 
		Leikskólinn Barnabær, auglýsir lausar stöður skólaárið 2019
		
					20. ágúst 2019			
		
			Á leikskólanum Barnabæ, Blönduósi fer fram fjölbreytt og skemmtilegt uppeldisstarf með börnum á aldrinum 8 mánaða til 6 ára. Unnið er samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 og við leggjum áherslu á að námið fari fram í gegnum leik. Okkar vantar hressa og metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að vinna gefandi, krefjandi og skemmtilegt starf með börnum. 
		 
												 
 
 
 
 
 
 
 
 
