15. fundur 14. febrúar 2023 kl. 15:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Lánasjóður sveitarfélaga - lánasamningur

2302019

Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga er varðar lánasamning
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá
Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 320.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20.
mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem
sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta,
dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til
sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnunar á
afborgunum eldri lána á árinu 2022 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna
efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð
sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Pétri Bergþóri Arasyni, sveitarstjóra Húnabyggðar, kt. 270770-4879 veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

2.Félags- og skólaþjónustan - Fundargerð og lánasamningur

2302018

Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún auk lánasamnings
Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún frá 7. febrúar 2023. Undir 1. dagskrárlið Lántaka vegna Sæborgar kemur fram samþykki stjórnar vegna lántöku til að fjármagna framkvæmdir á húsnæði Sæborgar sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2023. Til tryggingar skilvísum og skaðlausum greiðslum umrædds láns ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru Húnabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja eigendur til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.

Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags- og skólaþjónustu A-Hún frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félags- og skólaþjónustu A- Hún hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000,- með lokagjalddaga þann 20.mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við húsnæði Félag- og skólaþjónustu A- Hún sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Pétri Bergþóri Arasyni sveitarstjóra Húnabyggðar kt. 270770-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bókun borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða

Að öðru leyti var fundargerð lögð fram til kynningar.


3.Skagahólf - girðing

2302020

Erindi frá búfjáreigendum í Skagahólfi er varðar áskorun til Vegagerðarinnar um að girða af Þverárfjallsveg.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið með öðrum sveitarstjórum og lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra

4.Landsvirkjun - fundur

2302017

Erindi frá Landsvirkjun er varðar fyrirhugaðan fund í marsmánuði
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði Landsvirkjunar og þiggur boðið

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - Boðun á landsþing

2302021

Boðun á XXXVIII þing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fulltrúar Húnabyggðar: Aðalmenn, Guðmundur Haukur Jakobsson og Auðunn Steinn Sigurðsson. Varamenn, Ragnhildur Haraldsdóttir og Elín Aradóttir

6.Húnabyggð - Viðaukar vegna 2022

2302028

Viðaukar vegna 2022
Friðrik Halldór Brynjólfsson kynnti og fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2022

Viðauki nr. 1 Viðauki vegna sameiningar sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Brunavarir A-Hún. nú hluti af sameinuðu sveitarfélagi og eru brunavarnir því hluti af sameinuðu sveitarfélagi.

Viðauki nr. 2 er viðauki vegna samstarfsverkefna
Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta. Í meðfylgjandi viðauka er búið að færa hlutdeild Húnabyggðar í áætlunum Félags- og skólaþjónustu A-Hún. og Norðurá bs. fyrir árið 2022 í samþykkta áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Í yfirlitunum eru sýnd áhrif sem breytt ákvæði reglugerðar hafa á samþykkta áætlun 2022 fyrir Húnabyggð.

Viðauki nr. 3 er Samantekt á viðaukum sem hafa áður verið samþykktir á árinu 2022.

Styrkur til Björgunarsveitar 5.600 þús kr.
140.000 þús kr. skammtímafjármögnun
Kostnaður vegna nýrrar heimasíðu 595 þús kr.
Ljósleiðari íbúðir 1.000 þús kr.
Akstur í framhaldsskóla 3.500 þús kr.

Viðaukar staðfestir af sveitarstjórn Húnabyggðar með 9 atkvæðum samhljóða

7.Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - Fundargerð 8. fundar

2302022

Fundargerð 8. fundar Skipulags- og byggingarnefnar Húnabyggðar frá 8. febrúar.

1 - Brekkubyggð 34, - umsókn um byggingarheimild
Fundargerð 8. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

8.Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2

2301003F

Fundargerð 2. fundar Umhverfisnefndar lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Sveitarstjóri fór yfir erindið, umræður urðu í nefndinni. Ákveðið að fá sérfræðing á fund nefndarinnar er varðar Moltugerð. Risastórt verkefni býður sveitarfélaginu er varðar hugarfarsbeytingu og þær áherslubreytingar sem fyrirhugað eru í málefninu. Sveitarstjóri fór yfir það hlutverk sem nefndin hefur og þá miklu vinnu við stefnumörkun sem bíður hennar.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Sveitarstjóri fór yfir málið og greindi nefndarmönnum frá bókun sveitarstjórnar frá því í gær, þar sem sveitarstjóra var falið að vinna að málinu með þeim möguleika að sveitarfélagið annist sorphirðu að öllu eða að hluta til. Umræður urðu um málið.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Nefndarmönnum kynntur fundur sem er á netinu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar úrgangsmál og nýja löggjöf.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Sveitarfélaginu er boðið að vera með í verkefninu og tekur nefndin jákvætt í erindið
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Umræður urðu um málið.
  • 8.6 2207018 Umhverfisakademían
    Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Nefndin fjallaði um málið og fór yfir þær hugmyndir sem höfðu verið um Umhverfisakademíu og þá sýn nefndarmanna varðandi verkefnið.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 2 Fyrirhugað er að boða til fundar með stærri hópi til þess að vinna að framtíðarsýn og stefnu Húnabyggðar í úrgangsmálum.

9.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 4

2301004F

Fundargerð 4. fundar Landbúnarðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 4 Nefndin fór yfir tölur og kostnaðaliði yfir Refa- og minnkaveiði síðasta árs. Ákveðið var að skoða alla samninga. Hugmyndir að verð fyrir vetrarveiði hækki. Ákveðið að fara í átak varðandi minnkaveiði. Kalla þarf forsvarsmenn veiðifélaga á svæðinu til fundar. Yfirferð samninga og ákvarðanataka varðandi verð fyrir unnin dýr frestast til næsta fundar nefndarinnar.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 4 Formaður kynnti drög að samþykktum um búfjárhald í þéttbýli Húnabyggðar. Umræður og skoðanir urðu um erindið. Endanlega útgáfa verði klár fyrir næsta fund nefndarinnar.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 4 Lagt fram til kynningar

10.Öldungaráð Húnabyggðar - 1

2301005F

Fundargerð 1. fundar Öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 1 Öldungaráð samþykkir að Ásdís Ýr Arnardóttir verði formaður og Jón Gíslason varaformaður.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 1 Öldungaráð hvetur sveitarstjórn að klára erindisbréf ráðsins. Bókun fundar Sveitarstjóra falið að klára erindisbréf
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 1 Öldungaráð fór yfir drög reglna að akstri eldri borgara og kom með athugasemdir.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 1 Vinna að hagsmunamálum eldri borgara t.d hvað varðar dagvistun, húsnæðismál, heimilishjálp o.fl.
  • 10.5 2206034 Önnur mál
    Öldungaráð Húnabyggðar - 1 Fastur fundartími er síðasti mánudagur í mánuði klukkan 10:00

11.Byggðarráð Húnabyggðar - 22

2301006F

Fundargerð 22. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 22 Byggðarráð samþykkir að Magnús Sigurjónsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 22 Fyrir fundinum liggur drög að nýjum reglum um akstur eldri borgara. Umræður urðu um reglurnar. Reglunum vísað til Öldungaráðs til umsagnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 22 Fyrir fundinum liggur drög að nýjum reglum um akstur fatlaðra einstaklinga. Umræður urðu um reglurnar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að reglunum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 22 Farið yfir úthlutunarreglur lóða og gjaldskrá gatnagerðargjalda. Sveitarstjóra falið að gera klára reglurnar. 15. febrúar nk. er fyrirhugaður kynningarfundur á nýju hverfi norðan Heiðarbrautar.

12.Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 3

2301008F

Fundargerð 3. fundar Umhverfisnefndar lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 3 Nefndarmenn sátu fund með Eflu verkfræðistofu. Umræður urðu um málefni fundarins og útfærsluhugmyndir Eflu og þá sérstaklega varðandi lífrænan úrgang og hvort möguleiki sé á meiri jarðgerð á svæðinu, sérstaklega í dreifbýli. Nefndarmenn lýsa áhyggjum sínum á miklum kostnaðarauka í fyrirliggjandi útboðsgögnum. Leita þarf leiða til að gera þennan flokk eins hagkvæman, umhverfisvænan og uppfylla markmið um þjónustu við íbúa.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 3 Nefndarmenn telur þetta mjög hvetjandi varðandi flokkun og fróðlegt að sjá hvernig þetta verkefni þróast hjá leiðandi samfélögum.
  • Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 3 Miklar umræður urðu um framtíðarskipan úrgangsmála í Húnabyggð.
  • 12.4 2206034 Önnur mál
    Umhverfisnefnd Húnabyggðar - 3 Ákveðið að fastur fundartími sé fyrsta fimmtudag í mánuði klukkan 13:00

13.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 4

2301009F

Fundargerð 4. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 4 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar fór yfir veturinn í félagsmiðstöðinni Skjólinu. Umræður urðu um opnunartíma og mætingu í Skjólið, þá sérstaklega mætingu í dagopnun. Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 4 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrstu drög að frístundastarfi sumarsins í Húnabyggð. Umræður urðu um reglur um akstur foreldra/forráðamanna vegna þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi barna fjarri heimili.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 4 Fyrir fundinum lágu tillögur um skipan í Ungmennaráð frá sveitarstjórn Húnabyggðar, USAH, nemendaráði Húnaskóla og nemendafélagi FNV.

    Formaður nefndarinnar lagði fram eftirfarandi tillögu um skipan Ungmennaráðs frá 1. október 2022 til eins árs:
    Aðalmenn:
    Una Ósk Guðmundsdóttir
    Haraldur Holti Líndal
    Eyjólfur Þorgilsson
    Gunnar Bogi Hilmarsson
    Rannveig Gréta Guðmundsdóttir

    Varamenn:
    Pálmi Ragnarsson
    Aðalheiður Ingvarsdóttir
    Arnór Ágúst Sindrason
    Sigurjón Bjarni Guðmundsson
    Þröstur Einarsson

    Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir skipan Ungmennaráðs
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 4 Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti erindisbréf nefndarinnar sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 27. desember 2022. Erindisbréf nefndarinnar verður gert aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • 13.5 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 4 Steinunn Hulda Magnúsdóttir greindi frá fyrirspurn sinni til sveitarstjórnar er varðar hlutverk nefndarinnar með hliðsjón af þeim fjármunum sem veitt er til íþróttamannvirkja og svæða á fjárhagsáætlun 2023. Formaður greindi frá því að 4 milljónir króna yrðu lagðar í verkefni á árinu 2023 og mun nefndin ásamt sveitarstjóra taka ákvörðun um framvindu þessara verkefna á komandi vikum.

14.Byggðarráð Húnabyggðar - 23

2302001F

Fundargerð 23. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 8,12,13 og 14 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða. Sveitarstjórn vill taka undir hlýjar kveðjur til ábúenda á Skriðulandi
  • 14.1 2302001 Skil á beitarhólfi
    Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Umræður urðu um málið, sveitarstjóra falið að svara erindinu
  • 14.2 2211012 Sorpmál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðarráð samþykkir að taka út úr útboðinu lið er varðar dreifingu og merkingu sorpíláta og leiti hagstæðra leiða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið. Sveitarsjóra falið að útbúa reglur og gjaldskrá. Bókun fundar Grímur Rúnar Lárusson vék af fundi undir þessum lið
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir verkefninu. Sveitarstjóra falið að kanna endanlega útfærslu
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Elísa Sverrisdóttir kom á fundinn undir þessum lið. Miklar umræður urðu um samninga vegna þjóðlendna. Ákveðið var að halda sér fund um þetta málefni, miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 13.00
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Formaður gerir tillögu að Grímur Rúnar Lárusson verði aðalmaður og Guðmundur Haukur Jakobsson verði varamaður. Samþykkt samhljóða Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tilnefninguna.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Ragnhildur Haraldsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindi Ragnhildar og felur sveitarstjóra að semja um leigu á hluta úr landi.
    Varðandi erindi Halldórs er landið nú í leigu og ekki fyrirhugað að rækta þar upp tún

    Byggðarráð telur mikilvægt að móta stefnu er varðar lönd sveitarfélagsins

    Bókun fundar Ragnhildur Haraldsdóttir vék af fundu undir þessum lið
  • 14.10 2302009 Hirðing plasts
    Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðarráð sér það ekki fyrir sér að sækja plast til fyrirtækja í þéttbýli, þar sem fyrirtæki eiga kost á að henda plasti endurgjaldslaust á gámasvæði þrjá daga í viku.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Sveitarstjóra falið að ræða við Rarik um nánari útfærslu
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðarráð samþykkir framlagðar úthlutunarreglur byggingalóða í Húnabyggð með tilorðnum breytingum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir úthlutunarreglur nýrra lóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðarráð vísar gjaldskránni til fyrri umræðu sveitarstjórnar Bókun fundar Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkt með breytingartillögu ZAL og JG. Samþykkt með 6 atkvæðum ZAL,JG,BÞH,RH,GHJ,EA. 2 vorum á móti GRL, EB og 1 sat hjá ASS
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Byggðarráð samþykkir framlagða Samþykkt um gatnagerðagjöld Húnabyggðar Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um gatnagerðargjöld Húnabyggðar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 23 Lagt fram til kynningar

15.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7

2302003F

Fundargerð 7. fundar Fræðslunenfdar lögð fram til staðfestingar á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2, 4 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Kristín Birgisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri fór yfir nokkra punkta er varðar daglegt starf leikskólans, áherslu á málörvun, biðlista, akstursstyrki. Stefnt er á að klára innleiðingu á styttri vinnutíma eins fljótt og kostur er.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Starfsemi Leikskóla Húnabyggðar fer í dag fram á þremur starfsstöðvum, þ.e. á Barnabæ, Stóra Fjallabæ (íþróttahús) og Vallabóli. Húsnæði Barnabæjar þarfnast umtalsverðra endurbóta, auk þess sem húsnæðið rúmar ekki nægjanlegan nemendafjölda.
    Fræðslunefnd telur brýnt að hefjast handa við mótun framtíðarsýnar fyrir uppbyggingu húsnæðis leikskóla sem hafi þann útgangspunkt að koma starfseminni á einn stað eins fljótt og kostur er.
    Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur, undir forystu sveitarstjóra, sem falið verði að koma með tillögu að framtíðarskipulagi húsnæðismála leikskóla. Unnin verði þarfagreining, greindir verði valkostir fyrir staðsetningu og byggingarmáta og skoðaðar fjármögnunarleiðir.
    Auk sveitarstjóra verði hópurinn skipaður fulltrúa frá fræðslunefnd,fulltrúa byggðarráðs, fulltrúa frá skipulags- og byggingarnefnd, leikskólastjóra og fulltrúa foreldra. Lögð verði rík áhersla á samráð við alla hlutaðeigandi hagsmunaaðila.
    Hópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. september 2023.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar. Sveitarstjórn samþykkir að ásamt leikskólastjóra og sveitarstjóra verði Zophonías Ari Lárusson fulltrúi Byggðarráðs og Skipulags- og byggingarnefndar í starfshóp um leikskóla og Elín Aradóttir verði fulltrúi fræðslunefndar. Sveitarstjóri kallar eftir tilnefningu fulltrúa foreldra og boði fyrsta fund.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Ákveðið að hafa fastan fundartíma fræðslunefndar annan mánudag í mánuði klukkan 15:00
  • 15.4 2302024 Skólaakstur útboð
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Þórhalla, Anna Margret og Kristín Jóna mættu á fundinn 15:45

    Samningar Húnabyggðar við verktaka um skólaaksturs rennur út við lok skólaárs 2022-2023. Fræðslunefnd telur brýnt að hefja sem fyrst undirbúning útboðs skólaaksturs til að lágmarki næstu þriggja ára. Samhliða þarf að uppfæra reglur sveitarfélagsins um skólaakstur (skv. 3. grein reglugerðar 656/2009).
    Skólaakstur verði skipulagður í samræmi við þarfir grunnskólnemenda með hliðsjón af öryggi þeirra, velferð og umhverfisaðstæðum. Einnig verði gert ráð fyrir að elsta árgangi leikskólanemenda verði tryggt aðgengi að skólaakstri. Að öðru leiti taki útfærsla skólaaksturs mið af reglugerð 656/2009.
    Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að hefja vinnu við skilgreiningu akstursleiða í samráði við grunnskólastjóra og fræðslunefnd. Jafnframt verði skoðuð nýleg fordæmi frá öðrum sveitarfélögum við útfærslu útboðsins. Fræðslunefnd leggur til að leitað verði til Ríkiskaupa um framkvæmd útboðsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Samningar Húnabyggðar við verktaka um mötuneytisþjónustu rennur út við lok skólaárs 2022-2023. Fræðslunefnd telur brýnt að taka ákvörðun sem fyrst um fyrirkomulag mötuneytisþjónustu fyrir næsta skólaár.
    Formaður fræðslunefndar lagði fram minnisblað með samantekt um fyrirkomulag mötuneytisþjónustu á líðandi skólaári, nokkra valkosti til framtíðar sem og helstu athugunarefni við ákvarðanatöku.
    Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra, í samráði við skólastjórnendur leik- og grunnskóla og fræðslunefnd, verði falið að leggja mat á valkostina (sbr. efni minnisblaðs). Skoðaðir verði kostir og gallar hvers fyrirkomulags, fjárfestinga og mannaflaþörf. Æskilegt væri að matið verði lagt fyrir á næsta fræðslunefndarfundi.

    Kristín og Lára Dagný véku af fundi 16:36
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Húnaskóla fór yfir það helsta úr daglegu starfi grunnskólans. Sjá minnisblað með fundargerð.

  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Fyrir fundinn var óskað eftir upplýsingum frá skólastjóra Húnaskóla um gæðastjórnun í skólastarfi fyrir fundinn.
    Kallað var eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði:
    Hver er sýn skólastjórnenda á gæðastjórnun í skólastarfi. Hvaða verkefni eru helst framundan til að fylgjast með og bæta innra starf skólans? Eru uppi einhver áform um að meta starfsánægju nemenda og starfsfólks?
    Hvernig hefur aðlögun nemenda úr Húnavallaskóla að nýjum skóla gengið? Hefur verið fylgst sérstaklega með líðan og afstöðu þessara nemenda eða eru áform þar um?

    Þórhalla svaraði þessum spurningum ítarlega, sjá minnisblað sem er fylgiskjal með fundargerð.

  • 15.8 2206034 Önnur mál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 7 Ekkert varð bókað undir þessum lið
Varðandi þær hamfarir sem urðu í Svartárdal vill sveitarstjórn beina því til Vegagerðarinnar að koma á vegsambandi við Barkarstaði sem allra fyrst. Fjarskiptasamband hefur verið komið á í Svartárdal. Bagalegt er að öll fjarskipti séu háð ljósleiðara þar með talið GSM samband.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?