024

2310024

Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027
Áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.713 milljónir kr. á árinu 2024, rekstrargjöld 2.299 milljónir kr. og afskriftir 146 milljónir kr. Fjárhagsáætlun 2024 gerir ráð fyrir að rekstur A og B hluta verði jákvæður um tæpar 413 milljónir kr. fyrir fjármagnsliði.

Fjárhagsáætlun 2024 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 33 milljónir að teknu tilliti til fjármagnsliða.

Veltufé frá rekstri A og B hluta er áætlað 299 milljónir á árinu 2024, en að afborganir langtímalána 291,5 miljónir kr. Fjárfestingar A og B hluta eru áætlaðar tæplega 328 milljónir króna á árinu 2024. Áætlað er að nýjar lántökur á árinu 2024 nemi um 300 miljónir kr. á árinu.

Sveitarstjórn vill þakka Byggðarráði og starfsfólki Húnabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki gerð fjárhagsáætlunar.

Að loknum síðari umræðum um fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 voru þær bornar upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða. Sveitarstjóra falið að birta samantekt og helstu áherslur fjárhagsáætlunar á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.


Fulltrúar H-lista og G-lista leggja fram ertirfarandi bókun:
Við áteljum þann seinagang sem orðið hefur á eftirtöldum málefnum sveitarfélagsins sem varða fjárhagslega hagsmuni þess og þjónustu við íbúa.
1.Útboð vegna aksturs nemenda á starfsbraut FNV og gerð gjaldskrár varðandi þann akstur.
2.Útfærsla og gerð reglna og fyrirkomulags vegna aksturs eldri borgara.
3.Setning samþykkta um búfjárhald í þéttbýli.
4.Yfirfærsla eigna milli sveitarfélagsins og Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiða.(Gangnamannaskálar)
5.Gerð lokaskýrslu vegna Þrístapaverkefnisins.
6.Vinna við að koma félagsheimilinu Húnaveri í langtímaleigu.
7.Ísetning og frágangur glugga í Skólahúsi á Sveinsstöðum þar sem húsið liggur undir skemmdum.
8.Vinna við stofnun lóða á Hveravöllum og auglýsing þeirra samkvæmt þjóðlendulögum.
9.Tímabundin útleiga íbúða á Húnavöllum meðan ekkert gerist í sölumálum staðarins.
10.Skipuleg eyðing minks og gerð samninga um vetrarveiði refs.
11.Endurskoðun gjaldskráa og áætlun tekna ársins 2024 hjá Húnaneti ehf og Fasteigna Húnavatnshrepps ehf.

Forseti óskaði eftir fundarhléi 16:22, fundurinn hófst aftur 16:32

Meirihluti þakkar gagnlegar ábendingar um stöðu verkefna sveitarfélagsins. Öll þessi verkefni eru nú þegar í vinnslu eins og fulltrúum G og H lista er fullkunnugt um vegna setu þeirra í Byggðarráði.

5.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 9

2311006F

Fundargerð 5. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 9 Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar leggur til að átak verði gert í eyðingu refs í sveitarfélaginu.
    Húnabyggð er öflugt landbúnaðarhérað þar sem langflestir í sveitunum stunda sauðfjárbúskap, en það skyggir á góðan árangur hve mikið af sauðfé skilar sér ekki úr sumarhögum innan sveitarfélagsins, á þar tófan ábyggilega þátt enda þekkt að tófur taki lömb að vori og leggist á búfénað sem er veikur fyrir.

    Er það tillaga Landbúnaðarnefndar til Byggðarráðs að gjaldskrá sé eftirfarandi:

    Veiðimenn sem stunda bæði sumar- og vetrarveiði:
    20.000 kr. fyrir hvern veiddan ref, hvort sem á við fullorðið dýr eða yrðling. Til að fá fulla greiðslu skal skila veiddum dýrum í áhaldahús sveitarfélagsins og þaðan verða þau send til Náttúrufræðistofnunar Íslands.


    Veiðimenn sem stunda einungs sumarveiði/grenjavinnslu:
    14.000 kr. fyrir hvern veiddan ref, hvort sem á við fullorðið dýr eða yrðling. Til að fá fulla greiðslu skal skila veiddum dýrum í áhaldahús sveitarfélagsins og þaðan verða þau send til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

    Veiðimenn sem stunda einungs vetrarveiði:
    14.000 kr. fyrir hvern veiddan ref. Til að fá fulla greiðslu skal skila veiddum dýrum í áhaldahús sveitarfélagsins og þaðan verða þau send til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

    Gjaldskrá byggir á því að veiðimenn hafi samning við Húnabyggð.


    Aðilar sem einungis skila inn skottum án samnings:
    3.000 kr. á hvert skott.


    Er það sýn Landbúnaðarnefndar að með því að hækka verulega gjaldið fyrir vetrarveidd dýr þá muni það draga úr fjölgun stofnins þar sem færri dýr munu eignast yrðlinga að sumri. Er það okkar trú að krónutala sveitarfélagsins muni verða sú sama á ársgrundvelli. Landbúnaðarnefnd vill að þeir veiðimenn sem að stunda bæði sumar- og vetrarveiði fyrir Húnabyggð fái að njóta þess með hærri gjaldskrá og að það hvetji þá til að gera vel og skila af sér. Einnig er það von Landbúnaðarnefndar að fleiri veiðimenn myndu taka að sér bæði sumar- og vetrarveiði og dreifa þannig veiðunum betur um sveitarfélagið, þannig næst bestur árangur.

    Vinna við nýjar reglur, svæðaskipulag og auglýsingu á refaveiði stendur yfir.

    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar leggur til að átak verði gert í eyðingu minks í sveitarfélaginu. Miklir hagsmunir eru innan sveitarfélagsins þessum málum tengt, gjöfular laxveiðiár skila sér til sjávar og skapa gríðarlegar tekjur til jarðareiganda, fiskveiði er víða leigð út í vötnum og er það því allra hagur að eyða minkum eins og kostur er. Einnig mun fuglalíf auðgast til muna. Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við formenn veiðifélaga innan Húnabyggðar og ganga frá samningum um mótframlag sem fyrst svo hægt sé á vordögum að fara með fullum þunga út á bakkana.

    Landbúnaðarnefnd leggur til við Byggðarráð eftirfarandi tillögu að gjaldskrá:

    Veiðimenn með samning við sveitarfélagið Húnabyggð:
    6.000 kr. á veiddan mink. Veiðimenn skulu skila skottum inn til áhaldahúss sveitarfélagsins.

    Veiðimenn án samnings við sveitarfélagið Húnabyggð:
    3.000 kr. á veiddan mink og skili skottum inn til áhaldahúss sveitarfélagsins.

  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 9 Landbúnaðarnefnd vill ítreka við sveitarstjórn að skila inn athugasemdum sínum er varðar búfénað í þéttbýli fyrir næsta fund nefndarinnar í desember til þess að hægt sé að ganga frá samþykktinni.
  • 5.3 2206034 Önnur mál
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 9 Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar vill hvetja Matvælaráðherra til að falla frá þeirra breytingu að blóðmerahald falli undir reglugerð nr.460/2017 en það stangast á við áður útgefna reglugerð frá árinu 2022 sem gilda átti til 2025. Þessar breytingar á reglugerð um blóðmerahald mun gera bændum nánast ókleift að halda þessum búskap áfram og skilur þá eftir í mikilli óvissu um framhaldið. Í sveitarfélaginu Húnabyggð eru um 30 bændur sem halda blóðmerar, og eru tekjur þeirra samanlagt um 150 milljónir á ársgrundvelli fyrir blóðnytjar. Blóðmerahald er því ein af meginstoðum búsetu á jörðum innan sveitarfélagsins, með blóðmerahaldi skapast grundvöllur fyrir byggðafestu. Síðustu ár hafa verðmæti á hverja hryssu hækkað verulega og auknar tekjur skapa svigrúm til betra lífs og tækifæri til uppbyggingar á jörðum, sem að skilar sér í auknu fasteignaverðmæti og hærri útsvarsstofni. Með aflagningu blóðmera búskaps er hætt við að margir bændur muni lóga hryssum sínum, hætta að nytja jarðirnar og jafnvel það sem verra er, leita á önnur mið utan sveitarfélagsins. Fjölmörg afleidd störf eru einnig tengd blóðmerabúskap s.s. eftirlit, blóðsöfnun og dýralæknaþjónusta, þetta dregur því úr atvinnumöguleikum og afkomu fleiri aðila en bara bændanna sjálfra.
    Landbúnaðarnefnd vill koma því á framfæri að innan Húnabyggðar eru beitarhagar með því besta sem að gerist á landinu, bæði í lágsveitum sem og inn til heiða og því forsendur til búrekstrar á hvaða sviði sem er eins og best verður á kosið, því þarf að tryggja að byggð haldist á þessum jörðum og það er gert með fjölbreyttum atvinnumöguleikum líkt og blóðmerahaldi.
    Þessi aðgerð Matvælaráðherra er þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við brothættar byggðir í landinu sem og dregur verulega úr öryggi þeirra hryssna sem eftir standa þegar að rekstragrundvöllur til fóðuröflunar og annarrar umhirðu er horfinn, sérstaklega í því rekstrar umhverfi sem að landbúnaðurinn stendur frammi fyrir í dag.

    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar vill hvetja bændur til að nýta sér sæðingar á komandi fengitíma. Á sæðingarstöðvunum þetta árið eru margir átlitlegir hrútar með verndandi arfgerðir gagnvart riðu. Landbúnaðarnefnd telur það brýnt fyrir framtíð sauðfjárbænda í sveitarfélaginu að ganga hreint til verks og reyna að tryggja sína framtíð með ræktun þessarra arfgerða. Riðan gerðist vágestur að Stórhól í Víðidal, en Stórhóll er innan sama varnarhólfs og allir bændur Húnabyggðar, svo riðan er nálægt og það er undir okkur öllum komið að tryggja áfram blómlega byggð í sveitarfélaginu án riðu.

    Landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarfélagið Húnabyggð niðurgreiði sæðingar sem nemur 50% af verði þegar sætt er með hrútum sem bera arfgerðirnar ARR,AHQ,T137 og C151. Landbúnaðarnefnd vill að Húnabyggð verði leiðandi sveitarfélag við innleiðingu verndandi arfgerða gegn riðu.

    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar vill hvetja hundaeigendur til að ormahreinsa hunda sína enda er það lagaleg skylda þeirra. Vöðvasullur sást í sláturhúsum í haust og er það allra hagur að það gerist ekki aftur
    Bókun fundar Sveitastjórn tekur undir eftirfarandi bókun Landbúnaðarnefndar:
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar vill hvetja Matvælaráðherra til að falla frá þeirra breytingu að blóðmerahald falli undir reglugerð nr.460/2017 en það stangast á við áður útgefna reglugerð frá árinu 2022 sem gilda átti til 2025. Þessar breytingar á reglugerð um blóðmerahald mun gera bændum nánast ókleift að halda þessum búskap áfram og skilur þá eftir í mikilli óvissu um framhaldið. Í sveitarfélaginu Húnabyggð eru um 30 bændur sem halda blóðmerar, og eru tekjur þeirra samanlagt um 150 milljónir á ársgrundvelli fyrir blóðnytjar. Blóðmerahald er því ein af meginstoðum búsetu á jörðum innan sveitarfélagsins, með blóðmerahaldi skapast grundvöllur fyrir byggðafestu. Síðustu ár hafa verðmæti á hverja hryssu hækkað verulega og auknar tekjur skapa svigrúm til betra lífs og tækifæri til uppbyggingar á jörðum, sem að skilar sér í auknu fasteignaverðmæti og hærri útsvarsstofni. Með aflagningu blóðmera búskaps er hætt við að margir bændur muni lóga hryssum sínum, hætta að nytja jarðirnar og jafnvel það sem verra er, leita á önnur mið utan sveitarfélagsins. Fjölmörg afleidd störf eru einnig tengd blóðmerabúskap s.s. eftirlit, blóðsöfnun og dýralæknaþjónusta, þetta dregur því úr atvinnumöguleikum og afkomu fleiri aðila en bara bændanna sjálfra. Landbúnaðarnefnd vill koma því á framfæri að innan Húnabyggðar eru beitarhagar með því besta sem að gerist á landinu, bæði í lágsveitum sem og inn til heiða og því forsendur til búrekstrar á hvaða sviði sem er eins og best verður á kosið, því þarf að tryggja að byggð haldist á þessum jörðum og það er gert með fjölbreyttum atvinnumöguleikum líkt og blóðmerahaldi. Þessi aðgerð Matvælaráðherra er þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við brothættar byggðir í landinu sem og dregur verulega úr öryggi þeirra hryssna sem eftir standa þegar að rekstragrundvöllur til fóðuröflunar og annarrar umhirðu er horfinn, sérstaklega í því rekstrar umhverfi sem að landbúnaðurinn stendur frammi fyrir í dag.



    Eftir að tillaga Landbúnaðarnefndar kom fram um niðurgreiðslu sæðinga, hefur hið opinbera ákveðið niðurgreiðslu vegna innleiðingar á verndandi genum gegn riðu, því verður sæðingakostnaður bænda mjög takmarkaður. Sveitarstjórn telur því ekki nauðsynlegt að niðurgreiða sæðingarkostnað enn frekar. Sveitarstjórn tekur undir tillögu Landbúnaðarnefndar um að Húnabyggð verði leiðandi sveitarfélag við innleiðingu verndandi arfgerða gegn riðu og kallar eftir hugmyndum nefndarinnar þar um.

6.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 7

2311012F

Fundargerð 7. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Grímur Rúnar Lárusson vék af fundi þegar umræður urðu um þennan lið.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 7 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti innsendar umsóknir Húnabyggðar í lýðheilsusjóð. Um er að ræða eftirfarandi umsóknir:

    Komið þið með - aukin íþróttaþátttaka barna af erlendum uppruna.

    Hreystivöllur - Gjaldfrjáls æfingaaðstaða

    Allir út að hjóla - Hönnun á hjólagarði

    Virk efri ár í Húnabyggð - Markvisst átak í því að virkja eldri karlmenn í tómstunda- og íþróttastarf.

    Heilsuinngrip með svefnbyltingarappinu - Fræðsla um mikilvægi svefns og kennsla í markmiðasetningu til að bæta svefn.

    Tengjum kynslóðirnar með rathlaupum - Þjálfun og leiðsögn í rathlaupi.

    Nefndin fagnar framtakinu og vonar að sem flestar þeirra nái framgangi.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 7 Erindi frá Skíðadeild Umf. Tindastóls um stofnun sameiginlegs skíðasvæðis á Norðurlandi vestra. Umræður urðu um erindið. Pétri Arasyni, sveitarstjóra Húnabyggðar, falið að koma á fundi við forsvarsfólk verkefnisins.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 7 Grímur Rúnar Lárusson vék af fundi undir þessum lið og tók Arnrún Bára Finnsdóttir við fundarstjórn.

    Nefndin hafnar erindinu og felur íþróttafulltrúa og sveitarstjóra að svara erindinu.

  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 7 Umræður sköpuðust um þennan lið á fundinum. Formaður upplýsti nefndina um að áherslum íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar frá síðasta fundi hefði verið komið á framfæri við Byggðarráð við gerð fjárhagsáætlunar 2024.
  • 6.5 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 7 Nefndarmenn óska eftir framkvæmdaáætlun vegna gufu í íþróttamiðstöðinni fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18

2212006F

Fundargerð 18. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Nefndin felur skipulag-og byggingafulltrúa að koma þeim ábendingum og umræðum sem fram komu á fundinum til skipulagsráðgjafa.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 7.4 2311061 HB- Deiliskipulag.
    Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram og leggja fram nýja tillögu á næsta fundi nefndarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Nefndin fór yfir framlögð gögn varðandi umferðaröryggisáætlun, en telur ekki tímabært að fara í þessa vinnu þar sem framundan er vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Nefndin telur mikilvægt að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags sem fyrst og stefnt skuli að því að þeirri vinnu ljúki á yfirstandi kjörtímabili.
    Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að yfirfara framlögð tilboð og velja samstarfsaðila.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 18 Lagt fram til kynningar.

8.Byggðarráð Húnabyggðar - 44

2311005F

Fundargerð 44. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 8.1 2310024 Fjárhagsáætlun 2024
    Byggðarráð Húnabyggðar - 44 Vinna við fjárhagsáætlun 2024

9.Byggðarráð Húnabyggðar - 45

2311007F

Fundargerð 45. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 45 Unnið var í eftirfarandi liðum:

    Módel með uppfærðum upplýsingum
    Gjaldskrár
    Aðgerðir vegna núverandi stöðu
    Fjárfestingar 2024

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 46

2311008F

Fundargerð 46. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

11.Byggðarráð Húnabyggðar - 47

2311011F

Fundargerð 47. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 47 Vinna við fjárhagsáætlunargerð 2024.

    Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

12.Byggðarráð Húnabyggðar - 48

2312001F

Fundargerð 48. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 48 Vinna við gjaldskrá sveitarfélagsins 2024

13.Byggðarráð Húnabyggðar - 49

2312002F

Fundargerð 49. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 49 Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlunar gerð 2024

14.Byggðarráð Húnabyggðar - 50

2312003F

Fundargerð 50. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Byggðaráð Húnabyggðar leggur fram eftirfarandi bókun:

    Byggðarráð Húnabyggðar fer þess á leit við Náttúrufræðistofnun Íslands að sveitarfélagið fái til baka uppstoppað bjarnardýr sem fellt var 3. júní 2008 og var um árabil til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar, nú Húnabyggð. Húnabyggð er í mikilli uppbyggingu í ferðamálum og ósk okkar um að fá bjarnardýrið til baka er mikilvægur þáttur í því að efla og setja styrkar stoðir undir ferðamannaiðnaðinn í sveitarfélaginu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 til Húnabyggðar er 15 þorskígildistonn sem er 0.3% af heildarúthlutun og er sama magn og í fyrra, en mun lægra en verið hefur áður. Byggðarráð felur sveitarstjóra að andmæla formlega þessari þróun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa nýjar sérreglur sem gilda um byggðakvóta sveitarfélagsins sem þarf að skila fyrir 29. desember 2023.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Byggðarráð samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun 2024.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Erindum vísað til Landbúnaðarnefndar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 50 Pétur Arason sveitarstjóri, Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson ráðgjafi mættu á fundinn klukkan 14:00 í gegnum fjarfundabúnað.

    Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2024. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2024 þá samþykkir Byggðarráð framlagða fjárhagsáætlun samhljóða og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

15.Minnisblað sveitarstjóra

2303003

Minnisblað sveitarstjóra
Munnleg skýrsla sveitarstjóra sem fór yfir hin ýmsu mál tengd sveitarfélaginu.

Jón Gíslason óskaði eftir fundarhléi klukkan 18:30. Fundurinn hélt áfram 18:38.

Miklar umræður urðu undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?