31. fundur 13. febrúar 2024 kl. 15:00 - 17:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
 • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
 • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
 • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
  Aðalmaður: Zophonías Ari Lárusson
 • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Birgir Þór Haraldsson
 • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
 • Elín Aradóttir aðalmaður
 • Jón Gíslason aðalmaður
 • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
 • Pétur Arason sveitarstjóri
 • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarsjórnar að bæta við tveimur liðum. Fundargerð Landbúnaðrnefndar frá 12. febrúar og yrði liður 10. Kosningar í nefndir og ráð og yrði liður númer 11. Samþykkt samhljóða

1.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

2402014

Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun Landbúnaðarnefndar frá 12. febrúar og felur sveitarstjóra að senda umsögnina í samráðsgátt stjórnavalda Mál nr. S-3/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Bókun Landbúnaðarnefndar var svohljóðandi:

Landbúnaðarnefnd og fjallskilanefndir Húnabyggðar telja að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé ákveðin tímaskekkja. Þó fagna nefndirnar áhuga á sjálfbæri landnýtingu. Það skýtur skökku við að með hlýnandi loftslagi og aukinni beitarstýringu bænda að hamla eigi nýtingu á afréttum. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að gróðurframvinda er með besta móti og afréttir í miklum bata. Þar eiga bændur og landgræðsla stóran þátt, bændur standa jafnan fremstir þegar kemur að uppgræðslu á afréttum og stýringu á notkunartíma.

Nefndirnar velta fyrir sér hver tilgangur og markmið reglugerðarinnar eru, hver er ábyrgur fyrir eftirfylgni reglugerðarinnar og hver mun bera kostnað af mögulegum breytingum sem skilgreiningar reglugerðarinnar kveða á um. Allt þetta þarf að vera nákvæmlega skilgreint áður en hægt er að skila inn ítarlegu áliti um innihald reglugerðarinnar.

Nefndirnar vilja benda á að samkvæmt reglugerðinni virðist stór hluti afrétta Íslands vanhæfir til beitar, og ef af þessu verður er vegið að matvælaframleiðslu og þar með matvælaöryggi á Íslandi.
Nefndirnar velta einnig fyrir sér á hvaða grunni reglugerðin byggir. Það er staðreynd að beitarálag á afréttum hefur snarminnkað síðustu áratugina, en orðið hnignun kemur engu að síður oft fyrir í reglugerðinni. Nefndirnar benda á að hnignun í gróðurfari eigi ekki við á afréttum Húnabyggðar. Gróðurframvinda á afréttum sveitarfélagsins er í örum vexti enda sýni niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt það glögglega. Greinilegasta dæmið er að fallþungi hefur aukist þrátt fyrir aukna frjósemi.

2.Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

2402015

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 14. desember 2023, þar sem fram kemur að mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óskað eftir því að samtökin taki að sér að samræma sjónarmið sveitarfélaga til samningsdraga vegna stækkunar verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
,,Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar án stofnbúnaðar er á bilinu 637-1.010 milljónir króna samkvæmt frummati Framkvæmdasýslu ríkisins - Ríkiseigna, dags. 17. nóvember 2023, sbr. viðauki I, og er miðað við verðlag í október 2023. Óvissa á þessu stigi forathugunar er metin á bilinu 50% til -30%, en heildarkostnaður mun ráðast af þeim tilboðum eða samningum sem gerðir verða um framkvæmdina.
Skipting kostnaðar og eignarhlutföll í nýbyggingum verða:
Ríkissjóður 60,00%
Húnaþing vestra 6,771%
Sveitarfélagið Skagaströnd 2,605%
Skagabyggð 0,479%
Húnabyggð 6,970% (44-70 milljónir)
Skagafjörður 23,175%"

Sveitarstjórn undrast það breiða bil kostnaðar sem áætlað er að af framkvæmdinni hljótist og hvetur Framkvæmdasýsluna til að vinna nákvæmari áætlun hið fyrsta. Sveitarstjórn sér sér ekki fært að undirrita samninginn fyrr en nákvæm kostnaðaráætlun liggur fyrir.

3.Skagabyggð - Möguleg sameining sveitarfélaganna

2311015

Staða sameiningarviðræðna
Verkefnahópur um mögulega sameiningu Skagabyggðar og Húnabyggðar hefur starfað í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnanna. Unnið er út frá þeim forsendum að sameining geti tekið gildi 1. júní 2024 verði hún samþykkt í íbúakosningum. Í sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir tiltekinni tímalínu ferils við undirbúning sameiningar sveitarfélaga, m.a. að tvær umræður þurfi að hafa í sveitarstjórn um tillögu um að kjósa samstarfsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaga, sbr. 18. gr. laganna. Fyrri umræða fór fram í sveitarstjórn 9. janúar 2024 um tillögu um að sveitarstjórn kjósi fulltrúa í samstarfsnefnd vegna sameiningar Skagabyggðar og Húnabyggðar. Fyrir fundinum liggur 5. fundargerð verkefnahópsins. Fram fer síðari umræða um að skipuð verði samstarfsnefnd vegna sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa samstarfsnefndina og að fulltrúar Húnabyggðar í samstarfsnefndinni verði Guðmundur Haukur Jakobsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Auðunn Steinn Sigurðsson og Elín Aradóttir.

4.Orkumál

2402016

Tillögur að breytingum á orkulögum
Í 14 ár hafa sveitarfélög, þar sem orkumannvirki eru staðsett, unnið saman í gegnum Samtök orkusveitarfélaga að því að skattaumhverfi orkuvinnslu verði breytt í samræmi við meðalhóf og jafnræðisreglu. Framleiðsla og sala á raforku er samkeppnisatvinnugrein og eina atvinnugreinin á Íslandi sem er með undanþágu frá því að greiða lögbundin fasteignagjöld til sveitarfélaga, en flest orkumannvirki sem eru sannarlega fasteignir samkvæmt lögum, hafa haft undanþágu gagnvart fasteignamati. Á fimmtudaginn í síðustu viku kynnti fjármála- og efnahagsráðherra tillögur um breytingar á skattaumhverfi orkuvinnslu þar sem ráðherra leggur m.a til að undanþágan verði felld úr gildi og orkumannvirki verði sett í nýjan skattflokk. Sveitarstjórn Húnabyggðar tekur vel undir slíkar breytingar sem yrðu mjög stórt skref í að gera skattaumhverfi orkuvinnslu sanngjarnt milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarstjórn Húnabyggðar hvetur fjármála- og efnahagsráðherra til að leggja fram frumvarp til laga sem fyrst á vorþingi og þannig greiða fyrir boðuðum orkuskiptum til framtíðar.

5.Byggðarráð Húnabyggðar - 52

2401003F

Fundargerð 52. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 53

2401004F

Fundargerð 53. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Umræður um framlög sveitarfélagsins til byggðasamlaga.

  Byggðaráð Húnabyggðar tekur undir bókun Sveitarstjórnar Skagabyggðar frá 11. januar 2024 þar sem fram kemur að þörf sé á að skoða hallarekstur Félags- og skólaþjónustunnar vegna Sæborgar og lögð verði áhersla á að forsvarsmenn Sæborgar krefjist aukins fjármagns frá ríkinu til samræmis við rekstrarkostnað ella skili verkefninu til ríkisins.

  Byggðaráð hvetur stjórnendur Byggðasamlags um menningar-og atvinnumál til að fara í framkvæmdir og viðhald á eignum byggðasamlagsins til að nýta fyrirliggjandi framlag frá ríkinu til þess verkefnis.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Byggðaráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Byggðaráð vísar reglunum til Skipulags- og byggingafulltrúa til frekari vinnslu.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Byggðaráð samþykkir að skipa Grím Rúnar Lárusson í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Erindinu vísað til Umhverfisnefndar til umfjöllunar og úrlausnar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Sveitarstjóri geindi frá undirritun kaupsamnings vegna kaupa á Húnabraut 5 og fór yfir leigusamning vegna Hnjúkabyggðar 33.

  Byggðaráð samþykkir að auglýsa og óska eftir tilboðum í fasteignina Blöndubyggð 14 (Ólafshús) þegar skipulagsferli um lóð fasteignarinnar er lokið. Sveitarstjóra falið að útbúa drög að sölulýsingu og leggja fyrir byggðaráð.

  Sveitarstjóri greindi frá því að Húnavellir verði auglýstir til sölu á næstu vikum með aðkomu fasteignasala.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Erindi er varðar ósamræmi milli innheimtu íþróttamiðstöðvar og gildandi gjaldskrár.

  Sveitarstjóra falið að leiðrétta þetta ósamræmi og svara erindinu.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Fundargerðir 42.-44. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands lagðar fram til kynningar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Fundargerð fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 8. janúar lögð fram til kynningar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 53 Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 54

2402003F

Fundargerð 54. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 30. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2 og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Byggðarráð samþykkir tímabundinn leigusamning á Öndvegi til Hestar og ferðir Hvammur 2 ehf. til loka árs 2024.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Byggðarráð samþykkir uppfærðar reglur um stöðuleyfi. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um útgáfu stöðuleyfa
 • 7.3 2402005 Handverkshópur
  Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Byggðarráð þakkar fyrir góðar ábendingar og felur sveitarsjóra að svara erindinu. Byggðarráð vísar efni bréfsins til frekari úrvinnslu hjá Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Byggðarráð samþykkir framlagða auglýsingu um sölu á Ólafshúsi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja eignina á sölu.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Lagt fram til kynningar
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Lagt fram til kynningar
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Lagt fram til kynningar
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Höskuldur B. Erlingsson mætti á fundinn undir þessum lið og útskýrði erindið hvað varðar húsnæði fyrir aðgerðarstjórnunarstöð almannavarna á Norðurlandi vestra. Byggðarráð vill vekja athygli Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra að Björgunarfélagið Blanda í Húnabyggð hefur yfir að ráða húsnæði á Blönduósi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir umrædda starfsemi miðsvæðis í landshlutanum. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Byggðarráðs um að Björgunarfélagið Blanda hefur yfir að ráða húsnæði á Blönduósi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir umrædda starfsemi og einnig að Húnabyggð sé miðsvæðis í þessum landshluta.
 • 7.9 2402009 Um sorphirðugjald
  Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Byggðarráð felur Skipulag- og byggingafulltrúa að svara erindinu.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Byggðarráð telur eðlilegt að reglur um snjómokstur og hálkuvarnir hjá Húnabyggð sé teknar til endurskoðunar og vísar þeirri endurskoðun til Skipulags- og byggingarnefndar. Bókun fundar GHJ og GRL véku af fundi undir liðum 11 og 12
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 54 ZAL vék af fundi undir tveimur síðustu liðum í dagskrá. Forsaga málsins er ekki fyllilega ljós og erindinu vísað til Skipulags- og byggingafulltrúa til frekari gagnaöflunar.
 • 7.12 2402010 Snjómokstur
  Byggðarráð Húnabyggðar - 54 Erindinu vísað til Skipulags- og byggingafulltrúa til frekari gagnaöflunar.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 19

2312007F

Fundargerð 19. fundar Skipulags- og bygginganefndar lögð fram til staðfestingar á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 20

2402001F

Fundargerð 20. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 20 Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugsemdir við umsóknina og felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 20 Nefndin þakkar Páli og Árna góða kynningu.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 20 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga 1 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
  Samþykkt með 4 atkvæðum og SÞS sat hjá.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum tillögu 1 um breytingu á deiliskipulagi á Miðholti við Norðurlandsveg. Einn sat hjá (SÞS)

10.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 10

2402006F

Fundargerð 10. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
 • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 10 Landbúnaðarnefnd og fjallskilanefndir Húnabyggðar telja að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé ákveðin tímaskekkja. Þó fagna nefndirnar áhuga á sjálfbæri landnýtingu. Það skýtur skökku við að með hlýnandi loftslagi og aukinni beitarstýringu bænda að hamla eigi nýtingu á afréttum. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að gróðurframvinda er með besta móti og afréttir í miklum bata. Þar eiga bændur og landgræðsla stóran þátt, bændur standa jafnan fremstir þegar kemur að uppgræðslu á afréttum og stýringu á notkunartíma.

  Nefndirnar velta fyrir sér hver tilgangur og markmið reglugerðarinnar eru, hver er ábyrgur fyrir eftirfylgni reglugerðarinnar og hver mun bera kostnað af mögulegum breytingum sem skilgreiningar reglugerðarinnar kveða á um. Allt þetta þarf að vera nákvæmlega skilgreint áður en hægt er að skila inn ítarlegu áliti um innihald reglugerðarinnar.

  Nefndirnar vilja benda á að samkvæmt reglugerðinni virðist stór hluti afrétta Íslands vanhæfir til beitar, og ef af þessu verður er vegið að matvælaframleiðslu og þar með matvælaöryggi á Íslandi.
  Nefndirnar velta einnig fyrir sér á hvaða grunni reglugerðin byggir. Það er staðreynd að beitarálag á afréttum hefur snarminnkað síðustu áratugina, en orðið hnignun kemur engu að síður oft fyrir í reglugerðinni. Nefndirnar benda á að hnignun í gróðurfari eigi ekki við á afréttum Húnabyggðar. Gróðurframvinda á afréttum sveitarfélagsins er í örum vexti enda sýni niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt það glögglega. Greinilegasta dæmið er að fallþungi hefur aukist þrátt fyrir aukna frjósemi.

11.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Forseti sveitarsjórnar leggur fram breytingu á nefndarskipan hjá Húnabyggð
Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar, lagði fram eftirfarandi breytingar á nefndarskipan:

Skipulags- og byggingarnefnd

Í stað Þórdísar Erlu Björnsdóttur komi Agnar Logi Eiríksson sem aðalmaður.
Í stað Agnars Loga Eiríkssonar komi Þórdís Erla Björnsdóttir sem varamaður

Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd

Í stað Steinunnar Huldu Magnúsdóttur komi Ólafur Sigfús Benediktsson sem aðalmaður
Í stað Ólafs Sigfúsar Benediktssonar komi Ásdís Ýr Arnardóttir sem varamaður


Landbúnaðarnefnd

Í stað Jóns Árna Magnússonar komi Birgir Þór Haraldsson sem aðalmaður
Í stað Birgis Þórs Haraldssonar komi Sindri Páll Bjarnason sem varamaður

Kjörstjórn

Í stað Lee Ann Maginnis komi Þórður Pálsson sem aðalamaður
Í stað Þórðar Pálssonar komi sem varamaður Valur Njáll Magnússon

Breytingar á varamönnum í sveitarstjórn:
Arnrún Bára Finnsdóttir verður 3. varamaður D-lista og Höskuldur Sveinn Björnsson verður 4. varamaður D-lista.

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (JG)12.Minnisblað sveitarstjóra

2303003

Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri flutti munnlega skýrslu sína

Fundi slitið - kl. 17:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?