50. fundur 07. desember 2023 kl. 13:00 - 15:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Magnús las upp bréf frá sóknarnefnd Blönduóskirkju er varðar þakkir fyrir veittan stuðning í tilefni 30. ára vígsluafmæli kirkjunnar.

1.Húnabyggð - Björninn heim

2312006

Húnabyggð - Björninn heim
Byggðaráð Húnabyggðar leggur fram eftirfarandi bókun:

Byggðarráð Húnabyggðar fer þess á leit við Náttúrufræðistofnun Íslands að sveitarfélagið fái til baka uppstoppað bjarnardýr sem fellt var 3. júní 2008 og var um árabil til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar, nú Húnabyggð. Húnabyggð er í mikilli uppbyggingu í ferðamálum og ósk okkar um að fá bjarnardýrið til baka er mikilvægur þáttur í því að efla og setja styrkar stoðir undir ferðamannaiðnaðinn í sveitarfélaginu.

2.Matvælaráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta

2312002

Erindi frá Matvælaráðuneytinu er varðar úthlutun byggðakvóta 2024
Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 til Húnabyggðar er 15 þorskígildistonn sem er 0.3% af heildarúthlutun og er sama magn og í fyrra, en mun lægra en verið hefur áður. Byggðarráð felur sveitarstjóra að andmæla formlega þessari þróun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa nýjar sérreglur sem gilda um byggðakvóta sveitarfélagsins sem þarf að skila fyrir 29. desember 2023.

3.Húsnæðisáætlun 2024

2312003

Erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er varðar Húsnæðisáætlun 2024
Byggðarráð samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun 2024.

4.Fjallskiladeildir Auðkúluheiðar og Grímstungu- og Haukagilsheiða

2312005

Erindi frá Fjallskiladeild Auðkúluheiðar og Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða er varðar uppsögn á samningi/samkomulagi um Sauðadal
Erindum vísað til Landbúnaðarnefndar.

5.Norðurá bs. Fundargerð 113. fundar stjornar

2312001

Fundargerð 113. fundar stjornar Norðurár bs.
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir 938. og 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2312004

Fundargerðir 938. og 939.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

7.Fjárhagsáætlun 2024

2310024

Fjárhagsáætlun 2024
Pétur Arason sveitarstjóri, Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson ráðgjafi mættu á fundinn klukkan 14:00 í gegnum fjarfundabúnað.

Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2024. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2024 þá samþykkir Byggðarráð framlagða fjárhagsáætlun samhljóða og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?