Dagskrá
- Ársreikningur Húnabyggðar 2024 – fyrri umferð
Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2024 tekinn til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti til fundar og fór yfir samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að loknum umræðum þá lagði Guðmundur Haukur Jakobsson forseti fram eftirfarandi tillögu: ,,Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að vísa ársreikningi Húnabyggðar fyrir árið 2024 til síðari umræðu".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum samhljóða.
- Nefndir og ráð Húnabyggðar
Erindi frá Erlu Gunnarsdóttur er varðar varanlega lausn frá nefndarstörfum.
Erindi hefur borist frá Erlu Gunnarsdóttur B-lista, varamanni í sveitarstjórn þar sem hún óskar eftir að víkja varanlega úr sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins vegna flutninga. Sveitarstjórn samþykkir erindi Erlu og vísar til 3. liðar 30 gr. sveitarstjórnarlaga.
Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi breytingar á nefndarskipan hjá Húnabyggð:
Í sveitarstjórn kemur inn sem fyrsti varamaður B-lista Elín Ósk Gísladóttir, sem annar varamaður B-lista Agnar Logi Eiríksson og sem þriðji varamaður B-lista Sara Björk Þorsteinsdóttir.
Í fræðslunefnd kemur inn sem varamaður fyrir B-lista Sara Björk Þorsteinsdóttir.
Í atvinnu- og menningarnefnd kemur inn sem aðalmaður fyrir B-lista Katharina Schneider og Auðunn Steinn Sigurðsson sem varamaður B-lista
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir með sex greiddum atkvæðum og þrír sátu hjá (EA, SÞS, JG) breytta skipan nefnda vegna afsagnar Erlu Gunnarsdóttur.
Forseti óskar eftir að fá að bæta eftirfarandi erindi við, undir þessum lið
Erindi frá Birgi Þór Haraldssyni er varðar varanlega lausn frá nefndarstörfum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka erindið fyrir.
Erindi hefur borist frá Birgi Þór Haraldssyni D-lista, aðalmanni í sveitarstjórn þar sem hann óskar eftir að víkja varanlega úr sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins vegna anna. Sveitarstjórn samþykkir erindi Birgis og vísar til 3. liðar 30 gr. sveitarstjórnarlaga.
Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi breytingar á nefndarskipan hjá Húnabyggð:
Í sveitarstjórn kemur inn sem aðalmaður fyrir D-lista Ásdís Ýr Arnardóttir , fyrsti varamaður D-lista Jón Árni Magnússon, sem annar varamaður D-lista Arnrún Bára Finnsdóttir, sem þriðji varamaður D-lista Höskuldur Sveinn Björnsson og sem fjórði varamaður Þuríður Hermannsdóttir.
Aðrar nefndarbreytingar sem erindi þessu tengjast verða afgreiddar á næsta sveitarstjórnarfundi.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir með sex greiddum atkvæðum og þrír sátu hjá (EA, SÞS, JG) breytta skipan nefnda vegna afsagnar Birgis Þórs Haraldssonar.
- Umsagnir Húnabyggðar
Fyrir fundinum láu tvö erindi þar sem óskað er eftir umsögn Húnabyggð. Annars vegar er um að ræða kerfisáætlun Landsnets og hins vegar 270. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis er varðar ný lög um Jöfnunarsjóð.
Bókun fundar
Umræður voru á fundinum um bæði málin sem snerta með afgerandi hætti núverandi og framtíðar hagsmuni Húnabyggðar. Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur þungar áhyggjur af lækkun framlaga Jöfnunarsjóðs miðað við nýjar reglur og að sama skapi þungar áhyggjur af framtíðar atvinnu- og byggðarþróun svæðisins vegna áherslna Landsnets um að minnka vægi byggðarlína í uppbyggingu orkudreifikerfisins.
Sveitarstjóra falið að senda inn umsagnir Húnabyggðar samkvæmt umræðum fundarins.
- Bréf frá eftirlitsnefnd
Lagt fram til kynningar
- Byggðarráð Húnabyggðar 102. fundur
Fundargerð 102. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
1.Samningur við meistaraflokksráð Hvatar Kormáks
Fyrir fundinum láu tveir samningar, annar vegna samstarfs 2025 og hinn vegna umsjónar með Blönduósvelli 2025 sem samþykktir voru samhljóða með áorðnum breytingum. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samningana.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samning Húnabyggðar við meistaraflokksráð Hvatar.
2.Framkvæmdir og gatnagerð
Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á Húnabraut 5 og ræddur undirbúningur annarra stærri framkvæmda á árinu.
Byggðarráð felur Skipulags- og samgöngunefnd að skoða umferðaröryggi á Melabraut við íþróttahús og Húnabraut 5.
3.Hveravellir - auglýsing
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa nýja þjónustulóð á Hveravöllum samkvæmt fyrirliggjandi auglýsingu.
Bókun Jón Gíslasonar fulltrúa H-lista
Sveitarfélögin Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur stofnuðu Sjálfseignarstofnunina Auðkúluheiði og afhentu henni öll landsréttindi sem þau höfðu yfir að ráða á Auðkúluheiði 2005.
Sjálfseignarstofnunin leigði síðan Hveravallafélaginu ehf lóð með landnúmer 145300 sem er 468.630 fermetrar að stærð 2013.
Á þessari lóð hefur Hveravallafélagið ehf. rekið sína ferðaþjónustustarfsemi síðan og greitt Sjálfseignarstofnunni umsamda leigu.
Eftir að þessi leigusamningur var gerður var Auðkúluheiði gerð að þjóðlendu samkvæmt dómi Hæstaréttar þrátt fyrir ýtarlegar varnir og mótmæli Sjálfseignarstofnunarinnar fyrir Óbyggðanefnd og báðum dómsstigum.
Eftir stendur afnotaréttur Auðkúluheiðar sem Sjálfseignarstofnunin fer áfram með.
Ef Húnabyggð ber skylda samkvæmt þjóðlendulögum að auglýsa lóð undir ferðaþjónustustarfsemi á Hveravöllum tel ég að beri að auglýsa þá lóð sem núverandi ferðaþjónustustarfsemi er rekin á og Hveravallafélagið ehf hefur á leigu en ekki einungis 16.000 fermetra byggingarreit innan þeirrar lóðar eins og auglýsingin hveður á um.
Þar sem Sjálfseignarstofnunin Auðkúluheiði fer með afnotaréttinn tel ég að Húnabyggð beri að auglýsa lóðina fyrir hennar hönd.
Auðunn Steinn Sigurðsson bað um fundarhlé 16:45. Fundur hófst aftur 16:52.
Bókun meirihluta sveitarstjórnar
Spurningar hafa borist til sveitarfélagsins frá Hveravallafélaginu hvort að sveitarfélaginu sé stætt á því að auglýsa lóðina þar sem Hveravallafélagið er leigutaki með leigusamning við sjálfseignarstofnun Auðkúluheiðar. Sveitarfélagið hefur fengið skýr svör og leiðbeiningar frá Forsætisráðuneytinu um að sveitarfélaginu beri að auglýsa lóðina og að samningur sem áður hafi verið gerður um leigu á lóðum á Hveravöllum sé ógildur enda lóðirnar á þjóðlendu. Engu máli skipti hvenær slíkir leigusamningar voru gerðir. Meirihluti sveitarstjórnar beinir því til sveitarstjóra að auglýsa lóðina sem fyrst eins og áður hefur verið ákveðið.
Elín Aradóttir bað um fundarhlé 16:52 og fundur hófst aftur 16:55.
4.Fasteignagjöld
Erindi barst skrifstofu Húnabyggðar vegna fasteignagjalda veiðihúss og að þau gjöld ættu ekki að vera skilgreind sem fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis, Byggðarráð áréttar að öll veiðihús í Húnabyggð eiga að borga sömu fasteignagjöldin sem skilgreind eru í gjaldskrá Húnabyggðar sem atvinnuhúsnæði. Erindinu er því hafnað.
5.Samantekt á úrgangsmagni
Kynntar voru magntölur vegna fyrsta ársfjórðungs ársins 2025, sérstök samantekt talna fyrir Húnabyggð og auglýsing um nýtt starfsleyfi urðunarstaðsins.
Byggðarráð fer fram á það við stjórn Norðurár að með úrgangsflokknum “Ketilryk og kolasalli" skili framleiðandi úrgangs mælingum á efnasamsetningu þess úrgangs sem kemur til urðunar og tryggt sé að mæligildi séu ekki yfir viðmiðunargildum um þennan úrgang sem skilgreindur er af Umhverfisstofnun. Þá fer byggðarráð einnig fram á það að starfsmenn Norðuár taki sýni af þeim úrgangssendingum sem koma til urðunar í þessum flokki þannig að sannreyna megi efnasamsetningu úrgangsins og að mæligildi séu ekki yfir viðmiðunarmörkum.
6.Aðalfundur Fjarskiptafélags Skagabyggðar
Fyrir fundinum lá fundargerð aðalfundar Fjarskiptafélags Skagabyggðar fyrir árið 2025 sem lögð var fram til kynningar.
7.Lokaskýrsla um stjórnsýsluskoðun Húnabyggðar 2024
Lagt fram til kynningar. Brugðist hefur verið við athugasemdum, sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
8.Fundargerð heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar
Lagt fram til kynningar. Lið 2 í fundagerðinni er beint til skipulags- og byggingafulltrúa til afgreiðslu er varðar veglínu milli Harrastaða og Brunanámu.
9.Eftirlitsskýrsla Leikskóla Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar.
10.Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
Lagt fram til kynningar.
11.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 470. og 471. fundar stjórnar
Lagt fram til kynningar
12.Fundargerð 122. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar
13.Umsagnarbeiðni - Húnavellir
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.
- Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar 12. fundur
Fundargerð 12. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
1.Íþróttamiðstöðin á Blönduósi
Aðsóknartölur 2024, framkvæmdir á árinu 2024 og fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2025. Snorri Snorrason, starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fundinn undir þessum lið
Snorri Snorrason, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi fór yfir aðsóknartölur í íþróttamiðstöðinni á árinu 2024 og fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2025. Metár var í aðsókn árið 2024 en 46.080 manns heimsóttu íþróttamiðstöðina á síðasta ári. Aðsókn yfir sumarið hafi verið verri en undanfarin ár sem rekja megi til veðurfars. Aðsóknin haustið 2024 hafi hins vegar verið mjög góð. Ráðist var í þrjár stórar framkvæmdir í íþróttamiðstöðinni árið 2024. Nýtt gólf var lagt á íþróttasalinn á haustmánuðum, lyftu var komið fyrir á vormánuðum og svo var nýr sánaklefi tekinn í notkun á haustmánuðum. Snorri greindi frá því að nýtt klórkerfi verði tekið í notkun í maí nk. Þá væru vonir bundnar við að flísar í sundlauginni yrðu lagfærðar í sumar.
2.Sumarfjör sumarið 2025
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir dagskrá Sumarfjörs í Húnabyggð sumarið 2025
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar mætti á fundinn og kynnti Sumarfjör í Húnabyggð sumarið 2025. Kristín greindi frá því að hún væri búin að manna Sumarfjörið í sumar í samvinnu við Félagsþjónustu A-Hún. Fyrirkomulagið á Sumarfjöri í sumar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þó með einhverjum breytingum. Fyrirhugað er að Sumarfjörið byrji þriðjudaginn 10. júní nk. og ljúki fimmtudaginn 17. júlí nk. Dagskrá og skráning í Sumarfjör verður kynnt á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins um miðjan maí nk.
3.Skjólið - starfið
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir starfið í félagsmiðstöðinni í vetur.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni í vetur. Aðsókn í Skjólið í vetur hefur verið með fínasta móti. Tveir starfsmenn voru ráðnir í dagopnun Skjólsins í haust. Fimm starfsmenn hafa verið í tímavinnu á kvöldin í vetur. Kristín kynnti að til skoðunar væri að halda Landsmót Samfés í Húnabyggð helgina 3.-5. október nk. Ráðist var í algjöra endurbyggingu á félagsmiðstöðinni á haustmánuðum 2024 og er aðstaðan þar nú með allra besta móti. Kristín greindi þó frá því að þarft væri að skipta um glugga og tók nefndin undir það. Þá kynnti Kristín hluta úr niðurstöðum úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ungmenni í Húnabyggð séu mjög dugleg að mæta í félagsmiðstöðina m.v. önnur ungmenni á landinu og er það vel.
4.Framkvæmdir er varða starfssvið nefndarinnar sumarið 2025
Almennar umræður urðu um framkvæmdir í sveitarfélaginu er varða starfssvið nefndarinnar sumarið 2025. Líkt og fram hefur komið er fyrirhugað að koma upp nýju klórkerfi í maí nk. Þá greindi Pétur Arason frá því að meistaraflokkur Kormáks/Hvatar væri búinn að taka að sér umsjón á Blönduósvelli sumarið 2025. Nefndin vill beina því til byggðaráðs Húnabyggðar að ungbarnaleikvöllurinn sem setið hefur í geymslu undanfarin ár verði settur upp í sumar. Nefndin leggur til að farið verði í heildstæða stefnumótun á útivistarsvæðum í sveitarfélaginu með það að markmiði að hægt verði að nýta svæðin betur til útivistar og hreyfingar.
5.Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
Möguleikar ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi.
Innviðaráðherra auglýsir nú eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A. 10 Almenningssamgöngur á milli byggða. Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem m.a. auka möguleika ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2025. Íþrótta-, tómstunda og lýðheilsunefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að sótt verði um framlög til verkefna sem tengjast bættum samgöngum sem gagnast ungu fólki á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta og menningarstarfsemi. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
6.Þátttaka barna í íþróttum í sveitarfélaginu
Almennar umræður um þátttöku barna í íþróttastarfsemi á svæðinu, framboð o.fl.
Almennar umræður urðu um þátttöku barna í íþróttum í sveitarfélaginu og hvernig hægt væri að efla íþróttaiðkun stúlkna á aldrinum 14-16 ára sem og íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna
7.Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.
- Byggðarráð Húnabyggðar 103. fundur
Fundargerð 103. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með átta atkvæðum en einn (JG) sat hjá.
1.Reglur um hunda- og kattahald í Húnabyggð
Fyrir fundinum lágu kvartanir vegna lausagöngu hunda á Blönduósi. Að gefnu tilefni minnir byggðarráð á að hundahald er ekki leyft á opnum svæðum í þéttbýlinu þ.e. á íþróttasvæðinu, á tjaldsvæðinu o.s.frv. Þá beinir byggðarráð því til hundaeigenda að virða þessar reglur og sýna gott fordæmi með að hirða upp eftir hundana þegar gengið er með þá í þéttbýlinu. Uppfæra þarf reglur um hunda- og kattahald og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Sveitarjóra er einnig falið að svara erindunum og leiðbeina aðilum máls.
2.Samstarf Húnabyggðar og Landsvirkjunar
Fyrir fundinum lá samningur milli Landsvirkjunar og Húnabyggðar vegna samstarfs um vinnuflokka ungmenna á árinu 2025.
Samstarfið gekk mjög vel árið 2024 og því er því haldið áfram.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samning Húnayggðar og Landsvirkjunar um þetta samstarf.
3.Kostnaðarsamantekt á girðingavinnu Húnabyggðar
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar kostnaðarsamantekt á girðingavinnu sveitarfélagsins. Kostnaður hefur farið töluvert niður á síðustu árum eða frá um rúmlega 13.000.000kr. árið 2021 niður í um rúmlega 8.000.000kr. árið 2024. Sveitarfélagið mun sjá um þessa vinnu í samvinnu við verktaka eins og gert hefur verið síðustu ár, en nú hefur bæst við fyrrum Skagabyggð og svæðið því orðið stærra.
4.Fundargerð stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra framkvæmda á þaki húsnæðis Heimilisiðnaðarsafnsins. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna hvaða rekstrarform gætu helst komið til greina og kanna hvort að önnur minni söfn geti rúmast innan safnsins o.fl. Sveitarstjóra falið að funda með forsvarsmönnum safnsins og öðrum söfnum í sveitarfélaginu til að koma með tillögur hvað þetta varðar.
5.Húnabyggð viðaukar 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerð 973 - 976 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
7.Landskerfi bókasafna
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerð 80. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar.
- Byggðarráð Húnabyggðar 104. fundur
Fundargerð 104. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
1.Umsögn um 271. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 271. mál - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn samkvæmt umræðum fundarins.
2.Reglur um hunda- og kattahald í Húnabyggð
Byggðarráð samþykkir nýjar reglur um hunda- og kattarhald í Húnabyggð og vísar málinu til staðfestingar sveitarstjórnar.
Bókun fundar
Þar sem reglurnar eru ennþá ekki fullunnar frestar sveitarstjórn staðfestingu þessara reglna.
3.Fundargerð aðalfundar Norðurár bs.
Lagt fram til kynningar
4.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2025
Lagt fram til kynningar en athygli er vakin á því að verkefnið „Láttu þér og öðrum líða vel“ sem er samstarfsverkefni Húnaskóla (5. og 6. bekkur), félagsmiðstöðvar og Umf. Hvatar fékk 700.000kr. styrk.
5.Fyrirspurn vegna Refils
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Atvinnu- og menningarnefndar til frekari úrvinnslu.
6.Fundargerðir 81-83. fundar stjórnar
Lagt fram til kynningar
7.Niðurstöður að loknu kynningarferli á máli nr. 02422023
Vísað til Skipulags- og samgöngunefndar
8.Félagsþjónusta Húnabyggðar
Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn undir þessum lið. Rætt var um útfærslu um kaup og keyrslu matarbakka í dreifbýli.
- Fræðslunefnd Húnabyggðar 21. fundur
Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
1.Heildstætt gæðakerfi fyrir innra mat í skólum
Fræðslunefnd samþykkir að Húnaskóli og Leikskóli Húnabyggðar sæki um aðgang að kerfinu en vísar erindinu til byggðarráðs til staðfestingar.
2.Fréttir af starfi Leikskóla Húnabyggðar
Á yfirstandandi skólaári hefur verið unnið ötullega að fjölbreyttum verkefnum á leikskólanum, bæði í daglegu starfi og þróun innan skólans.
- Útskrift elstu nemenda skólans. Nemendur fara í sund, borða á Teni og gista svo í skólanum. Morguninn eftir munu bændur í Hnausum taka á móti hópnum.
- Kór elstu nemenda skólans syngur í 1. maí kaffi.
- Á næsta skipulagsdegi starfsfólks er stefnt á að heimsækja leikskóla í Eyjafirði
- Söngstundir eru einu sinni í viku á hverri deild
- Innleiðing og fyrstu skref í farsældinni hafa gengið vel
- Mennta- og barnamálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um núverandi stöðu eftirfarandi þátta: Endurskoðun skólanámskrár leikskólans, vinnslu árlegra starfsáætlana, Öryggis- og rýmingaráætlun leikskólans, lýðræðislegri þátttöku barna í ákvörðunum innan leikskólans
- Mati á námi og framförum barna, starfsáætlun foreldraráðs, innra mati leikskólans. Skólastjóri er að leggja lokahönd á skýrsluna.
- Foreldraviðtöl hafa gengið vel en þeim er ekki lokið næsta vetur verður annað fyrirkomulag á viðtölunum þar sem þau munu dreifast yfir allt skólaárið.
- Unnið hefur verið að útgáfu nýrrar foreldrahandbókar. Hún veitir foreldrum greinargóðar upplýsingar um starfsemi leikskólans, reglur, verklag og áherslur í leikskólastarfinu.
- Endurskoðun fór fram á flóttaleiðum leikskólans og allar merkingar hafa verið yfirfarnar. Starfsmenn sóttu námskeið í brunavörnum.
- Starfsfólk hefur unnið að innra mati með það að markmiði að bæta gæði náms og velferð barnanna. Lögð var fyrir starfsmannakönnun þar sem starfsánægja, samskipti og vinnuumhverfi voru tekin til skoðunar. Unnið verður úr niðurstöðum og umbótaverkefni verða sett fram í kjölfarið.
- Foreldraráð hefur verið endurvakið og starfar það í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Foreldraráðið kemur að mótun stefnu og þróun verkefna með hagsmuni barnanna í fyrirrúmi. Verið er að vinna starfsáætlun ráðsins.
- Enn á eftir að klára að ganga frá lausum endum í húsnæðinu sem vonandi klárast í þessari eða næstu viku.
- Í dag eru 4-6 starfsmenn í langtímaveikindaleyfi. Tvær uppsagnir bárust um mánaðarmótin mars apríl.
- Þrátt fyrir áskoranir hefur starfsfólk sýnt mikinn sveigjanleika og þrautseigju. Unnið hefur verið að því að styrkja innviði leikskólans og byggja traust milli starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Við lítum bjartsýn fram á veginn með áherslu á áframhaldandi þróun og gæði í starfi.
3.Fréttir af starfi Húnaskóla
Skýrsla skólastjóra
- Í dag eru 177 nemendur í Húnaskóla þar af eru u.þ.b. 60 á Skóladagheimilinu og þess má geta að við erum með sjö skólabíla.
- Tvær stöður eru í auglýsingu núna fyrir næsta skólaár, íþróttakennarastaða og smíðakennarastaða.
- Skólastarf gengur almennt vel og mikið og fjölbreytt starf í gangi. Hér er það helsta sem á dagana hefur drifið fyrir utan hið hefðbundna.
- bekkur fór í Skólabúðir að Reykjum í janúar. Ekki hefðbundinn tími. Við biðjum alltaf um að vera á sama tíma og aðrir skólar í Húnavatnssýslum og var það eins núna.
- Foreldraviðtöl (þau seinni) voru í janúar og var mæting góð.
- Fulltrúar frá FNV komu í heimsókn í 10. bekk og voru með kynningu á skólanum og framhaldsskólum almennt og nokkrum vikum síðar bauðst nemendum í 10. bekk að fara í heimsókn í skólann. Einnig gafst nemendum 10. bekkjar kostur á að fara í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar og var sú heimsókn í apríl. Fyrir áramót var farið í VMA og MA. Þess má geta að FNV og MB greiða rútu- og fæðiskostnað heimsóknanna og munar um minna.
- Árshátíðin var haldin í febrúar í Félagsheimilinu og gekk vel. Fullt hús og frábær dagskrá. Aukasýning var á Grease - söngleik 8. - 10. bekkjar. Til að skila svona frábærum árangri þurfa margir að leggja til mikla vinnu. Það eru margir starfsmenn sem leggja vinnu sína í árshátíð unglinganna, oft langt út fyrir sinn vinnuramma. Við fengum Gunnar Sturlu Hervarsson leikstjóra til liðs við okkur eins og tvö undanfarin ár. Hann kom tvisvar, fyrst með námskeið og svo til að leikstýra. Það fyrirkomulag hefur gefist mjög vel.
- Grímuballið var á sínum stað á öskudaginn. Haldið fyrir alla bæjarbúa.
- Skíðaferðir voru í boði fyrir 5. - 10. bekk í mars í Tindastól. Frábært veður og margir tóku þátt. Nemendasjóður hefur greitt fyrir nemendur allan kostnað. Þess má geta að innkoma af grímuballi er eins og er eina fjáröflun sjóðsins.
- bekkur var með tvö bingó á önninni þar sem mjög vel gekk að safna vinningum. Þau voru með námsmaraþon nú um helgina og stefna þau á Danmerkurferð í maí.
- Framsagnarkeppni var haldin í 7. bekk um miðjan mars. Hún var haldin í kirkjunni .
- - 10. bekkur tók þátt í seinni valgreinadegi sínum í mars og var hann haldinn í Höfðaskóla að þessu sinni.
- Nemandi í 4. bekk Húnaskóla var einn af 10 vinningshöfum í árlegri teiknisamkeppni MS fyrir grunnskólanemendur í 4. bekk. Nemendur unnu verkefnin i myndmenntartímum og kennari kom þeim áleiðis.
- Húnaskóli hélt skákmót fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fóru fjórir nemendur á Íslandsmót grunnskólasveita í framhaldinu. Þar hrepptu þeir þriðja sæti A-liða og fyrsta sæti í keppni landsbyggðasveita.
- Íþróttadagur Húnaskóla var haldinn í byrjun apríl. Hann var áætlaður í haust en þá var verið að leggja parket á íþróttasalinn og því var deginum frestað. Dagurinn er alltaf mjög ánægjulegur og allir taka þátt bæði nemendur og starfsfólk.
- Heimsóknir hafa verið nokkrar á önninni og má þar nefna að Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn í 5. - 10. bekk með fjölbreytta fyrirlestra.
- Krakkarnir í hverfinu, leikritið, var sýnt fyrir 2. - 4. bekk en það er forvarnarverkefni gegn líkamlegu- og kynferðisofbeldi.
- Á döfinni er svo heimsókn Múrbalasveitarinnar á vegum List fyrir alla í 5. - 7. bekk.
- Íþróttadagur grunnskólanna í Húnaþingi, 8. - 10. bekkur á Hvammstanga, Miðstigsleikarnir fyrir nemendur í 5. - 7. bekk grunnskólanna í Húnaþingi.
- Útihátíð færist fram og verður eh. miðvikudaginn 28. maí (vegna Prjónagleðinnar).
- Skólaslit verða væntanlega í Félagsheimilinu í tveimur hollum föstudaginn 30. maí.
- Fyrir áramót kom Margrét Sigurðardóttir frá Verum góð í heimsókn með fyrirlestra í unglingadeild á vegum Skjólsins. Í janúar fengum við hana síðan til að stýra verkefni í 5. og 6. bekk sem heitir Láttu þér og öðrum líða vel. Verkefnið var í samstarfi við félagsmiðstöðina og Umf. Hvöt en mesta vinnan var í höndum skólastjóra og umsjónarkennara í 5. og 6. bekk. Fundir voru haldnir með öllum foreldrum og nemendum í þessum árgöngum og fengu allir fræðslu frá Margréti auk fræðslu og funda með umsjónarmanni Skjólsins og fulltrúum og þjálfurum Hvatar. Verkefnið átti að standa í átta vikur en umsjónarkennarar framlengdu það til vors. Verkefnið gengur út á að hver og einn bæti framkomu sína við aðra. Margrét hélt fræðslufundi í byrjun þar sem ákveðið var m.a. þau áhersluatriði sem unnið væri með. Umsjónarkennarar héldu vikulega bekkjarfundi þar sem unnið var með áhersluatriðin og síðan kom Margrét aftur og fundaði með hagaðilum. Verkefnið var metið í hverri viku af starfsfólki skólans, Skjólsins og Hvatar og nemendur tóku einnig þátt í mati.
- Ætlunin er að vinna áfram að þessu verkefni og þróa það betur. Húnaskóli hefur fengið styrk frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til verkefnissins að upphæð 700.000,- og er ætlunin að keyra verkefnið áfram í haust og þróa það áfram og festa í sessi.
- Skólinn er einnig með umsókn hjá Sprotasjóði um áframhaldandi verkefni tengdu Byrjendalæsi en það eru ekki komin svör þaðan.
- Í byrjun janúar var Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri með námskeið í Google classroom fyrir kennara þar sem kennarar gátu miðlað þekkingu sinni og auka færni sína.
- Kennarar fengu einnig kynningu á Viskubrunni frá Bergmanni og Hans hjá Kunnáttu.is. En Viskubrunnur er íslensk gervigreind sérhönnuð fyrir skólastarf. Kennarar höfðu áður kynnt sér ýmsa möguleika á notkun gervigreindar en Viskubrunnur lofar mjög góðu.
- Í byrjun apríl var haldið skólaþing í Húnaskóla. Þar voru niðurstöður ÍÆ 2024 kynntar og unnið með niðurstöður. Áður höfðu kennarar og nemendur fengið kynningar og unnið með niðurstöður. Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri sá um kynningarnar fyrir skólann. Mjög góðar og skýrar kynningar frá Dagnýju Rósu og flott vinna hjá öllum hagaðilum. Það er þó bagalegt þegar mæting er ekki ásættanleg af hálfu foreldra því það er allt annað að skoða niðurstöður með eins góðum útskýringum og fræðslustjóri veitti og fá umræður í kjölfarið þar sem hægt er að tjá skoðun sína og heyra skoðanir annarra heldur en eingöngu að lesa í gegnum gögnin.
- Lestarömmu verkefnið heldur áfram og erum við óendanlega þakklát fyrir þeirra framlag til skólans. Stína Gísladóttir, Vilborg Pétursdóttir, Magdalena M. Einarsdóttir, Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, Anna Eiríksdóttir og Bóthildur Halldórsdóttir.
- Framkvæmdir
- Leikskólinn er enn í húsnæði skólans í kjallara Gamla skóla og þar sem ljóst er að ekki verður farið í byggingu nýs leikskóla þarf að huga að varanlegri lausnum fyrir Skóladagheimilið. Sveitarstjóri hefur fundað með stjórnendum leik- og grunnskóla og umsjónarmanni Skóladagheimilis þar sem leitað hefur verið lausna. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp en einnig ákveðið að sjá hvernig færanlegu skólastofurnar koma út hjá leikskólanum. Það er þó fyrirsjáanlegt að fara þarf í einhverjar framkvæmdir strax til að bæta aðstöðuna með því að bæta hljóðvist og geymslurými. Þær aðgerðir voru ekki á neinum beiðnum fyrir fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og þarf því að sjá hverju hægt er að forgangsraða.
- Starfsfólk Húnaskóla hefur lokið við að taka þau gögn sem tilheyrðu Húnavallaskóla og nýta á áfram við skólastarf hingað í Húnaskóla. Það var mikið verk og á eftir að flokka eitthvað af því þannig að það nýtist sem best.
4.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2025
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið. Skólastjóri upplýsti um verkefnið í skýrslu sinni sem var liður 3 á þessum fundi.
5.Símalaus skóli
Skólastjóri fór yfir þær reglur sem eru nú þegar í gildi. Snjalltæki eru ekki heimil í skólanum frá 1.-6. bekk. Í 7.-10. bekk þurfa nemendur og foreldrar að skrifa undir snjalltækjasamning ef nemandi ætlar að koma með snjalltæki í skólann. Fræðslunefnd vill beina því til skólastjórnenda og foreldrafélags að vinna málið áfram í samráði við nemendur.
6.Íslenska æskulýðsrannsóknin
Dagný Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 fyrir Húnaskóla. En rannskóknin athugar stöðu um menntun, heilsu og vellíðan, öryggi og vernd, þáttöku og félagsleg tengsl ásamt lífsgæðum og félagslegri stöðu.Skýrslan verður birt á heimasíðu skólans.
Dagný Rósa fær þakkir fyrir vel unna samantekt og skýrslu.
7.Önnur mál
Ekkert undir önnur mál
- Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar 13. fundur
Fundargerð 13. fundar landbúnaðarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með sex atkvæðum og þrír sitja hjá (JG, SÞS, EA).
Elín Aradóttir bað um fundarhlé 17:34 og fundur hófst aftur 17:41.
Bókun minnihluta
Í ljósi þess hve langt er liðið á vorið, þá væri eðlilegra að ákvörðun um fyrirkomulag girðingamála í sumar væri tekin á þessum fundi, fremur en að vísa málinu til byggðarráðs.
Zophonías Ari Lárusson bað um fundarhlé 17:44 og fundur hófst aftur 17:53.
Meirihlutinn vill koma eftirfarandi á framfæri
Á byggðaráðsfundi þann 16.apríl farið yfir kostnaðar samantekt og fyrirkomulag við girðingarvinnu sveitarfélagsins. Þar kemur fram að sveitarfélagið muni sjá um þessa vinnu í samvinnu við verktaka eins og gert hefur verið síðustu ár. Málið er á dagskrá byggðaráðs á morgun 14.05.2025 að ósk landbúnaðarnefndar.
1.Girðingar í Húnabyggð
Landbúnaðarnefnd gerir það að tillögu sinni að girðingarviðhald í Húnabyggð árið 2025 verði með eftirfarandi hætti:
- Girðingarviðhald í gömlu Skagabyggð verði með sama sniði og verið hefur. Samið verður við verktaka um viðhald á rafmagnsgirðingu í Kirkjuskarði og að koma á hana straumi áður en að hrossum er sleppt á afrétt.
- Girðingarviðhald í gamla Húnavatnshreppi verði boðið út og girðingunum skipt upp í svæði eins og áður var gert og verði stuðst við fyrri svæðaskiptingu, svæði 1 til 6.
- Svæði 2, rafmagnsgirðingu á milli Auðkúlu- og Grímstunguheiða verði ekki viðhaldið heldur verði boðið út niðurrif á þeirri girðingu.
- Svæðaskipting og útboðsgögn verði gerð í samráði við fjallskilanefndir viðkomandi fjallskiladeilda.
- Landbúnaðarnefnd leggur til að boðið verði annað hvort í svæðin með efni og vinnu eða eingöngu vinnuliðinn og að Húnabyggð skaffi þá efnið á viðkomandi svæði. Verkeftirlit verði unnið að hálfu þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar. Einnig verði viðhald á sleppihólfum og hólfum í kringum réttir í höndum þjónustumiðstöðvar.
- Landbúnaðarnefnd vill koma því á framfæri að fyrirkomulag girðinga árið 2024 var ekki vel lukkað. Alltof mörgum girðingum var ekki viðhaldið sem vissulega skapar lægri kostnað til skamms tíma en eykur hann til langs tíma.
Erindinu vísað til næsta fundar byggðarráðs.
2.Önnur mál
Ekkert var bókað undir þessum lið.
- Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar 19. fundur
Fundargerð 19. fundar atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með átta atkvæðum, einn sat hjá (GRL).
Elín Aradóttir tekur ekki þátt í umræðu undir lið 9.
- Húnavaka 2025
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir mætti á fundinn og fór yfir skipulag Húnavöku 2025. Undirbúningur er kominn vel af stað og dagskráin verður með svipuðu sniði og á síðast ári. Ennþá er verið að semja við listamenn og aðra sem koma að viðburðinum og dagskráin verður auglýst formlega í byrjun júní. Vöffluheimboð verður endurtekið, torfæran verður á sínum stað. Huga þarf að auknu plássi fyrir tjaldsvæði þar sem mikill fjöldi fólks fylgir torfærukeppninni. Áhugi er á að endurvekja Blönduhlaupið en það vantar aðila til að halda utan um þann viðburð.
- Prjónagleði 2025
Heiðveig María Einarsdóttir mætti á fundinn og fór yfir stöðu Prjónagleðinnar. Ný heimasíða er komin í loftið með öllum nauðsynlegum upplýsingum (sjá á prjonagledi.is) Nánast allir þræðir eru raktir upp nema að eftir á að leggja lokahönd á skipulag námskeiða viðburðarins. Lagt var til að skoða eigi í framhaldinu hvort að hægt sé að fá rekstraraðila sem keyrir viðburðinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
- 100 ára afmæli Skáksambands Íslands 2025
Dagskráin er nánast fullmótuð en einhver atriði er þó ennþá í vinnslu. Skoða þarf með að fá leyfi eigenda læknisbústaðarins fyrir stjórnarfundurm Skáksambands Íslands sem fyrirhugað er að halda þar. Skáksamband Íslands mun gefa Húnabyggð útitafl sem finna þarf stað. Viðburðinn mun verða stór og mikið um fólk og líf þá tíu daga sem þetta stendur yfir.
- Vatnsdæla 2025
Ákveðið að leggja saman viðburði Vatnsdælu og sýningu refilsins og Vatnsdælan verður því 29-30. ágúst. Í þetta skiptið er ekki fyrirhugað að hafa sérstaka dagskrá í Þórdísarlundi en hafa menningarlegan hluta viðburðarins í tengslum við sýningu refilsins í Íþróttamiðstöðinni. Skoðað verður að halda áfram útihlaupum sem verið hafa og einnig að skoða hjólaviðburði í því samhengi.
- Fyrirspurn vegna Refils
Nefndin tekur vel í erindið og eins og fram kemur í lið 4. þá mun sýning refilsins verða tengd Vatnsdælu 2025.
- Himnastiginn
Farið var yfir þær framkvæmdir sem standa fyrir varðndi himnastigann og stækkun á plani við Skúlahól.
- Heimilisiðnaðarsafnið
Farið var yfir stöðu Heimilisiðnaðarsafnsins nú þegar það verður rekið alfarið af Húnabyggð.
- Erindi frá Haraldi Guðmundssyni
Nefndin tekur vel í erindið, en skiptar skoðanir voru um hvernig best væri að útfæra hana. Nefndin felur sveitarstjóra að óska eftir Teams fundi með Haraldi þannig að fara megi betur yfir þær hugmyndir sem hann er að setja fram og hvernig megi útfæra þær.
- Erindi frá Elínu Aradóttur
Nefndin tekur jákvætt í erindið en um það urðu töluverðar umræður. Nefndin er sammála um að vísa erindinu til byggðarráðs.
- Leiga á Hillebrandtshúsi
Ákveðið var að nefndin fari betur yfir drög að reglum um leigu á Hillebrandts húsinu og að skrifstofu Húnabyggðar verði síðan falið að kynni drögin fyrir byggðarráði.
- Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar 37. fundur
Fundargerð 37. fundar skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
ZAL víkur af fundi undir umfjöllun um liði 5-6.
GRL víkur af fundi undir lið 6.
1.Gróustaðir - Umsókn um byggingarleyfi
Til afgreiðslu ný staðsetning fyrir sumarhús að Gróustöðum í Vatnsdal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við nýja staðsetningu hússins.
2.Breyting á aðalskipulagi gamla bæjarins og Klifamýrar
Tekin fyrir skipulagslýsing dags. 28. apríl s.l. vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010 - 2030 fyrir gamla bæjarkjarnann og Klifamýri á Blönduósi.
Í breytingu á aðalskipulagi verða gerðar breytingar á landnotkun og skilgreint miðsvæði um gamla bæjarkjarnann með ákvæðum um vernd byggðarinnar og stefnu fyrir útlit og ásýnd bygginga á svæðinu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi verður stefnumótandi fyrir deiliskipulag sem unnið er samhliða breytingu á aðalskipulagi. Skipulagslýsing er í samræmi við lýsingu deiliskipulags fyrir svæðið sem kynnt var þann 28.10.2024 til 28.11.2024.
Skipulags- og samgöngunefnd fór yfir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
3.Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps, Blöndulína 3
Tekið fyrir að nýju erindi um breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3. Um er að ræða 220 kV loftlínu sem liggur um Húnabyggð á um 18 km löngum kafla frá Blöndustöð austur í Skagafjörð um Kiðaskarð niður í Mælifellsdal.
Skipulags- og matslýsing var kynnt frá 27. ágúst 20. september s.l. og umsagnir nýttar við mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.
Fyrir liggur tillaga dags. 2. október 2024 frá Landslagi ehf. með greinargerð, umhverfisskýrslu og uppdrætti.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar.
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fyrir til kynningar. Á afgreiðslufundi var tekið fyrir umsókn um byggingarleyfi að Neðstabæ og umsókn um byggingarleyfi fyrir fjarskiptakúlur að Fálkagerði 6A.
Fundagerð 17. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar.
ZAL vék af fundi undir lið 5 og 6 kl:15:49.
5.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 8
Með innsendu erindi óskar Inga Elísa Bergþórsdóttir fyrir hönd Brimslóðar ehf eftir byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á rörasteypunni við Brimslóð 8.
Skipulags- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu og biður skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.
6.Innkeyrsla við Holtabraut 12
Með innsendu erindi dags. 16. apríl 2025 óska eigendur Holtabrautar 12 eftir leyfi til að breikka innkeyslu um allt að 11,5 metra.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir umbeðnar breytingar á forsendum reglna um breytingar á gangstéttum við innkeyrslur á lóði frá 12. september 2023.
- Byggðarráð Húnabyggðar 105. fundur
Fundargerð 105. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með níu atkvæðum samhljóða.
- Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar
Katrín Benediktsdóttir kom á fundinn og fór yfir helstu atriði í starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar síðustu tvö ár. Miklar breytingar hafa verið í gangi bæði hvað varðar starfsemina sjálfa og starfsmannahópinn. Þá hafa miklar framkvæmdir verið í gangi eins og uppsetning nýrrar gufu, nýtt gólf í íþróttahúsið, nýjar hurðir í íþróttasal, aðgengismál o.fl. Fyrir liggur að nýtt klórkerfi veður sett upp í ár og því mun álag á starfsemina halda áfram fram á sumarið. Opnunartíminn hefur verið lengdur og vaktaplani breytt og gaman að segja frá því að lífið í húsinu hefur stóraukist og þessar breytingar hafa mælst vel fyrir hjá heimamönnum og gestum. Almennt er verið að skerpa á umgengni og skipulagi þeirra sem nota húsið að staðaldri eins og t.d. grunnskóli og íþróttafélög. Þetta hefur gengið vel en enn á eftir að slípa til ýmsa hluti og haldið verður áfram að vinna með það. Tekjur hafa aukist jafnt og þétt á milli ára síðust ár og aukin notkun hússins styður undir tekjumyndum hússins. Sumarið 2024 var sögulega slæmt hvað varðar aðsókn í sundlaugina og þar spilaði veður síðasta árs stórt hlutverk. Hins vegar er mjög jákvætt að aðsókn í húsið jókst á milli ára og er þar að þakka meiri aðsókn á mánuðum sem áður voru rólegir þannig að Íþróttamiðstöðin er í sókn og aldrei hefur áður verið jafn mikil aðsókn og spennandi verður að sjá hvernig sumarið kemur út. Það hefur t.d. komið í ljós í þessum breytingum að lenging á opnun á föstudögum skiptir miklu máli og eins opnanir á sunnudögum, en sunnudagar eru vinsælli en laugardagar. Innskráningar í húsið fyrstu fjóra mánuði ársins árið 2025 er 13.923 manns sem er u.þ.b. 37% aukning frá árinu 2024, en þá komu 10.122 manns á sama tímabili. Taka má fram að inn í þessum tölum er ekki starf íþróttafélaga, grunnskólans, aldraðra o.s.frv. Byggðarráð þakkar Katrínu fyrir mjög áhugaverða samantekt og greinilegt að það er rífandi gangur í Íþróttamiðstöðinni og spennandi tímar framundan.
Bókun fundar
Sveitarstjórn fagnar því góða starfi sem unnið hefur verið í Íþróttamiðstöðinni en mikið hefur mætt á starfsfólki Íþróttamiðstövarinnar síðustu misseri. Greinilegt er að íbúar og gestir kunna að meta aukna þjónustu sem er ánægjulegt.
- Fjármál Húnabyggðar
Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn og fór yfir fjárfestingar ársins, rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2025 og lántökuþörf. Almennt er góður gangur í framkvæmdum og þegar hefur verið fjárfest fyrir um 139 milljónir á árinu 2025. Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs gefa jákvæð merki um að hlutirnir séu á góðu róli og að sá árangur sem búið er að byggja upp sé enn að nást. Farið var yfir lántökuþörf og fyrirséð er að sveitarfélagið þarf að draga á lánalínur á öðrum ársfjórðungi.
- Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni sem mun koma verkefninu af stað en mesta vinnan sem framundan er snýst um hönnun svæðisins. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram með heimastjórn og veita í framhaldinu upplýsingar um hvernig verkefnið verður skipulagt.
Bókun fundar
Sveitarstjórn tekur undir að fagnaðarefni sé að þessi styrkur hafi komið inn og að áframhaldandi uppbygging í Kálfshamarsvík geti hafist.
- Eftirlitsskýrslur vegna húsnæðis Húnaskóla
Skýrslurnar lagðar fram til kynningar en aðgerðir vegna þessara athugasemda verður unnið með þegar skólastörfum líkur.
- Bréf frá Fiskistofu vegna strandveiða
Lagt fram til kynningar.
- Fundur stjórnar Markaðsstofu Norðurlands
Lagt fram til kynningar.
- Drög að áskorun vegna Flugklasans Air 66N
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Sveitarstjórn Húnabyggðar tekur jákvætt í erindi frá Markaðsstofu Norðurlands um áskorun til stjórnvalda um aðkomu að markaðssetningu Akureyrarflugvallar og eflingu Flugþróunarsjóðs. Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir samhljóða að skrifa undir áskorunina.
- Fundargerðir 977. og 978. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2025
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar.
- Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands
Lagt fram til kynningar
- Skýrsla sveitarstjóra
Forseti lagið fram tillögu um þessu lið yrði frestað þar til á aukafundi sveitarstjórnar sem verður á næstunni vegna annarrar umræðu um ársreikning Húnabyggðar 2024.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.