17. fundur 11. apríl 2023 kl. 15:00 - 17:07 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Elín Aradóttir
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Landsvirkjun - fundur

2302017

Fundargerð frá fundi með sveitarstjórnarfólki og forsvarsmönnum Blönduvirkjunar
Lagt fram til kynningar

2.Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. janúar 2023

2304003

Fundargerð 7. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1-2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Liður 1. Norðurlandsvegur; deiliskipulag - 2210003 Samþykktur með sex atkvæðum, einn sat hjá (GHJ). ZAL og GRL véku af fundi undir þessum lið. Liður 2. Aðalgata 6, umsókn um framkvæmdaleyfi 2301006 samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. apríl 2023

2304002

Fundargerð 10. fundar Skipulags- og bygginganefndar lögð fram til staðfestingar á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1-4 og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Liður 1. Þverárfjallsvegur, breyting á framkvæmd 2304001- Samþykkt samhljóða
Liður 2. Neðri-Mýrarnáma, umsókn um framkvæmdaleyfi 2303009 - Samþykkt samhljóða
Liður 3. Húnabraut 22, sumókn um sameiningu á mhl 2303016 - Samþykkt samhljóða
Liður 4. Húnabraut 22, umsókn um byggingarheimild/niðurrif 2303015 - Samþykkt samhljóða

ZAL vék af fundi við umræðu 7. liðar og umræðu og staðfestingu 8. liðar.
Liður 8. Brimslóð 10C, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á geymslu 2303004 - Samþykkt með 8 atkvæðum

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

4.Öldungaráð Húnabyggðar - 2

2303007F

Fundargerð 2. fundar öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 4.1 2211009 Erindisbréf
    Öldungaráð Húnabyggðar - 2 Erindisbréf er enn til vinnslu. Öldungaráð áréttar mikilvægi þess að ljúka þeirri vinnu sem fyrst.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 2 Akstursreglur eru enn í vinnslu hjá sveitarfélaginu. Stefnt er að því að efnislegri afgreiðslu reglnanna í Byggðarráði þann 4. apríl n.k.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 2 Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, kynnti stöðu mála. Samkvæmt Helgu Margréti er laust rými á fjórðu hæð fyrir starfsemina. Öldungaráð óskar eftir því að málið verði tekið upp á næsta fundi Byggðarráðs. Ásdís og Helga Margrét setja saman greinagerð sem lögð verður fyrir fundinn.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 2 Ásgerður Pálsdóttir, hóf umræðu um málið og vísaði í áhersluatriði eldra fólks í sveitarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosnaningar s.l. vor. Þar segir m.a. að í skipulagsmálum verður að gera kröfu um að hluti byggingasvæða verði ætlaður fyrir félagslegar íbúðir og leiguíbúðir fyrir eldra fólk og eðlilegt að sveitarstjórnir hlutist til um byggingu leiguíbúða fyrir eldra fólk á viðráðanlegu leiguverði. Mikilvægt að endurskoða reglur um húsnæðisbætur.
    Umræður urðu um málið og vill Öldungaráð beina því sveitarstjórnar Húnabyggðar að vinna að framgangi málsins.
    Bókun fundar Miklar umræður urðu um þennan lið.
    Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði er varðar möguleika til uppbyggingar á húsnæði fyrir eldri borgara.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 2 Fjölmörg tækifæri til stefnumótunar liggja fyrir í nýju sveitarfélagi. Formaður ráðsins leggur til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í Húnabyggð með það að markmiði að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara.

    Lagt er til að starfshópinn skipi 4 fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins þ.e. frá HSN, Félagi eldri borgara í Húnabyggð og Félags- og skólaþjónustu. Þá er lagt til að öldungaráð skipi sér einn fulltrúa sem jafnframt boðar fyrsta fund hans.

    Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshóp til stefnumótunar í málefnum aldraðra:
    Fyrir HSN: Helga Margrét Jóhannesdóttir
    Fyrir Félags- og skólaþjónustu bs.: Ásta Þórisdóttir
    Fyrir Félag eldri borgara í Húnabyggð: Ásgerður Pálsdóttir
    Fyrir Öldungaráð: Ásdís Ýr Arnardóttir

    Starfshópurinn mun vinna náið með Öldungaráði og stefnt er að því að ljúka drögum að stefnumótun í málefnum aldraðra í september 2023, til afgreiðslu innan stofnanna og sveitarfélags.
  • 4.6 2206034 Önnur mál
    Öldungaráð Húnabyggðar - 2 Ekkert var bókað undir þessum lið.

5.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8

2303008F

Fundargerð 8. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 Elín Ósk formaður foreldrafélags Húnaskóla fór yfir fyrirspurnir frá foreldrum, þessir punktar voru allir ræddir en vísað til skólastjóra sem mun taka saman helstu upplýsingar og skila á næsta fundi nefndarinnar.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 EA fór yfir stöðu mála, sveitarstjórn hefur tekið þá ákvörðun að hefja rekstur mötuneytis sbr. bókun sveitarstjórnar frá 14. mars. sl.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 MS fór yfir stöðu mála, nýjar akstursreglur eru á lokametrum, akstursleiðir eru tilbúnar og vinna við útboðslýsingu stendur yfir. Bókun fundar Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við útboðsgögn verði hraðað eins og unnt er.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 Þórhalla og Sigríður fóru yfir hugmyndir varðandi skóladagatal næsta skólaárs, samþætta á fleiri daga t.d skipulagsdaga. Fræðslunefnd fagnar því að meiri samvinna við skóladagatöl skólanna sé höfð að leiðarljósi.

    Fulltrúar grunnskólans véku af fundi 16:05
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 Leikskólastjóri óskar eftir breytingu á skipulagsdegi á skóladagatali leikskólans 2022-2023.
    Skipulagsdagur 21.apríl verði frestað til mánaðamóta maí/júní. Leikskólastjóri muni auglýsa nýja dagsetningu eins fljótt og kostur er.

    Samþykkt samhljóða
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 Húsnæði leikskólans: Staða mála varðandi húsnæði leikskólans. Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði leikskólans hefur hafið störf.
    Biðlisti: Eitt barna á biðlista, óskað hefur verðið eftir flutningi fimm barna frá Vallabóli á Barnabæ í haust. Eins og staðan er í dag munu verða 8-10 börn á Vallabóli næsta haust.
    Umbótaáætlun vegna Barnabæjar: Umbótaáætlun hefur verið í vinnslu frá því að niðurstöður ytra mats voru birtar. Þar sem leikskólinn Barnabær er ekki lengur til í þeirri mynd sem var þegar matið var gert hefur leikskólastjóri óskað eftir því við Menntamálastofnun að þessi umbótaáætlun verði felld niður. Fallist hefur verið á það en leikskólastjóri og fræðslustjóri munu vinna nýja áætlun fyrir nýjan leikskóla með hliðsjón af umbótaáætlun Barnabæjar. Einnig er verið að skoða matskerfið „Hversu góður er leikskólinn okkar“ sem er skoskt matskerfi sem starfsmenn Fræðsluþjónustu Skagafjarðar hafa þýtt. Matskerfið á að hjálpa starfsfólki leikskóla að meta gæði uppeldis- og menntastarfsins, samskipta starfsfólks, foreldrasamstarfs og stjórnunar. Gert er ráð fyrir að hver þáttur sé metinn á a.m.k. þriggja ára fresti. Verið er að leggja könnun fyrir starfsmenn í gegnum Skólapúlsinn og lýkur henni um mánaðarmótin. Foreldrakönnun verður lögð fyrir á næsta ári.
    Á skipulagsdeginum 6. mars sátu starfsmenn námskeið í tákn með tali. Þórunn Ragnarsdóttir mun halda utan um innleiðingu á því efni.
    Foreldraviðtöl: Deildarstjórar hafa verið að taka viðtöl við foreldra nú í mars.
    Laus störf: Búið er að auglýsa þær stöður sem lausar eru og verða.


    Fræðslunefnd þakkar Sigríði fyrir stöðuyfirlit leikskólamála.

  • 5.7 2206034 Önnur mál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 8 Tvö mál voru rædd undir þessum lið.

    1)Fræðslunefnd vill ítreka það við sveitarstjórn að hrinda í framkvæmd boðuðum og samþykktum áætlunum um sjö tíma vinnudag leikskólastarfsmanna. Ljóst er að framkvæmdin hefur dregist úr hófi og nauðsynlegt að bæta úr því hið fyrsta.

    2)Fræðslunefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglum um styrki til akstur leikskólabarna í Húnabyggð.

    1.grein Gildissvið - Verði svohljóðandi:

    Úthlutunarreglur þessar gilda um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla í Húnabyggð. Börnin skulu eiga í lögheimili í Húnabyggð. Styrkirnir taka til aksturs nemenda frá innritun og þar til þeir hefja síðasta skólaár í leikskóla, enda eiga nemendur í elsta árgangi rétt á skólaakstri á vegum sveitarfélagsins til og frá skóla. Sjá einnig 3. gr. um lágmarksvegalengd skólasóknar nemenda. Miða skal greiðslur við vegalengd frá heimili til þeirrar skólastarfstöðvar sem um stystan veg er að fara.

    4.grein Útfærsla
    Síðasta málsgrein verði svohljóðandi:
    Sækja skal um á þar til gerðu umsóknarformi á heimasíðu sveitarfélagsins. Skrifstofa sveitarfélagsins leitar staðfestingar leikskólastjóra á mætingu nemenda.

    Fræðslunefnd samþykkir ofangreindar breytingatillögur samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar







    Bókun fundar 7.1 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna ásamt leikskólastjóra að lausn málsins.

    7.2 Sveitarstjórn samþykkir þær breytingatillögur á reglum um styrki til aksturs leikskólabarna í Húnabyggð.

    Samþykkt samhljóða.

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 26

2303006F

Fundargerð 26. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. ZAL og GRL véku af fundi undir umræðum um lið 11 en Byggðarráð fer með fullnaðarafgreiðslu lóða. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að uppfæra stöðu skýslunnar við KPMG og vinna að úrbótum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Byggðarráð Húnabyggðar samþykkir að veita 500.000 króna viðbótarstyrk við þær 2.000.000 sem áður var búið að samþykkja vegna framkvæmda við vatnsveitu. Gert var ráð fyrir þessum kostnaðarlið í fjárhagsáætlun 2023.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Byggðarráð samþykkir að Pétur Arason, sveitarstjóri fari á fundinn sem fulltrúi sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Fundagerðir lagðar fram til kynningar. Reglum um fjárstyrk til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Reglum um fjárstyrk til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum er samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 26 Fyrirliggja fimm umsóknir um þrjár lóðir.

    Byggðarráð samþykkir að úthluta Benedikt Þórissyni lóðinni Fjallabraut 5-7

    ZAL vék af fundi 16:25. og tók Elín Aradóttir við stjórn fundarins.

    Tvær umsóknir bárust um lóðina Holtabraut 24-26 og einnig tvær umsóknir um lóðina Holtabraut 28-30.

    Draga þarf um lóðaúthlutunina og mætti Birna Ágústsdóttir, Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra til þess að annast útdrátinn.

    Við útdrátt um lóðina Holtabraut 24-26 kom upp nafn Stiganda ehf.
    Gætti Sýslumaður að því hvort nafn hins umsækjandans væri á þeim miða sem eftir varð, og reyndist svo vera.

    Byggðarráð samþykkir að úthluta Stíganda ehf. lóðinni Holtabraut 24-26.

    Við útdrátt um lóðina Holtabraut 28-30 kom upp nafn Blanda ehf.
    Gætti Sýslumaður að því hvort nafn hins umsækjandans væri á þeim miða sem eftir varð, og reyndist svo vera.

    Byggðarráð samþykkir að úthluta Blöndu ehf. lóðinni Holtabraut 28-30

    ZAL mætti aftur til fundar 16:35 og tók við stjórn fundarins.

    Byggðarráð samþykkir að opna fyrir umsóknir um lóðir að nýju og verða lóðum nú framvegis úthlutaðar á reglulegum fundum Byggðarráðs sem öllu jafna eru haldnir á tveggja vikna fresti. Umsóknir þurfa að berast tveimur sólarhringum fyrir fund Byggðarráðs til þess að þær séu teknar fyrir. Upplýsingar um fundartíma Byggðarráðs má nálgast á skrifstofu Húnabyggðar.

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 27

2303009F

Fundargerð 27. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. ZAL og GRL véku af fundi undir umræðum um lið 7 en Byggðarráð fer með fullnaðarafgreiðslu lóða. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð hvað varðar skipun stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins. Ennfremur skipi Húnabyggð fulltrúa í stjórnina.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Byggðarráð mælir með því að framkvæmdir við nýja slökkvistöð verði kláraðar á árinu. Nauðsynlegt er að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa verkefnis og samþykki sveitarstjórnar er nauðsynlegt áður en lengra er haldið. Byggðarráð telur skynsamlegt að reynt verði að klára framkvæmdir þannig að hægt sé að gera öryggisúttekt á húsnæðinu. Byggðarráð gerir ráð fyrir að aukinn kostnaður við framkvæmdir komi niður á fjárfestingum í tækjum Brunavarna á þessu og næsta ári. Byggðarráð felur sveitarstjóra og slökkiliðsstjóra að kostnaðargreina þær framkvæmdir sem eftir eru og fá tryggingu fyrir því að verktakar geti klárað verkefnið fyrir sumarið. Slökkiviliðsstjóri leggur til við byggaðaráð að skipaður verði eldvarnarfulltrúi sveitarfélagsins. Brunavarnaráætlun sveitarfélagsins verður lögð fyrir sveitarstjórn í maí. Bókun fundar Fulltrúi H-listans lagði fram eftirfarandi tillögu:

    Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að útvega starfsmann til þess að sinna verkstjórn við lokaframkvæmdir á slökkvistöð Brunavarna A-Hún til að hún sé nothæf lögum samkvæmt enda liggi fyrir ítarleg kostnaðaráætlun og samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun.

    ASS óskaði eftir fundarhléi 16:22
    Fundi áframhaldið 16:28

    Tillaga fulltrúa H-listans samþykkt með 9 atkvæðum
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Byggðarráð fór yfir drög að nýjum reglum og vísar því til sveitarstjóra og félagsmálastjóra að klára ný drög þannig að hægt sé að samþykkja nýjar reglur. Einnig er því beint til sveitarstjóra og félagsmálastjóra að fá endurgjöf frá notendum áður endanlegar reglur verða lagðar fyrir.
  • 7.4 2303043 Uppbót aksturs
    Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum um tilefni erindisins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar því til Öldungaráðs og sveitarstjóra að kostnaðargreina þetta úrræði þannig að hægt sé að taka efnislega ákvörðun um málið. Einnig er lagt til að málið verði unnið saman með félags- og skólaþjónustunni.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 27 Bókun fundar Samþykkt samhljóða
Vegna riðusmits sem upp kom í Miðfjarðarhólfi vill sveitastjórn Húnabyggðar beina því til Matvælaráðherra að farið verði í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001. Endurskoðun á reglugerð þessari hefur staðið yfir í nokkur ár og virðist málið lítið þokast áfram í Matvælaráðuneytinu. Mikill kostnaður fylgir niðurskurði vegna riðu fyrir hið opinbera sem og bændur. Eftir að ARR arfgerðin fannst í íslensku sauðfé er hægt að beita forvörnum með markvissum hætti til að útrýma riðu. Því þarf að tryggja fjármagn til arfgerðargreiningar sauðfjár. Jafnframt er rétt að minna á að viðhald sauðfjárveikivarnargirðinga hefur verið fjársvelt um árabil.

Fundi slitið - kl. 17:07.

Getum við bætt efni þessarar síðu?