16. fundur 14. mars 2023 kl. 15:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Erla Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Grímur Rúnar Lárusson
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Zophonías Ari Lárusson
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að bæta tveimur málum á dagskrá. Kynning frá SSNV um niðurstöður könnunar um stefnumótun í atvinnumálum sveitarfélagsins verður liður 1 og Fundargerð 25. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar verður liður 13.
Samþykkt samhljóða.

1.SSNV - Kynning á niðurstöðum könnunar

2303021

Fulltrúar SSNV Katrín Guðjónsdóttir og Magnús Barðdal kynna niðurstöður könnunar er varðar stefnumótun í atvinnumálum sveitarfélagsins.
Katrín Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV og Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV kynntu starfsemi SSNV ásamt niðurstöðum könnunar er varðar stefnumótun í atvinnumálum sveitarfélagsins
Katrín og Magnús véku af fundi 15:42

2.Fjárhagsleg ábyrgð vegna Húnanets ehf.

2303018

Fjárhagsleg ábyrgð vegna Húnanets ehf.
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir samhljóða eftirfarandi:
,,Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. Sveitarstjórnarlaga og samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 58. gr. Sveitarstjórnarlaga, lýsir sveitarstjórn Húnabyggðar því yfir að Húnabyggð gengst í fulla
ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum Húnanets ehf. kt: 530516-0320"

3.Húnabyggð - Tillaga að stofnun innflytjendaráðs

2303017

Tillaga um stofnun innflytjendaráðs
Sveitarstjórn samþykkir að stofna innflytjendaráð til þessa að tengja betur fólk af erlendum uppruna við samfélagið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilnefna formann ráðsins sem hafi það hlutverk að stýra ráðinu og skipa í það

4.Sorpmál

2211012

Staða sameiginlegs útboðs
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á framlengingu á núverandi samningi um úrgangsmál og að rætt verði við hin sveitarfélögin um möguleika þess að Húnabyggð dragi sig út úr sameiginlegu útboði. Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að úrgangsmál verði í stórum dráttum framkvæmd á sama hátt og nú er. Árið 2023 verði notað til undirbúa grundvallarbreytingar og faglega stefnumótun fyrir málaflokkinn.


5.Húnabyggð - Þjóðlendur

2302005

Umboð til undirritunar
Sveitarstjórn Húnabyggðar veitir Pétri Arasyni sveitarstjóra umboð til þess að skrifa undir samkomulag um afnotarétt Þjóðlendu við Forsætisráðuneytið. Lóðirnar eru; Hveravellir Hesthús, Kúlukvísl, Friðmundarvötn Hesthús.

6.Samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd

2211039

Samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd - seinni umræða
Samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, lagður fram öðru sinni til síðari umræðu.

Með samningnum fela framangreind sveitarfélög Skagafirði að annast fyrir sig verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru sérstaklega falin öðrum. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu í skilningi 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur yfir verkefni samkvæmt samningi þessum frá og með 1. janúar 2023.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning með 9 atkvæðum.

7.Blönduóskrikja 30. ára

2303015

Blönduóskirkja 30. ára - Styrkbeiðni
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Blönduóskirkju á 30.ára afmæli hennar um 500.000 krónur sem fer til niðurgreiðslu á láni vegna orgels. Tekið af lið 0589-9991.

8.Húnabyggð - Uppbygging hleðslustöðva

2303019

Uppbygging hleðslustöðva í þéttbýli Húnabyggðar
Umræður urðu um málefnið. Málinu vísað til Byggðarráðs til frekari stefnumótunar.

9.Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 8. mars 2023

2303020

Fundargerð 9. fundar Skipulags og byggingarnefndar frá 8. mars lögð fram til staðfestingar á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,2,3,4,5,6,7,9, 12 og 13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
1.
HB- Leifstaðir 1 og 2, umsókn um stöðuleyfi.
2212002

Qair Iceland sækir um stöðuleyfi fyrir 10 feta gám í landi Leifstaða 1 og 2.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfi fyrir 10 feta gám í landi Leifsstaða 1 og 2. Stöðuleyfi veit til eins árs frá útgáfu leyfis.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

2.
HB - Aðalgata 6, umsókn um byggingarheimild.
2301006

Gamli bærinn, þróunarfélag ehf, sækir um að bætt verði inn í byggingarheimildina uppbygging og breyting á svölum og samtengdan brunastiga á vestur hlið hússins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila viðbætur á byggingarheimild á Aðalgötu 6. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Samþykkt með 9 atkvæðum

3.
HB - Pétursborg, umsókn um byggingarheimild.
2302006

Grétar Guðmundsson ehf, tilkynnir framkvæmd fyrir breytingum innandyra og að utan fyrir Pétursborg.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila tilkynnta framkvæmd þar sem um engar útlitsbreytingar erum á framkvæmdinni.

Samþyktt með 9 atkvæðum

4.
HB - Aðalgata 9, Krútt bakarý, umsókn um byggingarheimild.
2302007

Gamli bærinn, þróunarfélag ehf, sækir um byggingarheimild fyrir breytingum innandyra og að utan fyrir Aðalgötu 9, Krútt bakarý.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimild á Aðalgötu 9. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Samþykkt með 9 atkvæðum

5.
HB - Húnabraut 4, umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir rafhleðslustöð.
2302008

Ámundakinn ehf, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir uppsettningu á rafhleðslustöð á Húnabraut 4.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdarleyfi fyrir uppsettningu á rafhleðslustöð á Húnabraut 4.

Samþykkt með 9 atkvæðum

6.
Umsókn um stofnun fasteignar - Eyvindarstaðaheiði
1509009

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Eyvindarstaðaheiði og er 693 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 01.05.2015. Afgreiðsla á málinu var frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16.09.2015.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun þjóðlendu á Eyvindarstaðaheiði.

Sveitarstjórn frestar erindinu vegna mögulegs ágalla á orðalagi um eignarhald á afréttareign.

7.
HB - Norðurlandsvegur 3, umsókn um framkvæmdarleyfi.
2303003

N1 ehf, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir frágang á yfirborði sameinaðra lóða sem áður voru skráðar á Norðurlandsveg 3 og 3a og uppsetningu á rafmagnshleðslu búnaði og spennistöð. Um er að ræða niðurföll og lagnir í jörðu undir yfirborði lóðar. Yfirborðið verður hellulagt og malbikað.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdarleyfi á Norðurlandsvegi 3 eftir gildistöku deiliskipulagsins við Norðurlandsveg í B-deild stjórnartíðina.

Samþykkt með 9 atkvæðum

9.
HB - Gróustaðir, umsókn um byggingarleyfi.
2303001

PG ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi í landi Gróustaða L230826.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi fyrir byggingu frístundarhúss í landi Gróustaða. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram og í samráði við Vegagerðina.

Sveitarstjórn samþykkir erindið með 9 atkvæðum með fyrirvara um samþykki meðeiganda

12.
HB - Fjósar, umsókn um stöðuleyfi.
2303007

Heiða Rós Eyjólfsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 3 skúrum á jörðinni Fjósum L145363.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfi fyrir 3 skúrum á jörðinni Fjósum með fyrirvara um að fyrir liggi afstöðuppdráttur af staðsetningu og einnig framtíðaráætlun skúrana. Stöðuleyfi veitt til eins árs frá útgáfu leyfis.

Sveitarstjórn vísar erindinu aftur til Skipulags- og byggingarnefndar vegna formgalla í umsókn

13.
HB - Steinárgerði, umsókn um niðurrif á skemmu.
2303006

Óskar Leifur Guðmundsson, sækir um leyfi fyrir niðurrifi á skemmu mhl 05 í landi Steinárgerði L145393.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á skemmu mhl 05 í landi Steinárgerði. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Samþykkt með 9 atkvæðum

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 24

2302004F

Fundargerð 24. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Snjólaug fór yfir málefni Vinnuskólans og línurnar lagðar fyrir sumarið 2023. Snjólaug vék af fundi 15:50.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Byggðarráð samþykkir lítilsháttar breytingar á úthlutunarreglum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Samkvæmt 5. grein Samþykkta um gatnagerðargjöld Húnabyggðar er sveitarstjóra falið að semja ívilnunarreglur er varðar lóðirnar við Holtabraut 16-22,24-26 og 28-30. Veittur verði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum af þessum lóðum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Afskriftabeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, samtals 989.354 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda. Fært í trúnaðarbók. Samþykkt samhljóða Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Magnús Sigurjónsson fór yfir nýgerða samninga við íþróttafélög og félagasamtök sem flestir eru til þriggja ára
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Leið og tækifæri gefst verður sett upp girðing við Húnaskóla, búið er að kaupa efnið. Sveitarstjóri fór yfir þær endurbætur sem á að fara í næsta sumar við skólann.
  • 10.7 2211012 Sorpmál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Samkvæmt lögum nr.55/2003 er sveitarfélögum skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Byggðarráð samþykkir að niðurgreiðslu meðhöndlun úrgangs verði hætt árið 2025. Fyrirhugað er að gera það í skrefum milli ára.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 24 Lagt fram til kynningar

11.Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 4

2303001F

Fundargerð 4. fundar Umhverfisnefndar lögð fram til staðfestingar á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 11.1 2211012 Sorpmál
    Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 4 Sveitarstjóri fór yfir stöðu á útboðsmálum sveitarfélaga varðandi sorpmál. Mikilvægt er að vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins. Miklar umræður urðu í nefndinni. Sveitarstjóri hvetur nefndarmenn til þess að sækja þá fundi sem í boði eru. Mikilvægt er að koma á hvata varðandi úrgangsmál. Nefndarmenn sammála að miklir möguleikar eru fyrir hendi varðandi plast sem safnað er saman hjá bændum. Umræður um að einhver einn þurfi að stýra þessum málefnum hjá sveitarfélaginu.
  • 11.2 2211012 Sorpmál
    Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 4 AMJ lýsti skoðun sinni að neikvætt er að fjölga tunnum og þar með minnki hvati til þess að fólk komi endurvinnanlegum úrgangi sjálft á grenndarstöðvar. Með þessum nýju lög er ríkið að þvinga íbúa að stíga skref til baka og auka kostnað við hirðingu á sorpi. Þróa þarf kerfið svo að sé meiri sveigjanleiki í hinu nýja kerfi.
  • 11.3 2206034 Önnur mál
    Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 4 Ekkert rætt undir þessum lið.

12.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 5

2303002F

Fundargerð 5. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 5 Mál tekið upp að nýju. Farið yfir allar þær greinar Samþykktar Húnabyggðar um búfjárhald í þéttbýli. Formanni falið að koma með endanlegar Samþykktir á næsta fund nefndarinnar.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 5 Sveitarstjóri fór yfir minnisblað sitt er varðar ýmis mál tengd landbúnaði m.a sorpmál, nýsköpun og verðmætaaukningu á afurðum bænda. Mikil þörf á stærri umræðuvettvangi vegna tækifæra í landbúnaði.
  • 12.3 2206034 Önnur mál
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 5 Ekkert rætt undir þessum lið.

13.Byggðarráð Húnabyggðar - 25

2303004F

Fundargerð 25. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,2 og 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 13.1 2303005 Orkumál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Byggðarráð Húnabyggðar tekur undir með stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að staldra við í skipulagsmálum mögulegra virkjana þar til sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög. Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar tekur undir bókun Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 15. febrúar og bókun Samtaka Orkusveitarfélaga frá 17. febrúar þar sem m.a. var farið fram á við Ríkisstjórn Íslands að tryggt verði í lögum að hagsmunum þeirra nærsamfélaga þar sem orka á uppsprettu sína njóti efnahagslegs ávinnings. Sveitarstjórn Húnabyggðar tekur að öllu leiti undir þessar bókanir og leggur á það áherslu að staldrað verði við í skipulagsmálum er varðar frekari uppbyggingu orkumannvirkja á meðan sátt næst í þessu máli. Hér er átt við allar framkvæmdir í raforkumálum í sveitarfélaginu þ.e. vatnsaflsframkvæmdir, vindorkuframkvæmdir og framkvæmdir við flutningskerfi orkuframleiðslunnar. Sveitarstjórn Húnabyggðar skorar á Ríkisstjórn Íslands að finna lausnir á þessu máli í samvinnu við sveitarfélögin og tryggja þannig og flýta fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu raforkukerfisins sem blasir við m.a. vegna fyrirliggjandi orkuskipta.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Byggðarráð samþykkir eftirfarandi ívilnun: Húnabyggð samþykkir tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum par eða raðhúsa af hálfu einstaklinga og/eða verktaka á lóðum við þegar tilbúna götu á Holtabraut. Um er að ræða nýjar lóðir við Holtabraut 16-22, 24-26 og 28-30. Þetta er gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Allar aðrar kröfur sem settar eru fram við úthlutun lóða gilda um þessar lóðir að öðru leiti. Allar reglur um úthlutun lóða má finna á heimasíðu Húnabyggðar Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Byggðarráð vísar erindinu til Skipulags- og bygginganefndar Húnabyggðar til efnislegar umræðu. Byggðarráð vill undirstrika þær athugasemdir sem settar hafa verið fram af fulltrúum sveitarfélagsins við Rarik um að skipulag orkufæðingar inn á Blönduós og Skagaströnd sé ekki til þess fallið að tryggja lágmarks kostnað við þá uppbyggingu. Það er krafa byggðarráðs að þessum kostnaði verði ekki velt í raforkuverð á svæðinu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð eins og fram kemur í bréfinu en rekstrarniðurstaða AB-hluta er jákvæð.Framlegð A-hluta er reyndar 8,6% og framlegð AB-hluta 14,2%. AB-hluti uppfyllir því þessi lágmarksviðmið.Stjórnendur sveitarfélagsins eru meðvitaðir um það og unnið er að því að bæta stöðuna.

    Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023-2026 gerir ráð fyrir jákvæðari rekstri sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Byggarráð ákveður að lóðirnar Húnavellir, Húnavellir 1,2,3 og 5 séu þær lóðir sem boðnar eru til leigu undir starfsemi á Húnavöllum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Byggðarráð ákveður að auglýsa eftir starfsmönnum til að stjórna og reka mötuneyti grunn- og leikskóla sveitarfélagsins frá og með nýju skólaári sem hefst í ágúst 2023. Sveitarstjóra falið að hefja ráðningaferlið. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að skólaárið 2023-2024 taki til starfa ný rekstrareining hjá sveitarfélaginu sem hefur umsjón með mötuneytisþjónustu í öllum starfsstöðvum grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu.
    Ákvörðunin byggir á undangenginni valkostagreiningu sem unnin var af skrifstofu sveitarfélagsins. Til skoðunar voru nokkrir valkostir en valið stóð helst á milli þess að fara í hefðbundið útboð og að stofna mötuneyti á vegum sveitarfélagsins. Ákvörðun sveitarstjórnar byggir á því að þar sem sveitarfélagið hafi á síðustu árum lagt í umtalsverðar fjárfestingar á mötuneytisaðstöðu í nýbyggingu við grunnskólann sé eðlilegt að nýta þá aðstöðu og byggja upp mötuneytisaðstöðu innan veggja grunnskólans. Sveitarstjórn vill taka fram að í rekstri nýrrar einingar verði lögð rík áhersla á gæðastjórnun, jafnfram skuli nýta úrvalshráefni úr héraði eins og kostur er og lýðheilsu og umhverfissjónarmið höfð að leiðarljósi í hvívetna.
    Rekstrareiningin heyri beint undir sveitarstjóra, en starfi í nánu samstarfi við stjórnendur leik- og grunnskóla. Sveitarstjóra falið að skoða mannaflaþörf fyrir eininguna og eftir hætti auglýsa ný störf.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Húnabyggð hefur ekki áætlanir um lagningu vatnsveitu á eftirfarandi bæi í dreifbýli sveitarfélagsins:
    Tindar landnr. 145329

    Því mun Húnabyggð ekki nýta sér þá heimild að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli sbr. 2. mgr. 1 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:
    Ljóst er að um langt skeið hefur uppbygging samgöngumannvirkja verið stórlega vanfjármögnuð. Um land allt er brýn þörf á uppbyggingu stofn- og tengivega sem miðað við það fjármagn á samgönguáætlun er áætlað til slíkra verka, mun taka áratugi að ljúka. Húnabyggð hefur ekki farið varhluta af skorti á uppbyggingu vega. Þess vegna er framlagningu frumvarpsins fagnað þar sem í því eru kynntar leiðir sem stuðla eiga að tækifærum til flýtingar stærri framkvæmda sem uppfylla ákveðin skilyrði. Með því losna fjármunir til annarra verka.
    Þó svo að frumvarpinu sé fagnað er þó vert að undirstrika það sem tekið er fram í greinargerð að ekki sé gerð krafa um framlög sveitarfélaga til slíkra framkvæmda heldur forystu þeirra um stofnun félaga til að hraða framkvæmdum. Ekki er hlutverk sveitarfélaganna að bera kostnað af slíkum framkvæmdum heldur er það ábyrgð ríkis. Hins vegar þekkja sveitarfélögin vel hvar þörfin er brýnust og því er aðkoma þeirra að félögum sem kunna að vera stofnuð um tilteknar framkvæmdir mikilvæg. Flestir landshlutar hafa unnið staðbundnar samgönguáætlanir og er Norðurland vestra einn þeirra. Því miður hefur borið á því að þær áherslur sem lagðar eru fram í þeim áætlunum eru ekki virtar í ákvörðunum um framkvæmdir. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð áhersla á vilja heimamanna og tekur byggðarráð heilshugar undir mikilvægi þess að sá vilji sé virtur.
    Brýn nauðsyn er til að leita nýrra leiða til að bæta vegi á Íslandi. Því ber að fagna framlagningu frumvarpsins sem kynnir nýja og framsækna leið til að flýta brýnum framkvæmdum á landsbyggðinni. Því styður byggðarráð Húnabyggðar að frumvarpið nái fram að ganga.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að senda hana til umhverfis- og samgöngunefndar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Samkomulag er gert milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húnabyggðar um að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við samningaviðræður m.a um gerð kjarasamninga
  • 13.10 2303009 Dagur Norðurlanda
    Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 25 Lagt fram til kynningar

14.Húnabyggð - Staða verkefna

2303016

Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?