25. fundur 09. mars 2023 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Zophonías Ari Lárusson
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Orkumál

2303005

Orkumál sveitarfélaga
Byggðarráð Húnabyggðar tekur undir með stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að staldra við í skipulagsmálum mögulegra virkjana þar til sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

2.Samþykkt um gatnagerðargjöld Húnabyggðar

2302016

Niðurfelling gatnagerðagjalda - Ívilnun
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi ívilnun: Húnabyggð samþykkir tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum par eða raðhúsa af hálfu einstaklinga og/eða verktaka á lóðum við þegar tilbúna götu á Holtabraut. Um er að ræða nýjar lóðir við Holtabraut 16-22, 24-26 og 28-30. Þetta er gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Allar aðrar kröfur sem settar eru fram við úthlutun lóða gilda um þessar lóðir að öðru leiti. Allar reglur um úthlutun lóða má finna á heimasíðu Húnabyggðar

3.Rarik - Samningar vegna framkvæmda

2303004

Yfirferð á þeim samningum Rarik er varðar framkvæmdir í sveitarfélaginu
Byggðarráð vísar erindinu til Skipulags- og bygginganefndar Húnabyggðar til efnislegar umræðu. Byggðarráð vill undirstrika þær athugasemdir sem settar hafa verið fram af fulltrúum sveitarfélagsins við Rarik um að skipulag orkufæðingar inn á Blönduós og Skagaströnd sé ekki til þess fallið að tryggja lágmarks kostnað við þá uppbyggingu. Það er krafa byggðarráðs að þessum kostnaði verði ekki velt í raforkuverð á svæðinu.

4.Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga

2303006

Erindi frá Eftilitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er varðar fjárhagsáætlun
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð eins og fram kemur í bréfinu en rekstrarniðurstaða AB-hluta er jákvæð.Framlegð A-hluta er reyndar 8,6% og framlegð AB-hluta 14,2%. AB-hluti uppfyllir því þessi lágmarksviðmið.Stjórnendur sveitarfélagsins eru meðvitaðir um það og unnið er að því að bæta stöðuna.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023-2026 gerir ráð fyrir jákvæðari rekstri sveitarfélagsins.

5.Húnavellir - leigulóðdeiliskipulag

2303013

Húnavellir - leigulóð/deiliskipulag á Húnavöllum
Byggarráð ákveður að lóðirnar Húnavellir, Húnavellir 1,2,3 og 5 séu þær lóðir sem boðnar eru til leigu undir starfsemi á Húnavöllum.

6.Tilhögun skólamáltíða

2303014

Tilhögun skólamáltíða - valkostagreining
Byggðarráð ákveður að auglýsa eftir starfsmönnum til að stjórna og reka mötuneyti grunn- og leikskóla sveitarfélagsins frá og með nýju skólaári sem hefst í ágúst 2023. Sveitarstjóra falið að hefja ráðningaferlið.

7.Umsögn um vatnsveitu á lögbýlum

2303012

Erindi frá Kristínu Rós Sigurðardóttur, Tindum er varðar vatnsveitu á lögbýlum
Húnabyggð hefur ekki áætlanir um lagningu vatnsveitu á eftirfarandi bæi í dreifbýli sveitarfélagsins:
Tindar landnr. 145329

Því mun Húnabyggð ekki nýta sér þá heimild að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli sbr. 2. mgr. 1 gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004

8.Alþingi - Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir

2303007

Erindi frá nefndasvið Alþingis er varðar umsögn um 485. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:
Ljóst er að um langt skeið hefur uppbygging samgöngumannvirkja verið stórlega vanfjármögnuð. Um land allt er brýn þörf á uppbyggingu stofn- og tengivega sem miðað við það fjármagn á samgönguáætlun er áætlað til slíkra verka, mun taka áratugi að ljúka. Húnabyggð hefur ekki farið varhluta af skorti á uppbyggingu vega. Þess vegna er framlagningu frumvarpsins fagnað þar sem í því eru kynntar leiðir sem stuðla eiga að tækifærum til flýtingar stærri framkvæmda sem uppfylla ákveðin skilyrði. Með því losna fjármunir til annarra verka.
Þó svo að frumvarpinu sé fagnað er þó vert að undirstrika það sem tekið er fram í greinargerð að ekki sé gerð krafa um framlög sveitarfélaga til slíkra framkvæmda heldur forystu þeirra um stofnun félaga til að hraða framkvæmdum. Ekki er hlutverk sveitarfélaganna að bera kostnað af slíkum framkvæmdum heldur er það ábyrgð ríkis. Hins vegar þekkja sveitarfélögin vel hvar þörfin er brýnust og því er aðkoma þeirra að félögum sem kunna að vera stofnuð um tilteknar framkvæmdir mikilvæg. Flestir landshlutar hafa unnið staðbundnar samgönguáætlanir og er Norðurland vestra einn þeirra. Því miður hefur borið á því að þær áherslur sem lagðar eru fram í þeim áætlunum eru ekki virtar í ákvörðunum um framkvæmdir. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð áhersla á vilja heimamanna og tekur byggðarráð heilshugar undir mikilvægi þess að sá vilji sé virtur.
Brýn nauðsyn er til að leita nýrra leiða til að bæta vegi á Íslandi. Því ber að fagna framlagningu frumvarpsins sem kynnir nýja og framsækna leið til að flýta brýnum framkvæmdum á landsbyggðinni. Því styður byggðarráð Húnabyggðar að frumvarpið nái fram að ganga.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að senda hana til umhverfis- og samgöngunefndar.

9.Samkomulag um sameiginlega ábyrgð

2303008

Samkomulag um sameiginlega ábyrgð
Lagt fram til kynningar

10.Dagur Norðurlanda

2303009

Norræna félagið vekur athygli á degi Norðurlanda
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerð 919. fundar stjórnar

2303010

Fundargerð 919.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?