9. fundur 11. október 2022 kl. 15:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur Haukur Jakobsson
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Grímur Rúnar Lárusson eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál nr. 12.

Samþykkt samhljóða.

1.Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar

2210015

Lögð fram tillaga um að fella niður ákvæði um gerðabækur í samþykktum.
Fyrir fundinum lá tillaga um að fella niður ákvæði um gerðabækur í samþykktum sveitarfélagsins.

Tillagan borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

2.Erindisbréf nefnda Húnabyggðar

2210014

Drög að erindisbréfum fastanefnda.
Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfum fastanefnda.

Eftir umræður um erindisbréfin bar Grímur Rúnar Lárusson upp tillögu um að drögum að erindisbréfum fastanefnda sveitarfélagsins verði vísað til umfjöllunar í nefndum til frekari vinnslu.

Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðamerki Húnayggðar

2210016

Kynning á tillögu matsnefndar.
Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti tillögur matsnefndar um byggðamerki.

50 tillögur bárust í byggðamerki Húnabyggðar frá 29 aðilum.

Sveitarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum samhljóða að efnt verði til íbúakosningar á milli fjögurra merkja, þriggja sem valin voru af matsnefnd og einu sem valið var af sveitarstjórn.

Byggðaráði falið að annast útfærslu íbúakosningarinnar.

4.Lánasjóður sveitarfélaga

2210017

Umfjöllun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með 9 atkvæðum samhljóða á sveitarstjórnarfundi að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 140.000.000 frá og með 11.10 2022 með gjalddaga 10.11 2022, með möguleika á framlengingu ef þess þarf, í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga á 7,65% óverðtryggðum vöxtum.

Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir eldri lána hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Pétri Arasyni, sveitarstjóra, kt. 270770-4879 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnabyggðar að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

5.Skipan í nefndir og ráð

2210018

Farið yfir skipanir í nefndir og ráð.
Grímur Rúnar Lárusson bar upp tillögur um eftirfarandi skipan í eftirfarandi nefndir og ráð:

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá Uppbyggingarsjóði norðurlands vestra til tveggja ára:

Erla Gunnarsdóttir og Gunnar Tryggvi Halldórsson

Samþykkt með 7 atkvæðum (EA, ZAL, RH, ÁÝA, BÞH, ASS)
Tveir sátu hjá (EB, JG)


Fagráð menningar hjá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til tveggja ára:

Raghildur Haraldsdóttir og Valgarður Hilmarsson

Samþykkt með 7 atkvæðum (EA, ZAL, RH, ÁÝA, BÞH, ASS)
Tveir sátu hjá (EB, JG)

Stjórn Brunavarna A-Hún:

Aðalmenn:
Ragnhildur Haraldsdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Auðunn Steinn Sigurðsson

Varamenn:
Elín Aradóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson og Birgir Þór Haraldsson

Samþykkt með 7 atkvæðum (EA, ZAL, RH, ÁÝA, BÞH, ASS)
Tveir sátu hjá (EB, JG)

6.Byggðaráð Húnabyggðar - 7

2209004F

Fundargerð 7. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 6.5 og 6.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Birgir Þór Þorbjörnsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar fór yfir stöðu vegamála í Húnabyggð, og gerði sérstaklega grein fyrir fyrirliggjandi framkvæmdum við Klifið hjá Bollastöðum. Einnig svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna um stöðu mála er varðar viðhald vega, þjónustu og snjómokstur ofl., sem spurt var um.
    Bygggðaráð þakkar Birgi Þór fyrir komuna á fundinn og góð samskipti og upplýsingar.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Fyrir fundinum liggur uppfærður verkefnalisti, dagsettur 18. september s.l., um ýmis úrlausnarverkefni sem stjórnandur leikskólans höfðu óskað úrbóta á báðum starfsstöðvum leikskólans að Vallarbóli og Barnabæ og voru þessir liðir litamerktir eftir núverandi stöðu ásamt ábyrgðaraðilum og tillögum að næstu skrefum í úrbótum.
    Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við þeim atriðum sem settir eru í forgang með lit.

    Auglýsing hefur verið birt,á heimasíðu og í Sjónhorni, með tilvísun í samþykkt sveitarstjórnar, en verður endurgerð og birt aftur á næstu dögum.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Rætt almennt um stöðu girðingarmála í sveitarfélaginu,ásamt fyrirliggjandi þörf á viðhaldi og eftirliti. Málinu vísað til Landbúnaðarnefndar sem mun fara yfir stöðuna og forgangsraða mikilvægi framkvæmda fyrir fjárhagaáætlun 2023.


  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir vilyrði fyrir umræddri lóð að Sunnubraut 11, til tveggja mánaða svo framarlega að nýtingarhlutfall lóðar verða að lágmarki 0,15 með vísan í bókun Skipulags- og byggingarnefndar á fundi 12. sept.s.l.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Fyrir fundinum liggur erindi vegna söngnáms í Grunndeild í Söngskólanum í Reykjavík, frá einstaklingi með lögheimili í sveitarfélaginu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kemur til með að greiða þennan kostnað að hluta samkvæmt samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga frá 2011. Afla þarf staðfestingar á því hver hlutur Jöfnunarsjóðs er. Byggðaráð samþykkir erindið, fyrir sitt leyti, og felur sveitarstjóra að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði vegna þessa, og staðfesta síðan hlutdeild sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Farið var yfir stöðu framkvæmda sem hafa verið á áætlun og í vinnslu á árinu 2022.

    Einnig var rætt um með hvaða hætti byggðaráð kæmi að undirbúningi og óskum um framkvæmdir, fjárfestingar og viðhald á árinu 2023, ásamt þriggja ára áætlun. Verður unnið áfram í tenglsum við fjárhagsáætlun 2023.´

  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um Forsendur fjárhagsáætlana 2023 - 2026. Valdimar fór yfir minnisblaðið og þau viðmið sem stuðst hefur verið við, og það sem boðað er um endurskoðun á forsendum í októbermánuði.

    Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er boðuð í Reykjavík dagana 13. - 14. október n.k.
    Byggðaráð leggur til að þátttaka standi til boða fyrir alla kjörna aðalmenn í sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra, fjármálastjóra og aðalbókara sveitarfélagsins. Valdimar kannar með þátttöku og hótelbókanir til viðbótar ef þarf.

    Þá var rætt um stöðuna á undirbúningi fjárhagsáætlunar, fyrirkomulag styrkja og fleira. Samþykkt að setja auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins líkt og áður hefur verið gert.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Samkvæmt fyrirliggjandi auglýsingu þá er umsóknarfrestur er til kl 13.00 miðvikudaginn 5. október n.k. Málið hefur verið kynnt á 1. fundi Atvinnu- og menningarnefndar sem mun koma saman aftur fljótlega. Sveitarstjóri sagði frá samskiptum sínum við fulltrúa Framkvæmdasjóðsins, og mögulega aðstoð og leiðbeiningar sem þeir geta veitt við gerð umsókna.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir að bjóða til kvöldverðar samkvæmt erindinu, og felur sveitarstjóra að vera fulltrúa sveitarstjórnar í kvöldverði, en hvetur jafnframt kjörna fulltrúa að taka þátt í vinnustofunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir að ofangreind fasteign verði verðmetin og í framhaldi af því sett í söluferli.
    Núverandi notendur hússins hafa verið upplýstir og fengið inni á öðrum stað í sveitarfélaginu.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 7 Byggðaráð Húnabyggðar óskar eftir kostnaðarmati á girðingu á skólalóð grunnskóla Húnabyggðar, meðfram Húnabraut og Norðurlandsvegi, til að auka öryggi barna á skólalóðinni. Haft verði samráð við skólastjórnendur með nánari útfærslu og staðsetningu girðingar.

7.Byggðaráð Húnabyggðar - 8

2210001F

Fundargerð 8. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 7.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Byggðaráð Húnabyggðar felur sveitarstjóra að fara yfir innleiðingu aðgerða með starfsmönnum leikskólans á næstu dögum og hvernig þeim verður háttað.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Í tengslum við endurskoðun á gjaldskrám fyrir Grunnskóla Húnabyggðar þá varð umræða um fyrirkomulag gjaldtöku fyrir skóladagheimili.
    Samkvæmt þeirri umræðu og í samráði við skólastjórnendur samþykkir byggðaráð að dvöl á skóladagheimili sé án endurgjalds fram að brottför skólabíls.
    Eftir það er dvalargjald fyrir hverja klukkustund 275 kr.,sé dvöl bókuð fyrirfram, en 332 kr. pr klst., fyrir aukatíma sem ekki eru bókaðir.
    Dvalargjald í skóladagheimili verður endurskoðað með öðrum gjaldskrám við afgreiðslu fjárhagsáætunar 2023, sem tæki þá gildi um næstu áramót.
    Vísað til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Erindið lagt fram til kynningar, og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Byggðaráð Húnabyggðar tekur undir þær áherslur sem fram koma í erindinu en í sveitarfélaginu er þegar starfandi Ungmennaráð og var einnig í fyrrum sveitarfélögum. Vísar því til frekari umfjöllunar og meðferðar hjá Íþrótta- tómstunda- og lýðheilsunefndar og Ungmennaráði Húnabyggðar.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Sveitarstjóra falið að ganga frá tímabundnum samningi við hestaeigendafélag Blönduós um beitiland í Stórahvammi og einnig samningum um stykki við reiðhöll og fyrir stæði fyrir heyrúllur í Kleifarnámu.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Byggðaráð samþykkir tillögu Skipulags- og byggingarnefndar um að úthluta lóðunum að Fálkagerði 9 og Fálkagerði 11, til Borealis Facilities ehf, samkvæmd umsókn þar um. Byggðaráð vekur athygli á að gera þarf ráðstafanir með færslu Skagastrandarlínu áður en framkvæmdir geta hafist á lóðunum.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála er varðar undirbúningsvinnu við fjárhagsáætlun 2023. Fara þarf yfir tímaplan í þessari vinnu í framhaldi af Fjármálaráðstefnu.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Byggðaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlanavinnu 2023 en skoða þarf fyrirkomulag hjá samanbuðarsveitarfélögum.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Byggðaráð þakkar fyrir greinargóða yfirferð og mun leitast við að taka tillit til umbeðinna atriða og kalla til fulltrúa félagsins til að taka samtal um hagsmuni félagsmanna. Einnig mun sveitarfélagið sjá félagi eldri borgara í Húnaþingi fyrir fundaraðstöðu.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Byggðaráð staðfestir að Pétur Arason sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundnum og fari með atkvæði sveitarfélagsins.
  • Byggðaráð Húnabyggðar - 8 Lagt fram til kynningar.

8.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 2

2209007F

Fundargerð 2. fundar atvinnu- og menningarnefndar lögð fram til staðfestingar á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 2 Rætt almennt um stöðu mála og þau gögn og skýrslur sem borist hafa til nefndarmanna fyrir fundinn um stöðu þeirra verkefna sem hafa verið í gangi. Davíð Jóhannsson Atvinnuráðgjafi á svið ferðamála hjá SSNV kom inná fundinn kl 15:30- og tók þátt í umræðum um fjölda styrkja og hvað væri raunhæft að sækja um fyrir árið 2023.
    Eftir umræður var samþykkt að sækja um eftirtaln verkefni þar sem Vatnsdæla og Hvammsfoss hafi þegar fengið styrki og þarf að vinna framgangi þeirra verkefna.
    * Hrútey - endurnýja og uppfæra fyrri umsókn í 3 áfanga sem er aðstöðuhús
    * Gamli bærinn - Undirbúningavinna og hönnun fyrir frekari uppbyggingu ferðaþjónustutengra innviða svæðisins.
    * Gullsteinn - Uppbygging á nýju bílastæði, upplýsingaskilti,nýjan kross og lýsingu
    * Gönguleiðir við Blöndu - Vinna að hönnun, uppbyggingu og tengingu göngustíga beggja vegna Blöndu, sem tengir núverandi stíga við tjaldsvæði, Hrútey og við Gamla bæ.
    * Bolabás - Undirbúningur og hönnun á grófum göngustíg frá hafnarsvæði að Bolabás.
    ATH. Kanna þarf með stöðu Þrístapa verkefnisins gagnvart landsáætlun.
    Unnið verður að upplýsingaöflun á næstu dögum og fengin aðstoð eftir þörfum, meðal annars frá Davíð hjá SSNV. Davíð vék af fundi kl 16:40- með þökkum fyrir komuna.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 2 Sveitarstjóri greindi frá því að stefnt væri að því að erindisbréf fastanefnda Húnabyggðar verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar og síðan send til nefnda. Einnig var rætt um hlutverk nefndarinnar, varðandi skipan í ýmsar nefndir og ráð.
  • 8.3 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 2 Ræll almennt um störf og verkefni nefndarinnar.

9.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 5

2209008F

Fundargerð 5. fundar fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 9.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir ánægju sinni með hversu vel hefur tekist til á fyrstu vikum skólastarfs í leik- og grunnskóla Húnabyggðar. Það er ekki auðvelt starf að sameina skóla með svo skömmum fyrirvara og fyrir það viljum við senda þakkir til alls starfsfólks leik- og grunnskóla nýs sameinaðs sveitarfélags.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 5 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Húnabyggðar, fór yfir minnisblað um stöðu mála í grunnskólanum.

    Minnisblaðið verður birt með fundargerðinni.

    Talsverðar umræður fóru fram um málefni grunnskólans og fundarmenn sammála um að skólastarf hafi farið vel af stað.

    Þórhalla, Heiðbjört, Kristín Jóna og Anna Margret véku af fundi kl. 17:10.

  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 5 a) Staða leikskólamála: Starfsmannamál og viðhaldsverkefni
    Skólastjórnendur gerðu grein fyrir stöðu starfsmannamála á leikskólanum. Leikskólinn er ekki fullmannaður, og brýnt að finna lausn á því sem fyrst.
    Fræðslunefnd fór yfir drög að nýrri starfsauglýsingu þar sem auglýstar eru þær aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks og sveitarstjórn hefur samþykkt að hefjist 1. október nk. Sveitarstjóra falið að birta auglýsinguna og birta fréttatilkynningu varðandi aðgerðir til að liðka fyrir ráðningu starfsfólks.
    Fræðslunefnd leggur til við byggðaráð að ákveða hvernig innleiðingu þessara aðgerða verði háttað gagnvart núverandi starfsfólki leikskólans.

    Unnið er að þeim viðhaldsverkefnum sem þurfti að sinna á húsnæði leikskólans samkvæmt verkáætlun.

    b) Skóladagatal leikskóla Húnabyggðar: Samræming
    Skólastjórnendur kynntu drög að skóladagatali leikskólans fyrir skólaárið 2022/2023.

    Eftir umræður um skóladagatalið var það borið upp og samþykkt af fræðslunefnd með 5 atkvæðum.

    Skóladagatalinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

    c) Innritunarreglur leikskóla: Samræming
    Leikskólastjórnendur kynntu tillögu að samræmdum innritunarreglum fyrir leikskóla Húnabyggðar.

    Eftir umræður og breytingar á einstaka liðum voru reglurnar bornar upp og samþykktar af fræðslunefnd með áorðnum breytingum með 5 atkvæðum samhljóða.

    d) Foreldrastarf í leikskólanum: Foreldraráð og foreldrafélag
    Formaður vakti athygli á mikilvægi foreldrasamstarfs og að samkvæmt lögum um leikskóla skuli vera starfandi foreldraráð við leikskóla. Fræðslunefnd hvetur leikskólastjórnendur til að virkja foreldraráð við nýjan leikskóla sveitarfélagsins með breiðri þátttöku foreldra frá öllum starfsstöðvum leikskólans.

    e) Vegna fjárhagsáætlunargerðar: Skipan húsnæðismála: Skólaárið 2023/2024
    Finna Birna Finnsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

    Ljóst er að aðgengismál á starfsstöð leikskólans í íþróttahúsi eru ófullnægjandi. Fræðslunefnd beinir því til byggðaráðs að gera ráð fyrir umbótum á aðgengismálum við starfsstöðina í íþróttahúsi í fjárhagsáætlun 2023 í þeim tilgangi að aðgengi verði fullnægjandi fyrir mitt ár 2023.

    Bókun fundar Vegna liðar 2b í fundargerð fræðslunefndar:

    Skóladagatal er sett fram með fyrirvara um að það takist að fullmanna leikskólann sem og að það takist að ráða inn fólk í sumarafleysingar. Í ljósi þessa yrði skóladagtal tekið til endurskoðunar eigi síðar en í lok mars 2023.

    Skóladagatal leikskóla Húnabyggðar borið upp og samþykkt af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða með þeim fyrirvörum sem greinir hér að ofan.


    Vegna liðar 2c í fundargerð fræðslunefnar:

    Innritunarreglur í leikskóla bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með áorðnum breytingum með 9 atkvæðum samhljóða.

    Að loknum umræðum um lið 2 í fundargerð fræðslunefndar var hann borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 9.3 2206034 Önnur mál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 5 Engin önnur mál voru rædd.

10.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2

2209005F

Fundargerð 2. fundar íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar lögð fram til staðfestingar á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 10.4 og 10.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti starf félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins veturinn 2022-2023.
    Nefndin fagnar nýrri staðsetningu Skjólsins og auknum opnunartíma í frístundastarfsemi fyrir börn í sveitarfélaginu.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar og Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra kynntu frístundastarf 60 ára og eldri fyrir veturinn 2022-2023.
    Frístundadagskrá vetrarins var kynnt fyrir nefndinni og miklar umræður sköpuðust í kringum málefnið. Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölbreyttu frístundastarfi fyrir 60 ára og eldri.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, yfirmaður félags- og tómstundastarfs kynnti félagsstarf 60 ára og eldri veturinn 2022-2023. Umræður sköpuðust almennt um félagsstarfið og húsnæðiskost þess.
    Núverandi húsnæði er verulega ábótavant og má þá helst nefnda aðgengi, loftræsti- og hljóðvistarmál. Nefndin leggur til að Byggðaráð skoði möguleika á nýju framtíðarhúsnæði fyrir félags- og frístundastarf aldraðra í Húnabyggð með langtímaáætlun í huga.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 Grímur Rúnar Lárusson kynnti hugmyndir að frístundaakstri í Húnabyggð og kostnaðargreiningu. Hugmyndirnar snéru annars vegar að akstursstyrkjum til foreldra vegna frístundastarfs barna eða akstur með fyrirfram ákveðnu leiðakerfi. Umræður sköpuðust um kosti og galla hvorrar hugmyndar.

    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka ákvörðun um tilhögun frístundaaksturs sem allra fyrst.
    Bókun fundar Fyrir fundinum lá tillaga að reglum um akstursstyrki til foreldra vegna frístundastarfs barna.

    Eftir umræður um reglurnar voru þær bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 Lagðar voru fram til kynningar nýjar samþykktir Ungmennaráðs Húnabyggðar sem byggja á samþykktum Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
    Nefndin felur Kristínu Ingibjörgu að leita eftir tilnefningum í Ungmennaráð Húnabyggðar og samþykkir nýjar samþykktir Ungmennaráðs.
    Bókun fundar Samþykktir ungmennaráðs Húnabyggðar bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 Umræðu frestað til næsta fundar þegar sveitarstjórn Húnabyggðar hefur yfirfarið erindisbréf nefndarinnar.
  • 10.7 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 2 7.1 Skipting á starfi Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar.

    Steinunn Hulda vakti athygli á mikilvægi þess að halda vel utan um málaflokk menningar-, íþrótta- og tómstunda í sveitarfélaginu. Umfangið sem að fylgir starfinu er mikið og vítt. Til þess að hægt sé að sinna málaflokknum sem best þarf að skoða kosti þess að skipt starfinu upp, mögulega í Menningar- og ferðamálafulltrúa og svo Íþrótta- og tómstundafulltrúa. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að taka umræðuna og ákvörðun um skipurit sveitarfélagsins hvað varðar skiptingu starfsins fyrir fjárhagsáætlunargerðar 2023.

11.Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 1. fundur

2210013

Fundargerð 1. fundar umhverfisnefndar lögð fram til staðfestingar á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

12.Skipulags- og bygginganefnd Húnabyggðar - 4. fundur

2210019

Fundargerð 4. fundar skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar lögð fram á 9. fundi sveitarstjórnar.
Fundargerð 4. fundar skipulags- og bygginganefndar lögð fram á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 10.1,10.3,10.5,10.6,10.7,10.8,10.9 og 10.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

10.1. Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins - 2210004

Sveitarstjórn samþykkir erindið með 9 atkvæðum samhljóða.



10.2. Norðurlandsvegur; deiliskipulag - 2210003




10.3. Br.DSK-Þrístapar-Sveinsstaðir - 2209003

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 9 atkvæðum samhljóða.



10.4. Fálkagerði 9 og 11 - umsókn um lóð- - 2210002




10.5. Mástaðir lóð (144724); umsókn um byggingaráform - viðbygging - 2210001

Birgir Þór Haraldsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 8 atkvæðum samhljóða.



10.6. Smárabraut 7-9; umsókn um byggingarleyfi - raðhús - 2210005

Grímur Rúnar Lárusson og Zophonías Ari Lárusson véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Auðunn Steinn Sigurðsson tók við stjórn fundarins í fjarveru Gríms Rúnars Lárussonar.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum samhljóða.

Grímur Rúnar Lárusson tók aftur við stjórn fundarins að lokinni afgreiðslu þessa liðar.





10.7. Bergsstaðir land; umsókn um framkvæmdaleyfi - 2210006

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 9 atkvæðum samhljóða.



10.8. Syðri-langamýri; umsókn um stofnun lóðar - 2210008

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 9 atkvæðum





10.9. Marðarnúpur land; umsókn um byggingarheimild - 2210009

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 9 atkvæðum



10.10. Blöndubyggð 14 - umsókn um leyfi til að hafa sauðfé - 2209005

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 9 atkvæðum

Sveitarstjórn vísar því til landbúnaðarnefnar að vinna drög að samþykkt um búfjárhald í þéttbýli.


Að loknum umræðu um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?