59. fundur 14. október 2025 kl. 15:00 - 17:25
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Elín Ósk Gísladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 117. fundur

Fundargerð 117. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning Húnabyggðar

Lögð fram drög að nýjum reglum um húsnæðisstuðning Húnabyggðar og frekari útfærslu reglannna er vísað til fjármálateymis Húnabyggðar.

  1. Samningur um Vatnsdælurefil

Lögð fram til kynningar lokaútgáfa samnings milli Húnabyggðar og Jóhönnu Pálmadóttur og barna hennar um varðveislu Vatnsdælurefilsins.

Byggðarráð vill nota tækifærið og óska Jóhönnu og öllum til hamingju með vel heppnaða hátíðardagskrá föstudaginn 29. ágúst í tilefni afhendingar Vatnsdælurefilsins.

  1. Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja

Lögð fram beiðni Péturs Blöndals Gíslasonar fyrir hönd Hveravallafélagsins ehf. um umsögn um geymslustað ökutækja vegna starfsleyfis ökutækjaleigu.

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

  1. Haustþing SSNV

SSNV hefur óskað eftir hugmyndum um umræðuefni á haustiþingi SSNV. Þau málefni sem Húnabyggð óskar eftir að skoðað verði að leggja fyrir þingið eru:

  • Nota SSNV meira sem miðpunkt í innleiðingu mála eins og t.d. loftlagsmála.
  • Samgönguáætlun NV
  • Sameiginleg sýn í orkumálum
  • Staða fjarskiptamála

Sveitarstjóra falið að vinna að skilgreiningu þessara mála og leggja fyrir byggðarráð fyrir haustþing SSNV.

  1. Löggæslumyndavélar í umdæminu

Lagt fram til kynningar samkomulag milli SSNV og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um að þau fjármagni uppsetningu öryggismyndavéla á innkomuleiðum inn í landshlutann. Áætlaður kostnaður Húnabyggðar vegna verkefnisins er ríflega 600.000kr.

Byggðarráð staðfestir samkomulagið fyrir hönd Húnabyggðar.

Bókun fundar

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna og vísar henni til fjárhagsáætluargerðar fyrir árið 2026. Málið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðun, ZAL sat hjá.

  1. Beiðni um umsögn vegna Brautarhvamms 3

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

Bókun fundar

ZAL vék af fundi undir lið 6.

  1. Beiðni um umsögn vegna Brautarhvamms 4

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

Bókun fundar

ZAL vék af fundi undir lið 7.

  1. Beiðni um umsögn vegna Brautarhvamms 5

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

Bókun fundar

ZAL vék af fundi undir lið 8.

  1. Samningur við skólasálfræðing

Undirrritaður samningur lagður fram til kynningar.

  1. Álit Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Holtavörðuheiðarlínu 3

Byggðarráð bendir á að niðurstöður Skipulagsstofnunar eru að mestu leiti samhljóma áliti Húnabyggðar þar sem talið er mun fýsilegra að fara með núverandi byggðarlínu.

Bókun fundar

Sveitarstjórn bendir á að í kerfisáætlun Landsnets er eingöngu talað um uppbyggingu byggðalína þegar talað er um uppbyggingu orkudreifikerfisins. Byggðalínur eins og nafnið gefur til kynna er dreifikerfi sem tengir byggðir landsins, þó einhverjir kaflar kerfisins í dag séu utan byggða. Það að orkudreifikerfið sé í byggð er forsenda þess að atvinnuuppbygging til lengri tíma geti átt sér stað í byggðum landsins. Í um 30 ár hafa 30MW verið föst og ónotuð í Blönduvirkjun vegna þess að orkudreifikerfið hefur ekki getað flutt alla þá orku frá Blöndustöð sem hún getur framleitt. Þessi orka hefði t.d. geta verið notuð til atvinnuuppbyggingar á nærsvæðinu með tilheyrandi hagvexti fyrir svæðið. Það hefði því fyrir löngu geta verið búið að stækka orkudreifikerfið frá Blöndustöð að Laxárvatni sem fyrsta áfanga í uppbyggingu byggðarlínunnar. Þetta er ekki að borðinu þar sem Landsnet setur áherslu á að flytja orkuna frá framleiðslunni til stórnotenda á Suðvesturhorni landsins styðstu leið fram hjá þeim byggðum sem þurfa aðgengi að orkunni til þess að eiga möguleika á atvinnu­uppbyggingu til framtíðar.

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga - 983. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Samtök orkusveitarfélaga - 87. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum - 83. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Hafnasambands Íslands - 474. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar 13.fundur

Fundargerð 13. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

1.Skjólið - starfið

Félagsmiðstöðin Skjólið - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir starfið í félagsmiðstöðinni veturinn 2025-2026.

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni veturinn 2025-2026.

2.Heilsudagar í Húnabyggð

Heilsudagar í Húnabyggð - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta-og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir drög að dagskrá Heilsudaga í Húnabyggð.

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, kynnti drög að dagskrá Heilsudaga í Húnabyggð sem haldnir verða dagana 23-30. september nk. Markmiðið er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga að heilsunni. Húnabyggð fær styrk frá ÍSÍ til þess að vera með viðburði í þessari viku. Fullbúin dagskrá ætti að fara í loftið fimmtudaginn 18. september nk. Nefndin vill hvetja alla íbúa til þess að taka þátt í dagskránni.

3.Landsmót Samfés

Landsmót Samfés - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar mætir undir þessum lið

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, kynnti Landsmót Samfés sem fyrirhugað er að haldið verði á Blönduósi dagana 3.-5. október nk. en vert er að geta þess að fyrsta Landsmót Samfés var haldið á Blönduósi árið 1990. Á Landsmót Samfés koma um 350-400 unglingar af öllu landinu, ásamt starfsfólki. Landsmótið er haldið með það að markmiði að skapa vettvang fyrir ungmenni víðsvegar af landinu til að hittast, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og efla félagslega þátttöku.

4.Eflum skátastarf á landsbyggðinni

Eflum skátastarf á landsbyggðinni - Erindi frá Bandalagi íslenskra skáta.

Lagt fram til kynningar erindi frá Bandalagi íslenskra skáta. Í erindinu er óskað eftir því að hitta fulltrúa sveitarfélagsins á fundi og kynna starfsemi skáta betur. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta-, menningar- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins að svara erindinu og bjóða fulltrúum Skáta­hreyfingarinnar á næsta fund nefndarinnar.

5.Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna - Möguleikar ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta-og menningarstarfsemi

Húnabyggð sótti um styrk vegna tómstundaaksturs barna í dreifbýli Húnabyggðar. Tilgangurinn er að bæta aðgengi barna og ungmenna sem búa í dreifbýli Húnabyggðar að íþrótta- og tómstundastarfsemi sem fram fer á Blönduósi með því að koma að reglulegum akstri milli byggðarlaga. Þetta stuðlar að jafnari tækifærum, bættri félagsfærni og almennri vellíðan. Helstu markmið er að koma á samgönguleiðum fyrir börn og ungmenni frá fjórum dreifbýlissvæðum, með eina til tvær ferðir í viku á æfingar eða í tómstundastarf skólaveturinn 2025-2026 og veturinn 2026-2027.

Lagður var fram til kynningar samningur Húnabyggðar og innviðaráðuneytisins vegna verkefnisins.

Umræður urðu um fyrirkomulag akstursins. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs til umfjöllunar um fyrirkomulag akstursins, fjármagn o.fl.

6.Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.

Umræður sköpuðust um þennan lið á fundinum.

Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar fyrir fjárhagsáætlunargerð eru eftirfarandi:

Áhersla verði lögð á gerð og uppbyggingu göngu- og hjólastíga innan sveitarfélagsins, fjölgun bekkja og kortlagningu á gönguleiðum.

Að endurbætur á félagsmiðstöðinni verði fullkláraðar með gluggaskiptum.

Að gerðar verði ráðstafanir vegna hálku/fallvarna í íþróttaklefum íþróttahússins í og við sturtusvæði.

Að farið verði í lagfæringar á flísum á sundlaugasvæði til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir.

Að settur verði upp sandblakvöllur á Þríhyrnunni.

Að farið verði í algera uppbyggingu á körfuboltasvæðinu við Húnaskóla.

Sveitarfélagið stuðli að auknu framboði íþrótta í sveitarfélaginu, fyrir allan aldurshóp, t.d. í auknu samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög.

Sveitarfélagið móti skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á íþróttavellinum á Blönduósi, t.d. um lagningu gervigrass og tartans á hlaupabrautina.

Nefndin felur formanni að koma framangreindum áherslum nefndarinnar til formanns byggðaráðs Húnabyggðar svo hægt verði að taka mið af þeim fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.

7.Önnur mál

Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

  1. Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar 45. fundur

Fundargerð 45. fundar skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

Dagskrá fundarins

  1. Aðalskipulag sameinaðra þriggja sveitarfélaga

Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag sameinaðra sveitarfélaga.

Farið var yfir þéttbýlisuppdrátt með skilmálatöflu 9. kafla vatn, vernd og vá í nýju aðalskipulagi

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 118. fundur

Fundargerð 118. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um húsnæðisstuðning Húnabyggðar og byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar Húnabyggðar.

Uppfærð fjárfestingaráætlun kynnt en staða fjárfestinga ársins er nú um 297 milljónir króna.

Bókun fundar

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýjar reglur um húsnæðisstuðning Húnabyggðar.

  1. Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Lagt fram til kynningar.

  1. Heimastjórn fyrrum Skagabyggðar

Fundargerð fundar heimastjórnar frá 15.09.2025 lögð fram til kynningar. Umsögn Húnabyggðar vegna aðalskipulags Skagafjarðar byggir á áliti heimastjórnarinnar og hefur þegar verið send inn.

  1. Samningsdrög um talmeinaþjónustu út 2026

Byggðarráð samþykkir samningsdrögin og felur fræðslustjóra að ganga frá samningnum.

  1. Eftirlistskýrslur vegna fasteigna

Lagðar fram skýrslur um aðstöðu dreifnáms og úttektar á raflagnamálum gamla skólahúss Húnaskóla. Sveitarstjóra falið að bregðast við athugasemdum vegna raflagna í Húnaskóla.

  1. Samningur um húsnæði fyrir dreifnám

Undirskrifaður samningur við Rarik lagður fram til kynningar.

  1. Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 55/1992

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 127. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Tillögur að ályktunum fyrir haustþing SSNV

Lagðar fram til kynningar þær áherslur sem Húnabyggð vill leggja fram á komandi haustþingi SSNV.

  1. Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambandsins

Lagt fram til kynningar

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 119. fundur

Fundargerð 119. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Fundargerð Almannavarnarnefndar

Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnarnefndar Austur Húnavatnssýslu frá fundi 18.09.2025. Á fundinum var skipulagi nefndarinnar breytt og var hún stækkuð umtalsvert og munu núna 11 manns skipa nefndina. Frá Húnabyggð sitja í nefndinni Pétur Arason, Ingvar Sigurðsson og Bergþór Gunnarsson.

  1. Samningur um sérleið vegna skólaársins 2025-2026

Vegna breytinga á akstursleiðum og íbúasamsetningu þurfti að breyta skólaakstursleiðum þessa skólaárs. Lagður var fram til kynningar samningur um akstur í vestanverðum Svínadal sem byggðarráð samþykkir samhljóða.

  1. Samantekt fundar skiptastjórnar 18.september 2025

Slit byggðarsamlaganna er nú á lokametrunum og núna er verið að vinna að formlegum slitum félags- og skólaþjónustu.

  1. Uppsögn leigusamnings við HSN

Húnabyggð hefur sagt upp leigusamningi við HSN undir starfsemi félags- og skólaþjónustunnar og munu starfsmenn sviðsins flytja með starfsfólki skrifstofu Húnabyggðar í nýtt húsnæði á Húnabraut 5 á næstunni.

  1. Fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040 - uppfært

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Bókun byggðarráðs bókuð í trúnaðarbók.

  1. Haustþing SSNV

Tillögur fyrir haustþing kláraðar og sveitarstjóra falið að senda þær á SSNV.

  1. Öldungaráð Húnabyggðar 11. fundur

Fundargerð 11. fundar öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Dagdeild, staða mála

Á síðasta fundi ráðsins upplýsti félagsmálastjóri um stöðu málsins en þá var virkt samtal komið á við Sjúkratryggingar Íslands. Enn beðið eftir upplýsingum frá SÍ en gögn hafa verið send frá félagsþjónustu sem óskað var eftir. Félagsmálastjóri hefur ítrekað beiðni um fund.

  1. Fyrirspurn frá FEB um tekjur og gjöld (Málefni eldra fólks í Húnabyggð)

Formaður FEBH sendi beiðni fyrir 10. fund ráðsins og óskaði eftir upplýsingum um þær tekjur sem sveitarfélagið fær af útsvari og fasteignagjöldum eldri borgara annars vegar og hins vegar hversu mikinn kostnað sveitarfélagið leggur til í málaflokkinn. Vegna sumarleyfa var ekki unnt að verða við beiðninni á þeim tíma og fært til bókar á 10. fundi ráðsins að stefnt sé á upplýsingagjöf á fundi ráðsins í dag.

Ekki hefur gefist tími til að taka upplýsingar saman. Tilgangur fyrirspurnarinnar er að varpa ljósi á gróft hlutfall tekna og gjalda vegna málaflokks eldri borgara. Formaður FEBH vísar til kostnaðar- og ábátagreiningar KPMG frá 2023 til frekari umræðu, en þar er hægt að sjá frekari greiningu gagna á landsvísu.

Formaður öldungaráðs, formaður FEBH og sveitarstjóri vinna málið áfram.

  1. Áherslur öldungaráðs fyrir fjárhagsáætlun

Að sveitarfélagið ráði fagaðila, t.d. íþróttakennara eða sjúkraþjálfara, til að sinna Bjartur lífsstíll og Heilsueflandi samfélag þar sem unnt væri að sinna betur þeim hópum sem við á. Ráðið telur mikilvægt að ráða sérstakan starfsmann til verkefnisins til að unnt sé að vinna verkefnið af þeim krafti sem þeim er ætlað. Í þessu samhengi þyrfti sveitarfélagið að gera eldri borgurum kleift að stunda heilsueflingu sér að kostnaðarlausu, t.d. ef sveitarfélagið greiði fyrir þjálfara, íþróttakennara eða sjúkraþjálfara og sé í auknu samstarfi við USAH.

Að áætlaður sé kostnaður vegna dagdvalar Húnabyggðar og HSN.

Að lagt sé púður í að markaðssetja og auka sýnileika þeirrar þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara, t.d. uppfæra heimasíður, kynningarefni á heimili o.þ.h.

Að unnin sé þarfagreining sem skoðar sérstaklega þær hindranir sem eru í vegi fólks og koma í veg fyrir að það geti tekið þátt, og þá taki þátt, í skipulögðu lýðheilsu- og félagsstarfi fyrir eldri borgara.

Að áætlaður sé kostnaður vegna mögulegrar grænmetisræktunar fyrir eldri borgara í samstarfi við HSN, Vinnuskóla Húnabyggðar og aðra hagaðila. Slíkt verkefni sameinar félagslegt samneyti fólks sem og lýðheilsumarkmið, sem hvetur m.a. til heilbrigðs lífernis og vellíðunar.

Að áætlaður sé kostnaður í gönguleið með góðu aðgengi frá Flúðabakka og að Blöndubrú, og áfram að verslunar- og þjónustukjarna við Melabraut. Slíkt aðgengi myndi bæta þjónustu við fleiri hópa en aldraða.

Að áætlaður sé kostnaður til að yfirfara og lagfæra gangstéttar sem eru sprungnar og illa farnar, með tilheyrandi fallhættu, til að halda áfram þeirri vinnu sem unnin hefur verið þessu ári til lagfæringa.

Formaður ráðsins sendir þessari áherslur áfram til byggðaráðs til umfjöllunar fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.

  1. Önnur mál

Ekkert bókað undir þessum lið

  1. Fræðslunefnd Húnabyggðar 23. fundur

Fundargerð 23. fundar fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

1.Menntastefna

Starfshópur um menntastefnu hefur hist tvisvar og greindi fræðslustjóri frá vinnunni sem þar hefur farið fram. Sveitarstjóri hefur tilgreint að Magnús Sigurjónsson og Dagný Rósa Úlfarsdóttir bera ábyrgð á gerð menntastefnu Húnabyggðar. Starfshópur mun einnig halda áfram að hittast. Ljóst er að þessi vinna er mikil og er stefnt á að koma með drög í lok nóvember.

2.Matsferill, stöðu- og framvindupróf

Erindi frestað frá síðasta fundi nefndarinnar þar sem eftirfarandi var bókað:

Mikil umræða er í samfélaginu um mat á skólastarfi meðal annars vegna umræðna um Matsferil, sem er samræmt mat á námsferli nemenda. Skólum ber að leggja prófin fyrir 4. 6. og 9. bekk í hverjum skóla. Prófin eru hugsuð sem stöðu- og framvindupróf. Skólum er frjálst að leggja prófin fyrir í fleiri árgöngum og hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að m.a. prófa nemendur í hverjum árgangi frá og með núverandi skólaári. Rökin fyrir því eru m.a. að skort hefur samræmt matstæki til að leggja mat á námferil nemenda um árabil.

Skólastjóri og fræðslustjóri munu fara á kynningu um samræmt mat og frestar fræðslunefnd ákvörðun sinni til næsta fundar nefndarinnar.

Skólastjóri og fræðslustjóri fóru á kynninguna og greindu nefndarmönnum frá henni.

Fræðslunefnd samþykkir að stöðu- og framvindupróf verði lögð fyrir alla nemendur í 4.-10. bekk Húnaskóla frá og með núverandi skólaári.

Staðan verður síðan endurmetin næsta vor að loknum prófum.

3.Barnaheill - fræðsluerindi

Fræðsluerindi um börn og kynferðisofbeldi fyrir foreldrahópa og starfsfólk

Fræðslunefnd samþykkir að keypt verði fræðsla fyrir allt starfsfólk Húnabyggðar og foreldra um vernd barna gegn kynferðisofbeldi.

Erindinu vísað til byggðarráðs til staðfestingar.

4.Önnur mál

Ekkert rætt undir þessum lið

  1. Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar 46. fundur

Fundargerð 46. fundar skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

1.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga

Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag sameinaðra sveitarfélaga.

Farið var yfir vinnugögn frá ráðgjafa ásamt kortlagningu göngustíga.

  1. Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar 47. fundur

Fundargerð 47. fundar skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1, 2 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

1.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 8

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 7. október 2025 var máli vegna útgáfu byggingarleyfis við Brimslóð 8 vísað til meðferðar og ákvörðunar skipulags- og samgöngunefndar til fullnaðarafgreiðslu

Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfu byggingarleyfis fyrir Brimslóð 8 verði hafnað þar sem núgildandi aðalskipulag leyfir ekki slíka framkvæmd. Verið er að vinna deiliskipulag fyrir umrætt svæði auk breytinga á aðalskipulagi. Það er yfirlýstur vilji sveitarfélagsins að hverfisvernd verði á gamla bænum og að ásýnd byggðarinnar verði varðveitt. Í deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag svæðisins sem auglýst var 18. júlí - 18. ágúst 2024 er skýrt tekið fram að unnið verði að vernd, viðhaldi, endurheimt og styrkingu bæjarmyndar gamla bæjarkjarnans og Klifamýrar. Sveitarfélagið hefur um langt árabil, eða frá árinu 2017 unnið að verndun svæðisins og stefnt er að því að þær fyrirætlanir verði staðfestar í nýju deiliskipulagi og aðalskipulagi. Á meðan þessi vinna fer fram og á grundvelli gildandi aðalskipulags er útgáfu byggingarleyfis hafnað.

Samþykkt með þremur atkvæðum, MÞ sat hjá.

ZAL kom aftur til fundar kl. 15:19

Bókun fundar

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar með fimm atkvæðum, þrír sitja hjá (EA, SÞS og JG).

Meirihluti sveitarstjórnar vill nota tækifærið og mótmæla þeirri túlkun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar sé ekki heimilt að afgreiða umsókn um byggingarleyfi án þess að byggingarfulltrúi hafi afgreitt málið á afgreiðslufundi. Skipulags- og samgöngunefnd hefur gefið byggingarfulltrúa vald til afgreiðslu byggingarleyfa en nefndin hefur eftir sem áður heimild til afgreiðslu slíkra mála. Í þessu tiltekna tilfelli var umsókn um byggingarleyfi utan gildandi skipulags og slík mál eiga að fara beint fyrir nefndina. Í samþykktum Húnabyggðar stendur mjög skýrt að byggingarfulltrúi eigi að vísa til nefndarinnar málum telji hann að til þess sé ástæða sem eru skilgreindar í samþykktunum. Það þarf ekki sérstakan afgreiðslufund til þess að byggingarfulltrúi vísi málum til skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að taka málið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem vísaði því aftur til nefndarinnar sem afgreiddi það á sama hátt og áður.

ZAL vék af fundi undir þessum lið.

2.Breyting á aðalskipulagi Skagabyggðar vegna breytinga á veglínu

Vegagerðin hefur óskað eftir að Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030 verði breytt svo að Skagavegur fái nýja legu á um 1km kafla rétt norðan við félagsheimilið Skagabúð, auk þess sem ný vegtenging er mörkuð að Hróarsstöðum.

Fyrir liggur tillaga að breytingu frá Landslagi ehf dags. 22. september s.l.

Skipulags- og samgöngunefnd metur breytinguna sem óverulega skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði, enda liggi samþykki landeiganda. Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 - 2030 verði samþykkt og að farið verði með tillöguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun fundar

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar.

3.Lóðarmál við Húnabraut 4 og 6.

Til umræðu afmörkun lóða við Húnabraut 4 og 6 og aðgengi.

Skipulags- og samgöngunefnd vísar málinu til byggðarráðs varðandi framtíðar frágang svæðisins, og leggur til að farið verði í nauðsynlegar lagfæringar fyrir veturinn.

4.Garðabyggð 6, fyrirspurn um stækkun lóðar.

Bergþór Gunnarsson sendir inn fyrirspurn um beiðni um stækkun lóðar að Garðabyggð 6 L144897.

Skipulags-og samgöngunefnd hafnar stækkun á lóð og felur byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda um nýtingu á viðkomandi spildu.

5.Deiliskipulag vestan Svínvetningarbrautar

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu skv. 30. gr. og fyrir nýtt deiliskipulagi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun fundar

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20

  1. Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21

  1. fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

8.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands

Lögð fram til kynninga ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.

  1. Byggðarráð Húnabyggðar 120. fundur

Fundargerð 120. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 59. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.

  1. Hestamannafélagið Neisti

Hörður Ríkarðsson, Ólafur Magnússon og Sigurður Ólafsson komu inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir málefni hestamannafélagsins Neista og reiðhallarinnar í Arnargerði. Til umræðu voru styrktarmál félagsins en rekstur þess er umtalsverður með rúmlega 200 skráðum félögum. Töluverðar framkvæmdir hafa staðið yfir í reiðhöllinni undanfarið og félagið leggur til við byggðarráð að farið verði yfir þessi mál við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Byggðarráð þakkar fulltrúum hestamannafélagsins fyrir greinagóða yfirferð.

  1. Erindi frá öldungaráði

Erindi öldungaráðs var í nokkrum liðum og því eru svör byggðarráðs samkvæmt því.

Byggðarráð vísar fyrirspurnum öldungaráðs um að ráða fagaðila, t.d. íþróttakennara eða sjúkraþjálfara, til að sinna verkefnunum Bjartur lífsstíll og Heilsueflandi samfélag og að auka/auðvelda heilsueflingu eldra fólks til félagsmálastjóra. Að sama skapi vísar byggðarráð ósk um þarfagreiningu þar sem skoðaðar verði þær hindranir sem eru í vegi eldra fólks við að taka þátt í skipulögðu lýðheilsu- og félagsstarfi til félagsmálastjóra.

Hvað varðar dagdvöl aldraðra þá er það verkefni í vinnslu og fyrirspurnum um áætlaða kostnað er vísað til félagsmálastjóra.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að sjá til þess að markaðssetning og sýnileiki þeirrar þjónustu sem í boði er fyrir eldri borgara verður uppfærð og skerpt. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að ræða við öldungarráð um frekari útfærslu á hugmynd um grænmetisræktun.

Byggðaráð vísar fyrirspurnum um áætlaða kostnað í gönguleið með góðu aðgengi frá Flúðabakka að Blöndubrú, og áfram að verslunar- og þjónustukjarna við Melabraut og lagfæringum á gangstéttum í þéttbýlinu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

  1. Barnaheill – fræðsluerindi

Erindi frá fræðslunefnd um kaup á fræðslu vegna vernd barna gegn kynferðisofbeldi er samþykkt samhljóða.

  1. Leigusamningur um Húnavelli

Nýr samningur um leigu eigna sveitarfélagsins á Húnavöllum lagður fram til kynningar og samþykktur samhljóða.

  1. Heilbrigðiseftirlit Norðulands vestra

Lögð fram til kynningar úttekt á félagsheimilinu í Dalsmynni. Niðurstaða úttektarinnar er að húsnæðið uppfyllir skilyrði til starfsleyfis.

JG og SÞS lögðu fram eftirfarandi bókun:

Samkvæmt eftitlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er augljóst að bráðnauðsynlegt er að klæða Dalsmynni að utan með tilheyrandi einangrun eins og sveitarstjórn Húnavatnshrepps var búinn að ákveða þar sem verulegar rakaskemmdir eru í húsinu eins og meðfylgjandi myndir í skýrslunni sýna glögglega.

  1. Vinnsla og nýting hauggass í Stekkjarvík

Lagt fram til kynningar.

  1. Prjónagleði 2026

Húnabyggð hefur samið við Svanhildi Pálsdóttur um að sjá um Prjónagleði 2026 sem haldin verður dagana 5-7. júní á næsta ári. Svanhildur er öllum hnútum kunnug hvað varðar Prjónagleðina og fagnar byggðarráð ráðningu hennar. Svanhildur mun ræða við forsvarsfólk Hvatar um framtíðar dagsetningu Prjónagleðinnar og Smábæjaleikanna en ljóst er að þessir tveir viðburðir fara ekki saman á sömu helginni.

Borist hefur erindi frá Stínu Gísladóttur um skipulag Prjónagleðinnar og byggðarráð felur Svanhildi að svara erindi Stínu Gísladóttur og öðrum fyrirspurnum sem borist hafa um framkvæmd Prjónagleðinnar 2026.

  1. Skipan í samráðsvettvang Sóknaráætlunar

Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra fyrir hönd Húnabyggðar í samráðsvettvang sóknaráætlunar SSNV.

  1. Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð á Norðurlandi vestra

Byggðarráð samþykkir framlagða samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd Húnabyggðar.

  1. Fundargerð 128. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir forsendur fjáhagsáætlunar Húnabyggðar og þau verkefni sem komin eru af stað vegna fjárhagsáætlunar 2026.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni síðasta mánaðar, yfirstandandi og framundan á næstu vikum er vinna við fjárhagsáætlun ársins 2026. Fundur um nýtt deiliskipulag í gamla bænum verður í vikunni og vinna við nýtt aðalskipulag er í fullum gangi. Framkvæmdir ársins hafa gengið vel og búið er að fjárfesta yfir 300 milljónir á árinu. Húnabyggð fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er mjög ánægjulegt.

Getum við bætt efni þessarar síðu?