54. fundur 08. febrúar 2024 kl. 12:00 - 14:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Húnabyggð - Leiga á Öndvegi

2402004

Samningur um leigu á Öndvegi
Byggðarráð samþykkir tímabundinn leigusamning á Öndvegi til Hestar og ferðir Hvammur 2 ehf. til loka árs 2024.

2.Húnabyggð - Reglur um útgáfu stöðuleyfa

2401013

Uppfærðar reglur um stöðuleyfi
Byggðarráð samþykkir uppfærðar reglur um stöðuleyfi.

3.Handverkshópur

2402005

Erindi frá Handverkshópnum á Blönduósi
Byggðarráð þakkar fyrir góðar ábendingar og felur sveitarsjóra að svara erindinu. Byggðarráð vísar efni bréfsins til frekari úrvinnslu hjá Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar.

4.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna
Byggðarráð samþykkir framlagða auglýsingu um sölu á Ólafshúsi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja eignina á sölu.

5.Svarbréf innviðarráðuneytisins

2402011

Svarbréf fá Innviðarráðuneytinu er varðar framlag vegna vinnu við sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerð 15. fundar fagráðs frá 29. janúar 2024

2402006

Fundargerð fagráðs um málefni fatlaðs fólks frá 29. janúar 2024
Lagt fram til kynningar

7.Hafnarsamband Íslands - Fundargerð 460. fundar stjórnar

2402007

Fundargerð 460. fundar Hafnasamband Íslands
Lagt fram til kynningar

8.Aðgerðastjórn almannavarna í héraði á Norðurlandi vestra

2402008

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra er varðar almannavarnir
Höskuldur B. Erlingsson mætti á fundinn undir þessum lið og útskýrði erindið hvað varðar húsnæði fyrir aðgerðarstjórnunarstöð almannavarna á Norðurlandi vestra. Byggðarráð vill vekja athygli Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra að Björgunarfélagið Blanda í Húnabyggð hefur yfir að ráða húsnæði á Blönduósi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir umrædda starfsemi miðsvæðis í landshlutanum.

9.Um sorphirðugjald

2402009

Erindi frá Stínu Gísladóttur og Ola Aadnegard er varðar sorphirðugjald
Byggðarráð felur Skipulag- og byggingafulltrúa að svara erindinu.

10.Reglur um snjómokstur í sveitarfélaginu

2301002

Snjómokstur í Húnabyggð
Byggðarráð telur eðlilegt að reglur um snjómokstur og hálkuvarnir hjá Húnabyggð sé teknar til endurskoðunar og vísar þeirri endurskoðun til Skipulags- og byggingarnefndar.

11.Snjómokstur og viðhald götu í Brautarhvammi

2402003

Erindi frá Blöndu ehf er varðar snjómokstur o.fl.
ZAL vék af fundi undir tveimur síðustu liðum í dagskrá. Forsaga málsins er ekki fyllilega ljós og erindinu vísað til Skipulags- og byggingafulltrúa til frekari gagnaöflunar.

12.Snjómokstur

2402010

Erindi frá eigendum húsa við Skúlabraut 1-9 vegna snjómoksturs
Erindinu vísað til Skipulags- og byggingafulltrúa til frekari gagnaöflunar.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?