Dagskrá
1.Sorpmál
2211012
Útboð á sorphirðu
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á útboðsmálum sveitarfélaga varðandi sorpmál. Mikilvægt er að vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins. Miklar umræður urðu í nefndinni. Sveitarstjóri hvetur nefndarmenn til þess að sækja þá fundi sem í boði eru. Mikilvægt er að koma á hvata varðandi úrgangsmál. Nefndarmenn sammála að miklir möguleikar eru fyrir hendi varðandi plast sem safnað er saman hjá bændum. Umræður um að einhver einn þurfi að stýra þessum málefnum hjá sveitarfélaginu.
2.Sorpmál
2211012
Innleiðing nýrra laga er varðar innleiðingu fjögurra tunna.
AMJ lýsti skoðun sinni að neikvætt er að fjölga tunnum og þar með minnki hvati til þess að fólk komi endurvinnanlegum úrgangi sjálft á grenndarstöðvar. Með þessum nýju lög er ríkið að þvinga íbúa að stíga skref til baka og auka kostnað við hirðingu á sorpi. Þróa þarf kerfið svo að sé meiri sveigjanleiki í hinu nýja kerfi.
3.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Ekkert rætt undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 14:00.