7. fundur 20. september 2022 kl. 15:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Valdimar O. Hermannsson
Dagskrá

1.Vegir í Húnabyggð

2209014

Birgir Þór Þorbjörnsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Hvammstanga, mætir á fundinn undir þennan lið.
Birgir Þór Þorbjörnsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar fór yfir stöðu vegamála í Húnabyggð, og gerði sérstaklega grein fyrir fyrirliggjandi framkvæmdum við Klifið hjá Bollastöðum. Einnig svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna um stöðu mála er varðar viðhald vega, þjónustu og snjómokstur ofl., sem spurt var um.
Bygggðaráð þakkar Birgi Þór fyrir komuna á fundinn og góð samskipti og upplýsingar.

2.Leikskólar Húnabyggðar

2209018

Farið yfir stöðu leikskóla Húnabyggðar, er varða m.a. framkvæmdir, mönnun og starfaauglýsingar eftir samþykkt sveitarstjórnar.
Fyrir fundinum liggur uppfærður verkefnalisti, dagsettur 18. september s.l., um ýmis úrlausnarverkefni sem stjórnandur leikskólans höfðu óskað úrbóta á báðum starfsstöðvum leikskólans að Vallarbóli og Barnabæ og voru þessir liðir litamerktir eftir núverandi stöðu ásamt ábyrgðaraðilum og tillögum að næstu skrefum í úrbótum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við þeim atriðum sem settir eru í forgang með lit.

Auglýsing hefur verið birt,á heimasíðu og í Sjónhorni, með tilvísun í samþykkt sveitarstjórnar, en verður endurgerð og birt aftur á næstu dögum.

3.Girðingar í Húnabyggð

2209016

Girðingar í Húnabyggð og eftirlit með þeim.
Rætt almennt um stöðu girðingarmála í sveitarfélaginu,ásamt fyrirliggjandi þörf á viðhaldi og eftirliti. Málinu vísað til Landbúnaðarnefndar sem mun fara yfir stöðuna og forgangsraða mikilvægi framkvæmda fyrir fjárhagaáætlun 2023.


4.Umsókn um lóð Sunnubraut 11

2209006

Bréf til Byggðaráðs frá skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd vegna umsóknar um lóð að Sunnubraut 11.
Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir vilyrði fyrir umræddri lóð að Sunnubraut 11, til tveggja mánaða svo framarlega að nýtingarhlutfall lóðar verða að lágmarki 0,15 með vísan í bókun Skipulags- og byggingarnefndar á fundi 12. sept.s.l.

5.Umsókn um námsstyrk

2209025

Húnabyggð hefur borist umsókn um námsstyrk vegna söngnáms við Söngskóla Reykjavíkur.
Fyrir fundinum liggur erindi vegna söngnáms í Grunndeild í Söngskólanum í Reykjavík, frá einstaklingi með lögheimili í sveitarfélaginu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kemur til með að greiða þennan kostnað að hluta samkvæmt samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga frá 2011. Afla þarf staðfestingar á því hver hlutur Jöfnunarsjóðs er. Byggðaráð samþykkir erindið, fyrir sitt leyti, og felur sveitarstjóra að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði vegna þessa, og staðfesta síðan hlutdeild sveitarfélagsins.

6.Framkvæmdir 2022 - 2023

2202019

Farið yfir stöðu framkvæmda 2022 og undirbúning fyrir 2023.
Farið var yfir stöðu framkvæmda sem hafa verið á áætlun og í vinnslu á árinu 2022.

Einnig var rætt um með hvaða hætti byggðaráð kæmi að undirbúningi og óskum um framkvæmdir, fjárfestingar og viðhald á árinu 2023, ásamt þriggja ára áætlun. Verður unnið áfram í tenglsum við fjárhagsáætlun 2023.´

7.Fjárhagsáætlun 2023

2208010

Fraið yfir stöðu fjárhagsáætlunar 2023 og fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022.
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um Forsendur fjárhagsáætlana 2023 - 2026. Valdimar fór yfir minnisblaðið og þau viðmið sem stuðst hefur verið við, og það sem boðað er um endurskoðun á forsendum í októbermánuði.

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er boðuð í Reykjavík dagana 13. - 14. október n.k.
Byggðaráð leggur til að þátttaka standi til boða fyrir alla kjörna aðalmenn í sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra, fjármálastjóra og aðalbókara sveitarfélagsins. Valdimar kannar með þátttöku og hótelbókanir til viðbótar ef þarf.

Þá var rætt um stöðuna á undirbúningi fjárhagsáætlunar, fyrirkomulag styrkja og fleira. Samþykkt að setja auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins líkt og áður hefur verið gert.

8.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2209015

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2023.
Samkvæmt fyrirliggjandi auglýsingu þá er umsóknarfrestur er til kl 13.00 miðvikudaginn 5. október n.k. Málið hefur verið kynnt á 1. fundi Atvinnu- og menningarnefndar sem mun koma saman aftur fljótlega. Sveitarstjóri sagði frá samskiptum sínum við fulltrúa Framkvæmdasjóðsins, og mögulega aðstoð og leiðbeiningar sem þeir geta veitt við gerð umsókna.

9.Móttaka og þátttaka erlendra gesta í Evrópuverkefninu Centrinno

2209017

Erindi frá Textílmiðstöð Íslands vegna móttöku og þátttöku erlendra gesta í Evrópuverkefninu Centrinno.

Dagana 25. og 26. október nk. verður haldinn aðalfundur í Evrópska rannsóknarverkefninu Centrinno á Blönduósi. Fundurinn er þrískiptur og er haldinn á sama tíma í Mílanó og París.
Textílmistöð Íslands óskar eftir þátttöku kjörinna fulltrúa Húnabyggðar í vinnustofunni "What does it take to build an innovation space in rural area?" (Að byggja upp skapandi smiðju í dreifbýl). Einnig óskar Textílmiðstöðin eftir fulltrúa frá Húnabyggð til þátttöku við skipulagningu vinnufundar með starfsmönnum Textílmiðstöðvarinnar. Jafnframt er óskað eftir því að Húnabyggð bjóði til kvöldverðar á Brimslóð að kvöldi 26. október og verði með fulltrúa á staðnum sem ávarpi gesti og bjóði þá velkomna.
Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir að bjóða til kvöldverðar samkvæmt erindinu, og felur sveitarstjóra að vera fulltrúa sveitarstjórnar í kvöldverði, en hvetur jafnframt kjörna fulltrúa að taka þátt í vinnustofunni.

10.Blöndubyggð 1 - AA hús

2209026

Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir að ofangreind fasteign verði verðmetin og í framhaldi af því sett í söluferli.
Núverandi notendur hússins hafa verið upplýstir og fengið inni á öðrum stað í sveitarfélaginu.

11.Skólalóð grunnskóla Húnabyggðar - girðingamál

2209027

Byggðaráð Húnabyggðar óskar eftir kostnaðarmati á girðingu á skólalóð grunnskóla Húnabyggðar, meðfram Húnabraut og Norðurlandsvegi, til að auka öryggi barna á skólalóðinni. Haft verði samráð við skólastjórnendur með nánari útfærslu og staðsetningu girðingar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?