35. fundur 14. maí 2024 kl. 15:00 - 16:01 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Birgir Þór Haraldsson
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson
Dagskrá

1.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Breytingar á 47. grein og 54. grein samþykkta Húnabyggðar - síðari umræða
Sveitarstjórn staðfestir í annarri umræðu breytingar á 47. grein og 54. grein samþykkta Húnabyggðar sem lagðar voru fram á 32. fundi sveitarstjórnar og varða Skipulags- og byggingarnefnd sem nú verður Skipulags- og samgöngunefnd. Sveitarstjórn felur nýrri Skipulags- og samgöngunefnd og Atvinnu- og menningarnefnd að uppfæra erindisbréf nefndanna. Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að auglýsa breytingarnar í Stjórnartíðindum.

2.Byggðarráð Húnabyggðar - 60

2404013F

Fundargerð 60. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1, 2, 3, 4, og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 2.1 2212002 Húnaver
    Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning við Heimafengið ehf. um skammtímaleigu frá 1. maí til 30.september. Samningur þessi er byggður á grunni eldri samnings. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skammtímaleigusamning við rekstraraðila Húnavers.

    JG og SÞS vilja færa eftirfarandi til bókunar:
    Við fulltrúar H-lista og G-lista stóðum í þeirri meiningu að sá skammtíma leigusamningur sem gerður var um leigu á Húnaveri og átti að gilda frá 1.maí til 30.september 2023 hefði verið framlengdur frá mánuði til mánuðar eftir að hann rann út eins og við vorum upplýstir um í fyrrahaust.Nú er sveitarstjórn hinsvegar sagt að einungis hafi verið borguð leiga samkvæmt þeim samningi út samningstímann eða í fimm mánuði ,síðan þá hafi Húnaver verið leigulaust. Við höfum ekki verið upplýstir um hvernig samningum hefur verið háttað vardandi þá notkun sem verið hefur á húsinu síðan þá. Við furðum okkur á þeim vinnubrögðum að gera síðan annan skamtíma leigusamning um Húnaver sem gilda á í sumar þar sem leigutekjur eiga einungis að standa undir föstum rekstrarkostnaði sem sveitarfélagið greiðir, í stað þess að láta reyna á hvort hægt sé að koma húsinu í langtímaleigu sem skili sveitarfélaginu einhverjum tekjum eins og fulltrúi H-listans lagði til í fyrrasumar.Bent skal á að auk félagsheimilisins og tjaldstæðis eru í húsinu fimm herbergi með tíu rúmmum með öllum búnaði ,einnig fylgir húsinu útihús til skepnuhalds og tún til heyskapar og nýuppgerð íbúð sem ein og sér ætti að vera hægt að leigja fyrir stóran hluta af þeirri upphæð sem allt húsið er leigt fyrir.Við teljum þetta eitt dæmi af mörgum þar sem sveitarfélagið er ekki að nýta þá tekjumöguleika sem fasteignir í eigu sveitarfélagsins bjóða uppá.

    Auðunn Sigurðsson óskaði eftir fundarhléi kl. 15:23. Fundur hófst að nýju kl. 15:28.

    Sveitarstjórn staðfestir bókun Byggðarráðs með 7 atkvæðum, tveir sitja hjá (JG og SÞS).
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Byggðarráð samþykkir beiðnina. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og upplýsa Hestamannafélagið Neista og Skotfélagið Markviss um fyrirhugað mót. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir leyfi fyrir torfærumóti í Kleifarnámu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir umsögn byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti með breytingum er varðar afgreiðslutíma útiveitinga til klukkan 23:00 virka daga og 00:00 fyrir frídaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir umsögn byggðarráðs.
  • 2.5 2404056 Styrkbeiðni
    Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Lagt fram til kynningar
  • 2.8 2404060 Samningur við Leaf
    Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Byggðarráð samþykkir lóðaumsókn LeafSpace Iceland ehf. er varðar lóðina Fálkagerði 6A (landnr. L237229). Byggðarráð samþykkir jafnframt framlagðan samning milli Leaf og Húnabyggðar Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samning við LeafSpace Iceland ehf. vegna Fálkagerðis 6A.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjanda Blöndu ehf. lóðum í 3. áfanga í Brautarhvammi (landnr. L228266) Bókun fundar ZAL, GHJ og GRL véku af fundi við umræður um þennan lið og ASS tók við fundarstjórn á meðan.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Erindinu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Lagt fram til kynnningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 60 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðarráð Húnabyggðar - 61

2404014F

Fundargerð 61. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1, 5, 7, 8 og 9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Fundargerð starfshóps um framtíðarhúsnæði leikskóla Húnabyggðar lögð fram til kynningar.
    Byggðarráð samþykkir að auglýsa útboð á nýjum leikskóla Húnabyggðar og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og samþykkir að setja í auglýsingu útboð á nýjum fjögurra deilda leikskóla. Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun vinnuhóps um byggingu nýs leikskóla: Nefndin telur mjög mikilvægt að sem allra fyrst verði hafist handa við hönnun leikskólalóðar við nýbygginguna svo framkvæmdir á lóð megi vinnast tímanlega og í takti við framkvæmdir við nýbygginguna. Huga þarf sérstaklega að því hvernig nýframkvæmdir tengjast eldri lóð, þannig að skólalóðin í heild þjóni sem best öllum aldurshópum leikskólabarna. Einnig þarf að huga að girðingu í kringum lóðina og tengja þær framkvæmdir við girðingu lóðar núverandi leikskóla ásamt aðkomu hjólandi og gangandi að leikskólanum frá Heiðarbraut. Þá leggur nefndin áherslu á að skilgreint verði sem fyrst hvernig heitavatnsmálum nýja hússins verður háttað.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð vísar beiðni um styrk vegna frekari framkvæmda við Þrístapa til atvinnu- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.
  • 3.3 2402032 Vinnuskólinn 2024
    Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð samþykkir að vinnufyrirkomulag ungmenna á aldrinum 13-15 ára verði þannig að yngri hluti hópsins vinni hálfan dag í tvo mánuði (júní og júlí) og eldri hópurinn vinni í heilan dag í tvo mánuði (júní og júlí). Báðir hóparnir hafa frí á föstudögum. Nákvæm tímabil fyrir báða hópa verða auglýst síðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð samþykkir tímabundið átak (2-3 vikur) í minkaveiðum. Sveitarstjóra falið að kynna átakið meðal veiðimanna og veiðifélaga á svæðinu og semja við veiðimenn sérstaklega í þessu tímabundna átaki.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð samþykkir að veita Skógræktarfélagi A-Hún 100.000 kr. að styrk vegna 80 ára afmælis sem kemur ofan á þá árlegu styrki sem félagið fær. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs um styrkveitingu til Skógræktarfélags A-Húnvetninga sem færist á lið 2140-9951 Styrktarlínur.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð fór yfir stöðu leigufasteigna sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að fá verðmat á íbúðum að Húnabraut 42 0201 og 0202.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð samþykkir að tímabundinn samningur verði gerður við PureNorth um verkefnastjórnun í gerð nýrrar úrgangsstefnu. PureNorth mun einnig vinna að því að innleiða nýjar lausnir á samningstímanum sem er fram að áramótum 2024-2025. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samning við PureNorth um tímabundna verkefnastjórnun í úrgangsmálum.
  • 3.8 2404074 WorkPoint
    Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Spektra ehf. um innleiðingu nýs upplýsingakerfis, WorkPoint, fyrir sveitarfélagið. Undirbúningur er þegar hafinn og áætlað er að hefja innleiðingu á næstu vikum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samninga við Spektra um uppsetningu nýs upplýsingakerfis, WorkPoint, sem sett verður upp á næstu mánuðum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Byggðarráð samþykkir samning við Landsvirkjun um að sumarvinna ungmenna 16 ára og eldri verði samvinnuverkefni sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Byggðarráð bindur vonir við það að með þessum samningi sé vinnan gerð fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir ungmenni Húnabyggðar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samning við Landsvirkjun vegna sumarvinnu ungmenna 16 ára og eldri.
  • 3.10 2404077 Forsetakosningar 2024
    Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Ársreikningur lagður fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 3.14 2404078 Fundargerð 947 SÍS
    Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 61 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðarráð Húnabyggðar - 62

2405001F

Fundargerð 62. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

5.Skipulags- og byggingarnefnd - 23

2405002F

Fundargerð 23. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:01.

Getum við bætt efni þessarar síðu?