11. fundur 29. nóvember 2022 kl. 15:00 - 18:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023

2208010

Fjárhagsáætlun 2023 - Fyrri umræða
Friðrik Halldór Brynjólfsson fjármálastjóri Húnabyggðar, Jón Ari Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG kynntu og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2023, ásamt 3 ára áætlun. Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa fjárhagsáætlun og 3 ára áætlun Húnabyggðar til Byggðarráðs til frekari vinnslu og jafnframt til síðari umræðu í sveitarsjórn.

Jón Ari og Þorsteinn yfirgáfu fundinn klukkan 16:00
Friðrik Halldór yfirgaf fundinn 17:05

2.Byggðasamlög

2211010

Slit á Byggðasamlögum
Sveitarstjóri upplýsti um fund sem fram fer 5. desember með oddvitum og sveitarstjórum í A-Hún.

3.Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna - Endurskoðun á samningi

2211045

Erindi frá Sólveigu H. Benjamínsdóttur fyrir hönd Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna um endurskoðun á samningi
Erindinu vísað til Byggðarráðs.

4.Orkumál og samskipti við orkufyrirtæki

2211046

Sveitarstjóri fer yfir orkumál og samskipti við orkufyrirtæki er varðar hitaveitu, raforku, vindmyllur, orkufrekan iðnað og Samtök orkusveitarfélaga
Umræður urðu um erindi sveitarstjóra. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Pétur Arason sveitarstjóri verði fulltrúi Húnabyggðar hjá Samtökum orkusveitarfélaga

5.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2

2211004F

Fundargerð 2. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Undir þessum lið mættu: Pálmi Þór Ingimarsson, Sigurður Þorbjörnsson, Guðráður Jóhannsson og Vignir Björnsson.
    Rætt var um kosti og galla þess kerfis sem verið hefur þegar kemur að refaveiðum og hugmyndir settar fram um breytingar. Minkaveiðar voru einnig ræddar.
  • 5.2 2211019 Lausaganga fjár
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Staða helst óbreytt og er lausaganga búfjar leyfð. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Nefndin felur sveitastjóra og formanni að leggja drög að samþykkt um búfjárhald í þéttbýli.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Drög að girðingu voru lögð fyrir nefndina. Nefndin leggur til að Fjallskiladeild Grímstungu- og Haukagilsheiðar fundi með Fjallskiladeild Víðidalstunguheiðar og í samráði finni þau ódýrari lausn á fyrirliggjandi vandamáli. Nefndin leggur til að niðurstaða verði komin í málið ekki seinna en 15. apríl 2023.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Erindi var lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að á næsta fundi verði Fjallskilanefndir Húnabyggðar kallaðar inn til að ræða þetta mál betur.
  • 5.6 2211023 Fjallskil
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Erindi var lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að á næsta fundi verði Fjallskilanefndir Húnabyggðar kallaðar inn til að ræða þetta mál betur.
  • 5.7 2211024 Fundaskipulag
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Nefndin ákveður að halda fundi fyrsta mánudag hvers mánaðar klukkan 15:00
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 2 Drög að erindisbréfi lagt fram til kynningar og athugasemdir gerðar.

6.Byggðaráð Húnabyggðar - 11

2211005F

Fundargerð 11. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 6.1 2211027 Innheimta meðlaga
    Byggðaráð Húnabyggðar - 11 Byggðarráð Húnabyggðar fagnar þeim áformum Innviðaráðuneytis að færa innheimtu meðlaga til ríkisins með það að leiðarljósi að skapa trausta umgjörð um innheimtu meðlaga og annarra framfærsluframlaga, einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, stuðla að jákvæðri þróun starfseminnar og bæta þjónustu við meðlagsgreiðendur, eins og fram kemur í samráðsgátt stjórnvalda. Þá fagnar byggðarráð Húnabyggðar því að Innviðaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu að verkefnið sé best staðsett hjá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, sem staðsett er hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra á Blönduósi. Niðurstaðan er tilkomin vegna langrar reynslu sýslumannsembættanna af innheimtu ýmissa opinberra gjalda og góðs árangurs innheimtumiðstöðvarinnar á Blönduósi. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur heilshugnar undir bókun Byggðarráðs.
  • 6.2 2211004 Fjármál
    Byggðaráð Húnabyggðar - 11 Ráðgjafar KPMG fóru yfir sameiginlegan rekstrar- og efnahagsreikning Húnabyggðar. Mikil vinna hefur verið að undanförnu að sameina bókhald sveitafélaganna og stendur sú vinna ennþá yfir. Lögð hafa verið drög að fjárhagsáætlun en fyrsta umræða um fjárhagsáætlunina fer fram 15. nóvember. Eins er hafin vinna við það að einfalda rekstrarumhverfi sveitafélagins sem er töluvert flókið.

7.Byggðaráð Húnabyggðar - 12

2211006F

Fundargerð 12. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 12 Stefna og sýn fyrir áherslur í fjárhagsáætlun 2023 rædd og skilgreind.

8.Byggðaráð Húnabyggðar - 13

2211007F

Fundargerð 13. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fund með félagsmálafulltrúm og kynna þeim m.a nýtt hverfi sem er að fara í lóðarúthlutun í byrjun árs.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni og vísar í bókun Skipulags- og byggingarnefndar frá fundi hennar 2. nóvember sl. Umrædd lóð mun heita Blöndubyggð 11.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Byggingarfulltrúi fór yfir drög að úthlutunarreglum byggingalóða í Húnabyggð. Umræður urðu um reglurnar og athugasemdir gerðar. Byggingarfulltrúa falið að búa til sérreglur um nýtt hverfi norðan leikskóla

    Þorgils vék af fundi 16:12
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Byggðarráð tilnefnir Ásdísi Ýr Arnardóttur, Magnús Sigurjónsson og Jón Gíslason aðalmenn og Ragnhildi Haraldsdóttur, Auðun Stein Sigurðsson og Eddu Brynleifsdóttur sem varamenn. Formaður byggðarráðs kallar eftir tilnefningum frá Félagi eldri borgara og HSN. Bókun fundar Formaður Byggðarráðs greindi frá að aðalmenn FEB verði Ásgerður Pálsdóttir, Björn Magnússon og Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Varamenn Vilborg Pétursdóttir, Þuríður Hermannsdóttir og Bóthildur Halldórsdóttir. Fulltrúi HSN verður Helga Margrét Jóhannesdóttir.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð og óska eftir fundi vegna slita byggðasamlaga.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Farið var yfir samninga við félög og félagasamtök, styrki, auglýsingar og markaðsmál. Frekari umræðu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2023.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Sveitarstjóra falið að segja upp leigusamningi við rekstaraðila Húnavellir ehf.(620819-0690)
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 13 Sveitarstjóri fór yfir ýmis mál er varðar aðdraganda jóla.

9.Byggðaráð Húnabyggðar - 14

2211008F

Fundargerð 14. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 14 Vinna við fjárhagsáætlun 2023. Friðrik fjármálstjóri Húnabyggðar fór yfir eftirfarandi er varðar fjárhagsáætlun 2023. Fasteignagjöld, laun og sölu eigna. Magnús fór yfir styrki og samninga sem Blönduósbær og Húnavatnshreppur voru með með tilliti til fjárhagsáætlunar næsta árs.

10.Byggðaráð Húnabyggðar - 15

2211009F

Fundargerð 15. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?