20. fundur 07. febrúar 2024 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
Þórdís og Birgir boðuðu forföll og í þeirra stað komu Agnar Logi og Arnrún Bára.

1.Umsókn um stöðuleyfi fyrir tvo gáma við Ægisbraut 3, Blönduósi.

2402001

Með innsendu erindi dags. 29. janúar 2024 óskar Sigmundur Sigurðsson fyrir hönd Rarik ohf eftir stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma á lóðinni Ægisbraut 3, Blönduósi.
Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugsemdir við umsóknina og felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.

2.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311019

Til umræðu vinna við deiliskipulag gamla bæjarins á Blönduósi. Undir þessum lið komu Páll Líndal Jakobsson og Árni Ólafsson í gegnum fjarfundNefndin þakkar Páli og Árna góða kynningu.

3.Breyting á deiliskipulagi Miðholts.

2401002

Teknar voru tillaga 1 og 2 að breytingu á deiliskipulagi við Norðurlandsveg. Tillaga 1 er dagsett 05.02.2024 og tillaga 2 er dagsett 07.02. 2024 sem fjalla um breytingar og minnkun á deiliskipulaginu og fækkun lóða. Þær lóðir sem eftir verða er hliðrað til og stærðum breytt. Nú þegar hefur verið byggt eitt húsnæði á Miðholti 1 og var lóðin mæld upp og leiðrétt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga 1 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Samþykkt með 4 atkvæðum og SÞS sat hjá.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?