18. fundur 06. desember 2023 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson aðalmaður
  • Þórdís Erla Björnsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri sat fundinn.

1.HB - Deiliskipulag við Blöndustöð

2311040

Lögð er fram skipulagslýsing deiliskipulags Blöndustöðvar sem Landslag ehf. hefur unnið fyrir hönd Landsvirkjunar, en nefndin samþykkti á fundi sínum 9. september 2023 að heimila Landsvirkjun að vinna deiliskipulag fyrir Blöndustöð.



Í lýsingunni koma fram helstu áherslur við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og stefnu ásamt fyrirhuguðu skipulagsferli.



Núverandi starfsemi Blöndustöðvar verður skilgreind í deiliskipulagi ásamt fyrirhugaðri frekari uppbyggingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

2.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311019

Til umræðu deiliskipulag gamla bæjarins á Blönduósi
Nefndin felur skipulag-og byggingafulltrúa að koma þeim ábendingum og umræðum sem fram komu á fundinum til skipulagsráðgjafa.

3.HB- Breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut

2311036

Tekin fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi fyrir deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut. Breytingin felur í sér að núverandi leikskólalóð er stækkuð til norðurs og vegna stækkunar þá verða tvær lóðir íbúðarlóðir við Hólabraut 19 og 21 felldar út sem íbúðalóðir og verða hluti af leikskólalóð.

Breyting var auglýst með athugasemdafresti til 8. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma. Tillagan var send til eftirfarandi umsagnaraðila,

Heilbrigðiseftirlits

Minjastofnunar

RARIK

En umsagnir þeirra gáfu ekki tilefni til breytinga.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.HB- Deiliskipulag.

2311061

Til umræðu útfærslur á breytingu deiliskipulags við Miðholt
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram og leggja fram nýja tillögu á næsta fundi nefndarinnar.

5.Umferðar og öryggisáætlun

2311102

Til umræðu gerð umferðaröryggisáælunar fyrir Húnabyggð
Nefndin fór yfir framlögð gögn varðandi umferðaröryggisáætlun, en telur ekki tímabært að fara í þessa vinnu þar sem framundan er vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins.

6.HB - Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins

2311413

Til umræðu nýtt aðalskipulag Húnabyggðar
Nefndin telur mikilvægt að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags sem fyrst og stefnt skuli að því að þeirri vinnu ljúki á yfirstandi kjörtímabili.
Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að yfirfara framlögð tilboð og velja samstarfsaðila.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5

2311010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. afgreiðslufundar byggingafulltrúa frá 6. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?