61. fundur 27. nóvember 2025 kl. 15:00 - 17:26
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Sigurður Erlingsson frá Performare og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG komu inn á fundinn undir liðum 1-4.

Í upphafi fundar bar forseti sveitarstjórnar upp tillögu um að liður 4 í auglýstri dagskrá yrði tekinn af dagskrá. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá

  1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

Þorsteinn Þorsteinsson fór yfir viðauka 7 sem skilgreinist á eftirfarandi hátt:

  • Viðauki vegna aukinnar lántöku upp á 80.000.000kr. en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir heildarlántöku að upphæð 240.000.000kr. á árinu 2025, en með viðauka 7 eykst heildarlántaka ársins 2025 í 320.000.000kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 7.

  1. Lántaka Húnabyggðar

Fyrir fundinum láu gögn um lán sem fyrirhugað er að Húnabyggð taki. Sigurður Erlingsson fór yfir lánið og skilmála þess.

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 27.11.2025 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 120.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til framkvæmda og uppbyggingar samkvæmt fjárfestingaáætlun Húnabyggðar 2025 sem felur í sér verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Pétri Arasyni, sveitarstjóra, kt. 270770-4879 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða lántökuna.

  1. Fjárhagsáætlun 2026

Tekin var fyrir til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2026, ásamt þriggja ára áætlun. Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun Húnabyggðar til byggðarráðs til frekari vinnslu og jafnframt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

  1. Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2026

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall Húnabyggðar 2026 verður 14,97%.

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 126. fundur

Fundargerð 126. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 61. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Sala eigna

Fyrir fundinum láu þrjú verðmöt á eignum Húnabyggðar sem byggðarráð ákveður að auglýstar verði til sölu. Sveitarstjóra falið að setja eignirnar á sölu.

  1. Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra - fjárhagsáætlun 2026

Lagt fram til kynningar.

  1. Minnisblað um tollfrelsi

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 84. fundar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026 og útgönguspá 2025. Farið var yfir gjaldskrár í fráveitu- og úrgangsmálum og álagningarprósentu fasteignaskatts. Unnið var áfram með fjárfestingaáætlun 2026.

Jón Gíslason og Elín Aradóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

Við teljum að ekki hafi verið staðið að boðun 126. fundar byggðaráðs með eðlilegum hætti. Undanfarna mánuði hefur hefðbundinn fundartími byggðaráðs verið á miðvikudögum, en í þetta skipti var ákveðið með stuttum fyrirvara að halda fundinn utan hefðbundins tíma, án samráðs við alla aðalmenn byggðaráðs. Hvorki JG né EA, sem er hans varamaður, höfðu tök á að mæta á fundinn og óskaði JG eftir því að fundartíminn yrði endurskoðaður, en um það var engu skeytt. Það hlýtur að teljast sjálfsagt að haft sé samráð við alla aðalmenn byggðaráðs um breytingar á fyrirkomulagi funda.

  1. Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar 50. fundur

Fundargerð 50. fundar skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 61. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

1.Aðalskipulagsbreyting vestan Svínvetningarbrautar

Til umræðu breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að á svæðinu byggist upp verslun og fjölorkustöð. Áður var í gildi landnotkunin opið svæði og deiliskipulag skemmtigarðsins Undraveröld við Blöndubakka.

Áður var skipulagslýsing tekin fyrir á fundi skipulags- og samgöngunefndar þann 7. október s.l. og samþykkt að lýsingin yrði kynnt. Lýsingin var í kynningu frá 17. október til 7. nóvember. Athugasemdir sem bárust við lýsinguna verða nýttar við mótun skipulagstillögu.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillöguna áfram með ráðgjöfum.

2.Deiliskipulag vestan Svínvetningarbrautar

Til umræðu tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustulóð við Svínvetningabraut. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að á svæðinu byggist upp verslun og fjölorkustöð. Áður var í gildi deiliskipulag skemmtigarðsins Undraveröld við Blöndubakka. Áður var skipulagslýsing tekin fyrir á fundi skipulags- og samgöngunefndar þann 7. október s.l. og samþykkt að lýsingin yrði kynnt. Lýsingin var í kynningu frá 17. október til 7. nóvember. Athugasemdir sem bárust við lýsinguna verða nýttar við mótun skipulagstillögu.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillöguna áfram með ráðgjöfum og hagaðilum.

3.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga

Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag sameinaðra sveitarfélaga.

Farið yfir hverfisverndurnarsvæði ofl.

4.Deiliskipulag Brautarhvammi

ZAL vék af fundi undir þessum lið

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brautarhvamms, ferðaþjónustu- og útivistarsvæði.

Breytingin felur í sér skilgreiningu á byggingu fimm nýrra gistihúsa auk þjónustuhúss á svæði 2, sem áður var ætlað húsbílum og hjólhýsum.

Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún samsvarar núverandi notkun svæðisins. Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að farið verði í heildar endurskoðun á deiliskipulagssvæðinu og jafnframt verði farið í að finna tjaldsvæðinu nýjan stað eins og rætt hefur verið í nefndinni undanfarin misseri.

Bókun fundar

GRL óskaði eftir því að þessi liður yrði bókaður í tvennu lagi þ.e, fyrst um óverulega breytingu á deiliskipulagi og síðan um breytingu á deiliskipulagi alls svæðisins. GRL og ZAL véku af fundi undir umræðu fyrri afgreiðslunnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún samsvarar núverandi notkun svæðisins. Þó er vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um grenndarkynningu þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

GRL og ZAL komu aftur inn á fundinn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með níu atkvæðum að fela jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins í Brautarhvammi. Þá staðfestir sveitarstjórn þá fyrirætlun sveitarfélagsins að færa tjaldsvæði Blönduóss á nýjan stað og hefja þegar í stað nauðsynlega skipulagsvinnu vegna þess og undirbúning verklegra framkvæmda sem þessu mun fylgja. Sveitarstjórn vísar nánari útfærslu til skipulags- og samgöngunefndar.

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 127. fundur

Fundargerð 127. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 61. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1, 3 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Heimilisfang skrifstofu Húnabyggðar

Byggðarráð staðfestir að nýtt heimilisfang skrifstofu Húnabyggðar sé Húnabraut 5, 540 Blönduósi.

Bókun fundar

Sveitarstjórn staðfestir að nýtt lögheimili skrifstofu Húnabyggðar sé Húnabraut 5, 540 Blönduósi.

  1. Skotfélagið Markviss 2025

Lögð fram samantekt á starfsemi Markviss á árinu 2025. Mikil starfsemi hefur verið í félaginu á árinu og ýmiskonar framkvæmdir í gangi. Þá hefur keppnishald verið umtalsvert og sérstaka athygli vekur góður árangur félagsins í mótum á árinu, en sex Íslandsmeistaratiltlar skiluðu sér í hús og tíu Íslandsmet.

  1. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna í Húnabyggð

Byggðarráð samþykkir framlagt umboð til handa sviðsstjóra velferðarsviðs og fræðslustjóra og vísar umboðinu til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.

Bókun fundar

Sveitarstjórn staðfestir umboð til handa sviðsstjóra velferðarsviðs og fræðslustjóra Húnabyggðar.

  1. Umhverfismælingar og mælaborð

Lagt fram til kynningar.

  1. Starfamessa 20. nóvember 2025

Lagt fram til kynningar.

Bókun fundar

Af gefnu tilefni vill sveitarstjórn koma því á framfæri við SSNV að starfamessa verði framvegis kynnt tímalega fyrir öllum fyrirtækjum og stofnunum á Norðurlandi vestra og þeim boðið að taka þátt. Framtakið er mjög gott og því mikilvægt að allir sem hafa á því áhuga fái tækifæri til að kynna sína starfsemi. Það má t.d. taka fram að Norðurland vestra er mikið landbúnaðarsvæði og sá atvinnuvegur ætti að hafa sitt pláss o.s.frv. Viðburðurinn er fyrir ungmenni svæðisins og því mikilvægt að þau fái heildstæða mynd af atvinnulífi Norðurlands vestra.

  1. Mál til opinberrar umsagnar

Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að skoða tilefni til athugasemda við 229. mál – Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.

  1. Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026 og útgönguspá 2025. Unnið var áfram með fjárfestingaáætlun 2026.

  1. Fjallskilanefnd Húnabyggðar 5. fundur

Fundargerð 5. fundar fjallskilanefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 61. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Fjallskilasamþykkt A-Hún

Töluverðar umræður urðu um núgildandi fjallskilasamþykkt A-Hún og þrátt fyrir að ýmislegt megi uppfæra og ræða um er fjallskilannefnd sammál um að ekki sé þörf á því að gera meiriháttar breytinga á samþykktini.

Eftirfarandi eru atriði sem fjallskilanefnd vill skoða nánar:

  • 23. gr. tillaga að flytja Sveinstaðarétt úr aukarétt í skilarétt. Þetta er gert þar sem aðstæður hafa breyst og stór fjárbú eru utarlega í Vatnsdal og Þingi. Þetta þekkist nú þegar í fjallskiladeild Eyvindarstaðaheiðar.
  • Bæta þarf við Hvammsrétt í Langadal sem aukarétt.
  • Skoða þarf hvort að Kjalarlandsrétt eigi að vera skilarétt.
  • Hvað varðar réttardaga að breyta núverandi skilgreiningu fyrir fyrri réttir þannig að alltaf sé hægt að velja tvo laugardaga eða tvo sunnudaga í september. Þetta er gert með því að tímabilið sé skilgreint 4-13. september.
  • Breyta þurfi eftirfarandi texta Seinni réttardagar í öllum réttum austan Blöndu eru viku eftir aðalréttir þannig að seinni réttir verði eigi seinna en tvemur viku eftir fyrri réttir.
  • Fjárskil í Húnabyggð fari fram frá fyrsta mánudegi í október fram að 18. október.
  • Réttardagar í öllum fjallskiladeildum skulu gerðir opinberir í síðasta lagi 10. júní.
  • 29. gr. má sleppa henni, en þá þarf að hugsa hvað er gert ef það eru til aukaréttir? Gera aukaréttir að skilaréttum en sleppa því að nefna hinar?

 

Á næstu fundum fjallskilanefndar verða þessi og önnur atriði rædd nánar áður en breytingatillögur verða formlega lagðar fram.

  1. Fjallskil og gangnaseðlar

Eftirfarandi bókun barst frá fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða:

Fjallskilastjórn Grímstungu- og Haukagilsheiða leggur til að sagt verði upp samningi vegna Sauðadals og nýr samningur verði gerður vegna hans. Jafnframt vísar fjallskilastjórn til 5. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Austur-Húnavatnssýslu um sameiginleg beitilönd og notkun þeirra í þessu samhengi.

  1. grein Fjallskiladeildar er svohljóðandi:

Land sem fjallskilaframkvæmd tekur til, skiptist í afrétti og heimalönd. Þar sem almenningur (óbyggðir) þurfa hreinsunar við, tekur fjallskilaframkvæmd til þeirra eftir því sem þörf krefur og nánar er fyrir mælt í lögum um fjallskil og samþykkt þessari. Land sem notað er til upprekstrar, en er í eigu annarra aðila en viðkomandi upprekstrarfélags eða hreppa innan þess, fellur undir yfirumsjón fjallskiladeildar þess hrepps sem landið er í, án tillits til þess hvort eigendur landsins eru búsettir innan hreppsins eða utan hans.

Samkvæmt korti 17151 Vatnsdalur, frá Landmælingum Íslands, útgefið árið 1916 sést greinilega að Sauðadalur liggur að öllu leyti innan gamla Torfalækjarhrepps og fellur því undir fjallskiladeild Auðkúluheiðar.

  1. grein Fjallskilasamþykktar Austur-Húnavatnssýslu er svohljóðandi:

Fjallskilastjórn skal skipa fyrir um smalanir heimalanda. Heimilt er að haustsmölun heimalanda verði metin til aðalfjallskila eftir því sem hreppsnefnd ákveður. Allan óskilafénað, sem kemur fyrir, skal fara með samkvæmt ákvörðun fjallskilastjórnar.

Að þessu sögðu viljum við að sveitarstjórn Húnabyggðar skeri úr um hvort heimalönd á Sauðadal séu metin til aðalfjallskila eða ekki.

Í samkomulagi milli fyrrum Húnavatnshrepps og landeigandanna Pálma Ellertssyni og Sigurði Erlendssyni að Sauðadal sem rann út árið 2022 stangast 1., 3. og 6. grein samningsins á. Þær eru eftirfarandi:

1.grein: Samningsaðilar eru sammála um að stjórn Fjallskiladeildar Auðkúluheiðar og stjórn Fjallskiladeildar Grímstungu- og Haukagilsheiða meti þrjár haustleitir á Sauðadal til fjallskila í umboði Húnavatnshrepps, skv. Fjallskilasamþykkt, nr. 299 frá 3. mars 2009 og skv. lögum, um afréttarmál, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.

3.grein: Fjallskiladeild Auðkúluheiðar og Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða skulu sjá um smalamennskur skv. 1. gr. samkomulags þessa, sem hér segir:

  • Fyrstu Sauðadalsgöngur fari fram samkvæmt ákvörðun stjórna fjallskiladeildanna.
  • Aðrar Sauðadalsgöngur skulu fara fram, sunnudaginn, fyrir seinni réttir fjallskiladeildanna.
  • Eftirleit á Sauðadal skulu fara fram, fyrir hreppaskil fjallskiladeildanna.

 

6.grein: Fjallskiladeild Auðkúluheiðar og Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiða, bera ekki kostnað af öðrum fjárleitum á Sauðadal en þær sem tilgreindar eru í 3. gr. samkomulags þessa, s.s. frekari eftirleitir eftir 1. desember ár hvert.

Samkvæmt okkar skilningi þá samkvæmt 3. grein þá eiga fjallskiladeildirnar að borga fyrstu þrjár leitirnar en í 6. grein þá kemur skýrt fram að ekki eigi að greiða fyrir aðrar leitir en þessar þrjár en þó á að greiða fyrir alla smalamennsku fram að 1. des. Þetta samræmist ekki.

Eins og sagt var í upphafi þessa erindis þá samkvæmt 5. grein Fjallskilasamþykktar fyrir Austur-Húnavatnssýslu er “land sem notað er til upprekstrar, en er í eigu annarra aðila en viðkomandi upprekstrarfélags eða hreppa innan þess, fellur undir yfirumsjón fjallskiladeildar þess hrepps sem landið er í, án tillits til þess hvort eigendur landsins eru búsettir innan hreppsins eða utan hans”.

Samkvæmt korti Landmælinga Íslands frá 1916, 17151 Vatnsdalur sést greinilega að Sauðadalur fellur innan hreppamarka gamla Torfalækjarhrepps og því sé það alfarið í höndum fjallskiladeildar Auðkúluheiðar að skipuleggja leitir á Sauðadal sem og sækja það fé sem kemur fyrir að loknum gangnaskilum.

 

Fjallskiladeild Auðkúluheiðar vill færa eftirfarandi til bókar:

Út frá bókun fjallskiladeildar Grímstungu- og Haukagilsheiða vill fjallskilanefnd Auðkúluheiðar taka fram að deildin setur ekki út á samningurinn sé tekin upp og endurskoðaður. Fjallskiladeild Auðkúluheiðar vill taka fram að deildin óskar ekki eftir því að meiri kostnaður falli á deildina vegna þessa svæðis. Þá vill deildin einnig setja spurningamerki við að kort frá 1916 sé notað til grund­vallar í þessu máli í sameinuðu sveitarfélagi.

 

Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að fá lögfræðiálit á þessu álitamáli.

Bókun fundar

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum (EA situr hjá) að fela byggðarráði að taka málið til umfjöllunar og sjá til þess að hagaðilar málsins verði kallaðir til og að málið verði skoðað, kallað verði eftir lögfræðiáliti ef þess þarf og að málið verði að lokum lagt fyrir sveitarstjórn.

  1. Réttir og göngur

Ræddar voru ýmsar hugmyndir er varðar útfærslu rétta og þá sérstaklega stóðrétta. Ákveðið að ræða þessi mál betur á næstu fundum.

Ekkert annað rætt og ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði 26. janúar klukkan 15:30.

  1. Fræðslunefnd Húnabyggðar 24. fundur

Fundargerð 24. fundar fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 61. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Erindi frá MMS um innleiðingu á nýjum nemendagrunni

Óskað er eftir því við að sveitarfélagið samþykki sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskólum.

Fræðslunefnd samþykkir erindið og felur fræðslustjóra að vinna málið áfram.

  1. Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar

Fræðslustjóri kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannóknarinnar fyrir Húnaskóla vorið 2025.

  1. Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu - niðurstöður Talis

Fræðslustjóri renndi yfir niðurstöður Talis könnunarinnar sem framkvæmd var meðal kennara á unglingastigi vorið 2024.

  1. Skýrsla skólastjóra Húnaskóla

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri fór yfir skýrslu sína er varðar skólastarfið. Skýrslu skólastjóra má finna á heimasíðu Húnaskóla.

  1. Skýrsla leikskólastjóra leikskóla Húnabyggðar

Þessum lið frestað til næsta fundar nefndarinnar vegna forfalla.

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 128. fundur

Fundargerð 128. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 61. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Samningur við Instavolt

Fyrir fundinum lá samningur við Instavolt er varðar uppsetningu hleðsluinnviða á bílastæðinu við sundlaugina á Blönduósi. Byggðarráð staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

  1. Samningur við SSNV

Fyrir fundinum lá samningur við SSNV vegna leigu á húsnæði í kvennaskólanum á Blönduósi. Byggðarráð staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

  1. Fyrirspurn varðandi almyrkva/deildarmyrkva

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að Húnabyggð muni hafa sérstakan viðburð á næsta ári vegna almyrkva/deildarmyrkva, en sveitarstjóra er falið að skoða málið.

  1. 10 tonn af textíl - vitundarvakningnnleiðing

Lagt fram til kynningar.

  1. Markvissari árangur á sviði umhverfis- og loftslagsmála

Lagt fram til kynningar.

  1. Kynningarfundir á tillögum að breyttu fyrirkomulagi ytra byggingareftirlits

Lagt fram til kynningar.

  1. Aðgangur tollyfirvalda að rafrænu eftirliti hafna

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir fjárhagsáætlun ársins 2026. Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2026 til fyrri umræðu sveitarstjórnar.

Bókun frá Jóni Gíslasyni

Ástæða þess að ég sat hjá við afgreiðslu byggðaráðs á fjárhagsáætlun til fyrri umræðu var annars vegar vegna nýrrar tilllögu um fráveitugjöld sem lögð var fram á fundinum og ég hafði ekki séð áður og taldi mig ekki hafa nægan tíma til að taka afstöðu til,og hins vegar vegna þeirra vinnubragða sem viðhafðar hafa verið við gerð fjáfestingaáætlunar, þar sem eftir ítrekaða beiðni um að fá drög af henni í hendur með eðlilegum fyrirvara fékk ég hana án skýringa morguninn sem fundurinn er haldinn . Lagði ég fram breytingatilllögu við hana sem var felld af meirihluta byggðaráðs án umræðu eða viðbragða meirihluta byggðaráðs til málamiðlunar.

Í lok fundar ákvað sveitarstjórn að fundur sveitarstjórnar 15. desember verði klukkan 14:00 en ekki 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?