19. fundur 09. maí 2023 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
 • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
 • Höskuldur Sveinn Björnsson varamaður
  Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Birgir Þór Haraldsson
 • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
 • Elín Aradóttir aðalmaður
 • Jón Gíslason aðalmaður
 • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pétur Arason sveitarstjóri
 • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Yggdrasill - Kynning

2305019

Kynning frá Yggdrasil
Björgvin Stefán, Hafliði og Ingibjörg frá Yggdrasil mættu á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og héldu greinargóða kynningu. Einnig mætti Páll Ingþór Kristinsson undir þessum lið.

Miklar umræður urðu um málið.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa skógrækt í landi Ennis. Ákveða þarf stærð svæðisins og skipulag innan þess. Ennfremur er sveitarstjóra falið að kanna möguleika á skógrækt innan Kúagirðingar. Stefnt er að því að bjóða skógrækt í landi Ennis út sem fyrst.

2.Búfénaður í þéttbýli

2211020

Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli Húnabyggðar
Sveitarstjórn ályktar að landbúnaðarnefnd þurfi að skilgreina betur álitaefni í samþykkt um búfjárhald í þéttbýli og vísar því samþykktinni aftur til nefndarinnar.

3.Reykjavíkurflugvöllur

2305018

Reykjavíkurflugvöllur
Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði. Með ákvörðuninni verður samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 teflt í tvísýnu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar.
Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverki og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði gæti öryggi landsbyggðanna verið ógnað gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.
Sveitarstjórn Húnabyggðar skorar á borgarstjórn að fresta byggingaráformum og virða í hvívetna samkomulag ríkis og borgar frá 2019 þar til framtíðarlausn innanlandsflugs er tryggð.

4.Umsókn um aðild að barnavernd á Mið-Norðurlandi og um samstarf um málefni fatlaðs fólks á

2305022

Umsókn Strandabyggðar um samstarf um málefni fatlaðs fólks og samstarf um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi
Lagt fram til kynningar

5.Samþykkt um húsnæðissjálfseignarstofnun og fjöldi fulltrúa í fulltrúaráð

2305021

Samþykkt um húsnæðisssjálfseingarstofnun og fjöldi fulltrúa í fulltrúaráði
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að stofnun nýrrar húsnæðissjálfseignastofnunar, með það að markmiði að byggja húsnæði fyrir sjálfstæða búsetu sem tekur við hlutverki núverandi herbergjaheimila að Skúlabraut á Blönduósi og Fellstúni á Sauðárkróki.

6.Staða Húnabyggðar eftir fyrsta ársfjórðung 2023

2305020

Staða Húnabyggðar eftir fyrsta árfjórðung 2023.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjármála í sveitarfélaginu og kynnti að ársreikningur verður lagður fyrir í byrjun júní.

7.Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 11. fundar frá 3.maí

2305023

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar 11.fundar frá 3.maí
1 Sölvatunga - umsókn um byggingaheimild 2304005
2 Hótel Blönduós - umsókn um uppsetningu skilta 2304003
3 Umsögn vegna breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 2305001
Fundargerð 11. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2 og 3 þarfnast sérstakarar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

Liður 2 Hótel Blönduós, umsókn um uppsetningu skilta 2304003 - Samþykkt
Liður 3 Umsögn vegna breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 2305001 - Samþykkt

8.Byggðarráð Húnabyggðar - 29

2305001F

Fundargerð 29. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Farið var yfir gögn, öllum þremur umsóknum Húnabyggðar var hafnað. Byggðarráð lýsir yfir óánægju sinni með niðurstöðuna og rökstuðninginn. Bókun fundar Sveitarstjórn vill taka undir bókun byggðarráðs.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Byggðarráð samþykkir að plokk og hreinsunardagar í sveitarfélaginu verði 18.maí í þéttbýli tveir laugardaginn 3. júní í dreifbýli. Sveitarstjóra falið að auglýsa dagana enn frekar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Sveitarstjóri kynnti að sveitarfélagið mundi auglýsa tímabundið starf verkefnastjóra ferðamála.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir óánægju með að áformum um stækkun urðunarsvæðisins í Stekkjavík komi ekki fyrir sveitarstjórn Húnabygggðar formlega áður en stjórn Norðurár samþykkir framkvæmdina endanlega. Eins setur sveitarstjórn Húnabyggðar spurningarmerki við að ekki þurfi sérstakt framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórninni við svona umfangsmiklar framkvæmdir. Húnabyggð telur eðlilegt að skoðaðar verði aðrar leiðir eins og t.d. brennsla til að minnka umfang urðunar í Stekkjavík áður en ráðist verði í stækkun urðunarsvæðisins.

 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Byggðarráð hafnar erindinu.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Byggðarráð samþykkir að setja í söluferli íbúðina Hnjúkabyggð 27 íbúð 213-6681, ásett verð sé 23.900.000.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Húnabyggðar - 29 Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?