64. fundur 13. janúar 2026 kl. 15:00 - 18:37
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Elín Ósk Gísladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Magnús Kristjánsson frá KPMG komu inn á fundinn undir lið 1.

 

Forseti sveitarstjórnar setti fundinn og spurði hvort að fundarmenn hefðu athugasemdir við fundarboð eða dagskrá. Það var ekki og fundur hélt áfram.

Forseti sveitarstjórnar bar upp tillögu í byrjun fundar um að bætt yrði við tveimur liðum þar sem annar er „Viðauki við lánasamning vegna slita Fasteignafélags Húnavatnshrepps“ og að sá liðurinn verði númer 8 og „Skýrsla sveitarstjóra“ sem verði liður númer 9. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá

  1. Uppgjör vegna slita byggðarsamlaga

Magnús Kristjánsson kynnti fjárhagsuppgjör vegna slita byggðarsamlag um menningar- og atvinnumál, tónlistarskóla og félags- og skólaþjónustu.

Sveitarstjórn vísar frekari umræðu um áætlunina til byggðarráðs og felur sveitarstjóra að koma athugasemdum miðað við umræður fundarins á framfæri við slitastjórn.

  1. Stjórn Fjarskiptafélags Skagabyggðar

Elín Aradóttir bað um fundarhlé klukka 16:04.

Fundur hófst aftur klukkan 16:08

Forseti sveitarstjórnar bar upp tillögu um um að í stjórn félagsins taki sæti: Auðunn Steinn Sigurðsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Zophonías Ari Lárusson.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum og þrír sitja hjá (EA, SÞS og JG).

Forseti sveitarstjórnar bar einnig upp tillögu um að sveitarstjóri Húnabyggðar færi með framkvæmdastjórn og prókúruumboð fyrir hönd félagsins, að heimilisfang þess yrði skráð að Húnabraut 5, Blönduósi og að endurskoðandi þess yrði KPMG.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

  1. Náma við Skeggjastaði

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá gildistöku tillögunnar.

  1. Erindi frá minnihluta sveitarstjórnar Húnabyggðar

Eftirfarandi erindi dagsett 20.12.2025 barst frá minnihluta sveitarstjórnar Húnabyggðar:

Við undirrituð óskum eftir því að gerðar verði eftirfarandi breytingar á fundargerð 63. fundar sveitarstjórnarfundar Húnabyggðar frá 17. des. þessa mánaðar.

  1. Trúnaðarskylda og siðareglur kjörinna fulltrúa

Við óskum eftir því að bókun og tillaga verði aðgreind. Við lítum ekki svo á að við höfum staðið að bókuninni sem slíkri heldur eingöngu tekið afstöðu til tillögunnar. Við óskum eftir að uppsetning þessa verði með eftirfarandi hætti:

Forseti, fyrir hönd meirihluta, kynnti siðareglur kjörinna fulltrúa Húnabyggðar sem samþykktar voru í upphafi kjörtímabils. Þá fór forseti yfir trúnaðarskyldu sveitarstjórnarmanna skv. 4. mgr 28. gr. sveitarstjórnarlaga sem kemur einnig fram í 19. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Uppi leikur rökstuddur grunur um að sveitarstjórnarmenn í minnihluta hafi framsent trúnaðargögn til óviðkomandi aðila.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til byggðaráðs til að kanna hvort tilefni sé til þess að fá álit nefndar á vegum sambands íslenskra sveitarfélaga um ætluð brot á siðareglum sveitarfélagsins sbr. 4. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga.

Sverrir Þór Sverrisson bað um fundarhlé 13:10.

Fundur hófst aftur klukkan 13:15.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að senda erindið til byggðarráðs.

Kveðja

Elín Aradóttir

Jón Gíslason

Sverrir Þór Sverrisson

Bókun meirihluta

Meirihluti sveitarstjórnar Húnabyggðar telur nauðsynlegt að skrá eftirfarandi bókun vegna umræðu og opinberrar framsetningar máls sem var til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi 17. desember 2025 og laut að trúnaðarskyldu og siðareglum kjörinna fulltrúa. Á umræddum fundi var, í samræmi við sveitarstjórnarlög og siðareglur sveitarfélagsins, samhljóða samþykkt að vísa máli til byggðaráðs til könnunar, þar sem rökstuddur grunur hafði vaknað um mögulegt brot á trúnaðarskyldu. Engin efnisleg niðurstaða var dregin, enginn kjörinn fulltrúi nafngreindur og engin ákvörðun tekin um ábyrgð eða sök. Um var að ræða eðlilega og ábyrga stjórnsýslumeðferð sem fól eingöngu í sér ákvörðun um frekari skoðun málsins. Meirihlutinn áréttar að trúnaðarbók er heimild en ekki lagaskylda, og er aðeins beitt þegar efni máls krefst slíkrar meðferðar, svo sem þegar persónugreinanleg gögn, viðkvæmir hagsmunir eða rannsóknargögn liggja fyrir. Í þessu tilviki átti það ekki við, enda var einungis um að ræða ákvörðun um ferli, en ekki efnislega niðurstöðu. Meirihlutinn hafnar alfarið þeirri framsetningu að hér hafi verið um atlögu að mannorði kjörinna fulltrúa að ræða. Slík lýsing á atburðarásinni á sér hvorki stoð í samþykktum fundarins né í þeirri málsmeðferð sem beitt var, og er sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að ákvörðunin var samþykkt samhljóða af sveitarstjórn. Meirihlutinn leggur áherslu á að skylda sveitarstjórnar og forseta hennar er að bregðast við þegar rökstuddur grunur vaknar um brot á lögbundinni trúnaðarskyldu, óháð pólitískri stöðu þeirra sem í hlut eiga. Að gera annað hefði verið vanræksla á lögbundinni ábyrgð. Meirihlutinn mun áfram standa vörð um fagleg vinnubrögð, lögmæta málsmeðferð og trúverðugleika sveitarstjórnar Húnabyggðar, og telur að ábyrg stjórnsýsla felist í skýrum ferlum, ekki í því að líta undan þegar erfiðar aðstæður koma upp.

Elín Aradóttir bað um fundarhlé klukkan 16:15.

Fundur hófst aftur klukkan 16:43.

Jón Gíslason fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar Húnabyggðar lagði fram þá tillögu að ósk minnihluta um breytingu á fundargerð yrði borin upp.

Forseti bar upp ósk minnihluta um breytingu á fundargerð sem fékk þrjú atkvæði (JG, EA og SÞS) en á móti voru sex.

Bókun frá EA, JG og SÞS vegna afgreiðslu fundargerðar 63. fundar sveitarstjórnar Húnabyggðar (liður nr. 4)

Við óskuðum eftir því að lagfæringar yrðu gerðar á fundargerð vegna þessa liðar, sbr. tölvupóst frá 19. des. 2025. Ósk þessari hefur nú verið hafnað af meirihluta.

Í þessu samhengi viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

Við teljum að í framferði meirihlutans felist tilefnislausar aðdróttanir og hörmum þá stöðu sem komin er upp í samskiptum og samstarfi innan sveitarstjórnar Húnabyggðar. Framkoma og verklag meirihluta sveitarstjórnar í þessu máli er viðkomandi sveitarstjórnarfulltrúm til háborinnar skammar.

Ragnhildur Haraldsdóttir óskaði eftir fundarhléi klukkan 16:54.

Fundur hófst aftur klukkan 17:17.

Bókun meirihluta sveitarstjórnar Húnabyggðar

Meirihlutinn hafnar því að hér hafi verið um tilefnislausar aðdróttanir að ræða og harmar það að verið sé að afvegaleiða umræðuna frá kjarna málsins.

Aukabókun oddvita vega kröfu um breytingu á fundagerð

Oddviti og forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, telur nauðsynlegt að skrá eftirfarandi bókun vegna kröfu minnihluta um breytingar á fundargerð 63. fundar sveitarstjórnar.

Fundargerð endurspeglar með réttum og fullnægjandi hætti þá málsmeðferð, umræðu og afgreiðslu sem átti sér stað á fundinum. Kynning forseta á gildandi siðareglum og lögbundinni trúnaðarskyldu kjörinna fulltrúa var hluti af formlegri meðferð málsins, en ekki bókun í nafni meirihluta eða minni­hluta.

Engar athugasemdir, fyrirvarar eða kröfur um aðgreiningu bókunar og tillögu voru gerðar á fundinum. Tillagan um að vísa málinu til byggðaráðs var samþykkt samhljóða. Krafa um endurskrifun fundargerðar eftir á, á grundvelli pólitískrar afstöðu, á sér enga lagastoð og er ekki í samræmi við góða stjórnsýslu­hætti.

Oddviti hafnar því kröfu um breytingar á fundargerð. Fundargerðin stendur óbreytt.

Elín Aradóttir óskaði eftir fundarhléi klukkan 17:21.

Fundur hófst aftur klukkann 17:25.

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 131. fundur

Fundargerð 131. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Umsókn um námsstyrk

Afgreiðsla byggðarráðs bókuð í trúnaðarbók.

  1. Samningar Húnabyggðar

Lagður var fram nýr samningur við hestamannafélagið Neista fyrir árið 2026 sem byggðarráð samþykkir samhljóða.

Bókun fundar

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýjan samning við hestamannafélagið Neista.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Sigurður Erlingsson Performare og Þorsteinn Þorsteinsson KPMG komu inn á fundinn undir þessu lið.

Ræddar voru fyrst afskriftir Húnabyggðar og ákveður byggðarráð að afskrifa annars vegar kröfur upp á um 109.531kr. sem koma frá Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. og einnig að afskrifaðar verði rúmlega 37,5 milljónir vegna slita Fasteigna Húnavatnshrepps ehf. Afskriftin upp á 37,5 milljónir hefur engin fjárhagsleg áhrif á bókhald Húnabyggðar þar sem áhrif á A hluta annarsvegar og B hluta hinsvegar nettast út.

Þá var uppfærð útgönguspá Húnabyggðar 2025 vegna sölu fasteigna í lok ársins kynnt. Uppfærð útgönguspá 2025 gerir ráð fyrir um 39 milljón króna tekjuafgangi.

Bókun fundar

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þær afskriftir sem nauðsynlegar eru vegna slita Fasteignafélags Húnavatnshrepps.

  1. Ósk um samstarf og fund milli félagsþjónustu sveitarfélaga og almannavarna

Lagt fram til kynningar.

  1. Kjördæmadagar þingmanna

Lagt fram til kynningar að næstu kjördæmadagar þingmanna verða dagana 23–27. febrúar.

  1. Stafræn vegferð – Samband íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar 53. fundur

Fundargerð 53. fundar skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga

Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag sameinaðra sveitarfélaga.

Farið yfir landnotkunarflokka ofl.

  1. Sveitarfélagsmörk Húnabyggðar og Skagabyggðar.

Samkvæmt auglýstu aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar virðist vera misræmi á sveitarfélags­mörkum milli Húnabyggðar og Skagafjarðar í Laxárdalsfjöllum og Víðidal.

Skipulags- og samgöngunefnd leggur til að sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa sé falið að vinna að leiðréttingu sveitarfélagsmarka á svæðinu.

  1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24

Fundargerð 24. afgreiðslufundar byggingafulltrúa lög fram til kynningar.

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 132. fundur

Fundargerð 132. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu Vinnueftirlitsins vegna mælinga á vinnuumhverfi slökkviliðsstöðvarinnar. Samkvæmt úttektinni skapast ekki hættulegar aðstæður við ræsingu bíla slökkviliðsins og sérstaklega ekki séu útihurðar opnar þegar ökutæki eru ræst. Bent er á að hægt sé að gera enn betur hvað varðar loftræstingu og aðferðir til þess skilgreindar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara drögunum miðað við umræður fundarins.

  1. Eftirlitsskýrsla frá Heilbrigðiseftirlitinu

Lögð fram til kynningar úttekt á gámasvæðinu við Aralæk, en sett er út á nokkur atriði er varðar umgengni á svæðinu og skipulag svæðisins. Byggðarráð áréttar að huga þurfi að framtíðarskipulagi gámasvæða í sveitarfélaginu og skilgreiningu lausna sem standast þær kröfur sem nú eru gerðar um þessi mál, hvort heldur sem gámasvæðum verði lokað, þau færð eða þeim breytt. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um kostnað allra gámasvæða í sveitarfélaginu.

  1. Stafræn upplifun Vatnsdælu á refli

Lagt fram til kynningar að Húnabyggð hefur fengið styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra upp á 1.800.000kr. til þess að vinna að stafrænni upplifun á Vatnsdælureflinum.

  1. Bréf Samkeppniseftirlitsins til sveitarfélaga

Lögð fram til til kynningar ósk Samkeppniseftirlitsins um að upplýsa um kostnað sveitarfélagsins á árunum 2019-2025 vegna meðhöndlunar úrgangs og hvaða verktakar hafa fengið fyrir þessa þjónustu greitt. Byggðarráð felur starfandi fjármálastjóra að útbúa yfirlitið og senda það til Samkeppnis­eftirlitsins.

  1. Þjónusta sveitarfélaga - ný rannsókn

Lagt fram til kynningar.

  1. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025/2026 - Blönduós - Húnabyggð

Byggðarráð samþykkir sérreglur sem gilda um byggðakvóta sveitarfélagsins 2025-2026, sem er um 15 tonn, og felur sveitarstjóra að senda þær inn til Matvælaráðuneytisins.

Bókun fundar

Sveitarstjórn samþykkir sérreglur um byggðarkvóta Húnabyggðar 2025-2026 og felur sveitarstjóra að senda þær inn til Matvælaráðuneytisins.

  1. Frumvarp um breytinga á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í samráðsgátt

Lagt fram til kynningar.

  1. Breyting á 4. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Viðauki við lánasamning vegna slita Fasteignafélags Húnavatnshrepps

Lagður fram til kynningar viðauki við lánasamning milli Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga og Húnabyggðar vegna yfirtöku Húnabyggðar á lánum Fasteignafélags Húnavatnshrepps ehf. en því félagi var slitið í lok árs 2025 sbr. ákvörðun sveitarstjórnar Húnabyggðar 11.11.2025.

Viðaukinn kveður á um ákvörðun um lántöku/skuldaraskipti og veðsetningu tekna vegna lánasamninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bókun fundar

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með á fundi sínum lántöku/skuldaraskipti á fimm lánum útgefnum af Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga, þannig að Húnabyggð verði lántaki í stað Fasteigna Húnavatnshrepps ehf., í samræmi við skilmála í viðauka við lánasamninga vegna skuldaraskipta á lánasamningum nr. 1207_26, 1609_37, 1802_30, 1912_78 og 2011_111 sem liggur fyrir fundinum.

Til áframhaldandi tryggingar á lánunum eftir skuldaraskiptin – þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði – samþykkir sveitarstjórnin að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.

Jafnframt er Pétri Arasyni, sveitarstjóra, kt. 270770-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð f.h. Húnabyggðar til að undirrita viðauka við ofangreinda lánasamninga við Lánasjóð sveitarfélaga, veðyfirlýsingu skv. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga og önnur skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni/skuldaraskiptunum.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri fór yfir verkefni síðasta mánaðar og það sem verið er að vinna með núna á vetrar­mánuðum.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Um er að ræða mál sem varðar túlkun ráðningarsamnings og launakjör sveitarstjóra. Þar sem málið snertir persónuleg kjör starfsmanns og byggir á ráðgjöf endurskoðanda, leggur forseti til að umfjöllun og afgreiðsla fari fram í trúnaðarbók.

Sveitarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðu atkvæðum að færa málið í trúnaðarbók.

Bókun færð í trúnaðarbók.

Getum við bætt efni þessarar síðu?