10. fundur 12. febrúar 2024 kl. 11:00 - 12:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Jón Árni Magnússon formaður
  • Halldór Skagfjörð Jónsson varaformaður
  • Þuríður Hermannsdóttir ritari
  • Sigþrúður Friðriksdóttir varamaður
    Aðalmaður: Sara Björk Þorsteinsdóttir
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jón Árni Magnússon formaður
Dagskrá
Helgi Páll Gíslason, Hilmar Smári Birgisson og Guðmundur Rúnar Halldórsson fjallskilastjórar mættu á fundinn en Anna M. Jónsdóttir boðaði forföll.

1.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

2402014

Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Landbúnaðarnefnd og fjallskilanefndir Húnabyggðar telja að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé ákveðin tímaskekkja. Þó fagna nefndirnar áhuga á sjálfbæri landnýtingu. Það skýtur skökku við að með hlýnandi loftslagi og aukinni beitarstýringu bænda að hamla eigi nýtingu á afréttum. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að gróðurframvinda er með besta móti og afréttir í miklum bata. Þar eiga bændur og landgræðsla stóran þátt, bændur standa jafnan fremstir þegar kemur að uppgræðslu á afréttum og stýringu á notkunartíma.

Nefndirnar velta fyrir sér hver tilgangur og markmið reglugerðarinnar eru, hver er ábyrgur fyrir eftirfylgni reglugerðarinnar og hver mun bera kostnað af mögulegum breytingum sem skilgreiningar reglugerðarinnar kveða á um. Allt þetta þarf að vera nákvæmlega skilgreint áður en hægt er að skila inn ítarlegu áliti um innihald reglugerðarinnar.

Nefndirnar vilja benda á að samkvæmt reglugerðinni virðist stór hluti afrétta Íslands vanhæfir til beitar, og ef af þessu verður er vegið að matvælaframleiðslu og þar með matvælaöryggi á Íslandi.
Nefndirnar velta einnig fyrir sér á hvaða grunni reglugerðin byggir. Það er staðreynd að beitarálag á afréttum hefur snarminnkað síðustu áratugina, en orðið hnignun kemur engu að síður oft fyrir í reglugerðinni. Nefndirnar benda á að hnignun í gróðurfari eigi ekki við á afréttum Húnabyggðar. Gróðurframvinda á afréttum sveitarfélagsins er í örum vexti enda sýni niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt það glögglega. Greinilegasta dæmið er að fallþungi hefur aukist þrátt fyrir aukna frjósemi.

Fundi slitið - kl. 12:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?